13.7.2009 | 15:53
Þetta er ekki hótun.
Ef þingmenn greiða atkvæði samkvæmt stjórnarskrá Íslands, þá ætlar Jóhanna að hætta þessu stjórnarsamstarfi.
En til hvers er Steingrímur í þessum félagsskap?????
Til hvers að fórna flokki sínum og fylgi fyrir blindan landráðametnað Samfylkingarinnar.
Í Noregi, Frakklandi og víðar var svona fólki stungið inn eftir að kúgun nasismans leið undir lok. Þegar Ísland varð fyrir óvinveittri hryðjuverkaárás voldugra þjóða innan ESB, þá voru viðbrögð þjóðarinnar þau að gera flokk óvinanna, stuðningsmanna hryðjuverkanna, að forystuflokki ríkisstjórnar Íslands.
Í gjörvallri sögu mannsins er ekki þekkt dæmi um slíka silkimeðhöndlun á samstarfsmönnum óvinarins.
Og það sorglegast við það að þeir sem mun mest þjást vegna gjörða þessara ráða, breiðu bök þjóðarinnar, það er fólkið sem kom þessum ráðum til valda.
En það er engin sem skipar Steingrím að styðja landráðin.
Hans val er lögbundið samkvæmt stjórnarskrá Íslands, hann má kjósa eftir sinni sannfæringu.
Kveðja að austan.
Vonandi starfhæf ríkisstjórn eftir atkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 539
- Sl. sólarhring: 656
- Sl. viku: 6270
- Frá upphafi: 1399438
Annað
- Innlit í dag: 458
- Innlit sl. viku: 5313
- Gestir í dag: 420
- IP-tölur í dag: 413
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á hverju mátti maður svo sem eiga von, Ómar.
Samfylkingin er í eðli sínu andlýðræðislegur flokkur án hugsjóna. Loksins birtist valdníðingurinn Jóhanna Sigurðardóttir grímulaus á sviðinu. Megi þeir roðna af skömm sem komu þessu liði til valda.
Emil Örn Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 16:18
Haldiði virkilega að Jóhanna sitji heima hjá sér og hugsi "hvernig ætli sé nú best að kæfa lýðræðið? Hmmm... ÉG VEIT! Göngum í Evrópusambandið!! Samband landa sem öll slepptu sjálfræði sínu og um leið lýðræðið!" Einhvernveginn efa ég það... og afhverju buðuð þið ykkur ekki fram ef þið eruð svona lýðræðislegir og frábærir náungar? Annaðhvort eruð þið fáránlega eigingjarnir og latir og nennið ekki að hjálpa þjóðinni með ykkar frábæru töfralausnum eða (sem líklegra er) uppfullir af skít og biturleika útí eigið líf og sjáið ekkert nema slæmt í öllu
Pétur (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 16:45
Blessaður Emil.
Þar sem vilji til landráða er ekki talinn bein hugsjón, þá tek ég undir þetta með skortinn á hugsjónum. Já og skömmin er mikil.
En þau mun sjá ljósið að lokum. Efa það ekki.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 17:08
Blessaður Pétur minn.
Gaman að heyra í þér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 17:10
Já, Pétur ég held nefnilega í alvöru að Jóhanna sé markvisst að hugsa upp leiðir til að kæfa lýðræðið.
Eins og ég sagði þá er Samfylkingin andlýðræðislegur flokkur. Hann er stofnaður, rétt eins og r-listinn, til höfuðs ákveðnum stjórnmálaflokki og á engar aðrar hugsjónir eða baráttumál.
Ég frábið mér svo skítkast og persónulegar ávirðingar af þinni hálfu. Ég held að þú þekki mig ekki nóg, og líklega ekki Ómar heldur, til þess að vera með svona sleggjudóma. Ég þarf ekki að standa þér nein reikningsskil minna gjörða eða verka en vita máttu að á bak við hvert framboð stendur miklu fleira fólk en þeir einir sem listann skipa.
Emil Örn Kristjánsson, 13.7.2009 kl. 17:20
Það vill svo skemmtilega til að ég var staddur á þingpöllunum þegar Jóhanna missti þetta út úr sér. Í öðru orðinu talaði hún um að það væru engar hótanir en hnykkti svo út með þessu:
Axel Þór Kolbeinsson, 13.7.2009 kl. 18:44
Takk Axel.
Því er það þannig að Jóhanna þarf ekki marga óvini, hún er oft sjálfum sér verst. En þó hún myndi tala tungum, eða þá Sanskrít, þá skiptir það ekki máli. Evrópuaðild er trúarbrögð í hennar flokki, og þangað á að fara með góðu eða illu.
Helst illu sýnist mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 18:54
Já Ómar, með illu ætla þau að reka þetta mál í gegn. Ég ræddi við nokkra þingmenn í dag og nýliðarnir á þingi eru nánast skelfingu lostnir. Þau eru ekki öfundsverð af sínu starfi.
En ég hvet fólk til að hafa samband við sína þingmenn og segja þeim hug sinn. Tölvupóstföng og símanúmer þeirra eru öll á síðu alþingis.
Ég ætla að reyna að ná Tryggva Hebba hrúts á morgun.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.7.2009 kl. 19:01
Blessaður Axel.
Er ekki Tryggvi ESB sinni?? En það á ekki að skipta máli. Á eftir ICEsave Nauðunginni er þetta mál stærsta mál íslensks lýðveldis frá stofnun þess. Ef við samþykkjum ICEsave og erum svo vitlaus að reyna að standa við þá samninga, þá verður þjóðin tekin upp í pant. Þannig séð skiptir ESB/ekki ESB, eða Nató, ekki Nató eða svart/hvítt engu máli því sjálfstæði þjóðarinnar gufar upp.
En ESB á sér margar hliðar, og margt þarf að meta. Ég persónulega finnst Björg Thorarensen hafa mælt af skynsemi þegar hún lagði til að fyrst tækjum við til heima hjá okkur, þar á meðal stjórnskipun okkar og stjórnarskrá, síðan gætum við talað við aðrar þjóðir af einhverju viti. Og um svona stórt mál þarf að ríkja sátt. Sátt sem er svo nauðsynleg í dag.
En vinnubrögð Samfylkingarinnar kljúfa þjóðina í herðar niður, og eyðileggja svo margt annað. Því þurfa heiðarlegir ESB sinnar að reyna að koma fyrir hana vitinu og láta stjórnvöld hætta þessum vitleysingjagangi.
Það er brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar í dag. Burt með vitleysuna (þá tekur það aðeins þrjár mínútur að hafna Nauðunginni).
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 19:14
Tryggvi er líklega hlynntur ESB, en það er hægt að sannfæra fólk um að núna sé ekki réttur tími. Eftir að ESB málið er frá (á hvorn veginn sem það fer) tekur Icesave við. Það mál á eftir að fara í gegnum tvær umræður í þinginu. Þann slag þarf að taka líka, en við ættum að hafa meiri stuðning almennings í því máli öllu.
Ef það er hægt að kæfa ESB málið þá minnkar aðeins loftið í Samfylkingunni og VG-liðar gætu öðlast meira sjálfstraust í samstarfinu.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.7.2009 kl. 19:56
Blessaður Axel.
Maður er hættur að skilja þennan hálfvitagang allan samann. Tvö brýnustu mál íslenska lýðveldisins, og bæði keyrð í gegn með hótunum og blekkingum.
Og það fyndnasta er að báðir flokkar hafa þingmenn sem komu inn á þeim forsendum að nú yrði endir bundinn á bakherbergja vinnubrögð og baktjaldaleynimakk. Svo er bara valtað yfir allt og alla. Hvar er opna og upplýsta umræðan sem átti að eiga sér stað í þjóðfélaginu???
Að þetta fólk skuli ekki skammast sín.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 14.7.2009 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.