10.7.2009 | 14:14
Aumingja Svandís, aumingja Katrín.
Þær voru ungar og efnilegar og með heilbrigðan metnað. Tóku kalli formanns síns og öxluðu ábyrgð.
En einhverstaðar á leiðinni gleymdust hugsjónir og sannfæring.
Svo kom ungur bóndasonur úr Dölunum, fullskapaður eins og hann væri úr sögu eftir Guðrúnu frá Lundi, og hann sýndi þjóðinni hvað hugsjónir og samviska er.
Það er það sem gerir hugsjónafólk að hugsjónafólki. Fórnir þú því, þá fórnar þú sjálfum þér.
Það er betra að vera veginn af ógnaröflum en að lifa sem bugaður maður.
Þannig manneskju ber fólk virðingu fyrir.
Ásmundur er ekki efnilegur. Hann er fullþroska maður, og þekkir muninn á röngu og réttu.
Já, aumingja, Svandís og aumingja, Katrín.
Þau voru efnileg.
Kveðja að austan.
Ásmundur farinn í heyskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 372
- Sl. sólarhring: 752
- Sl. viku: 6103
- Frá upphafi: 1399271
Annað
- Innlit í dag: 315
- Innlit sl. viku: 5170
- Gestir í dag: 293
- IP-tölur í dag: 290
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr Heyr!
Gulli (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:19
já það er gaman að sitja undir tillögum fluttum af Þorgerði Kúluláni! :(
annars sammála.
Anna (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 14:39
Svandís og Katrín gleymdu ekki pólitískum hugjónum einhversstaðar á leiðinni, einfaldlega vegna þess að þær hafa engar sérstakar pólitískar hugsjónir ... a.m.k. ekki til vinstri.
Jóhannes Ragnarsson, 10.7.2009 kl. 14:49
Þjóðernishyggja á ekkert skilt við vinstri-neitt. Reyndar taldi Karl Marx fátt eins andstætt kommúnisma og þjóðríkishugmyndin og þjóðernishyggja. Þessvegna kyrja menn International-inn en ekki þjóðsönginn.
Þegar menn svo taka þjóðernishyggju framyfir önnur mál staðsetja þeir sig í reynd í nánd við fasisma, hvað sem þeir svo kunna að kalla sig.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.7.2009 kl. 15:20
Mörg eru afbrigði af þjóðernishyggjunni, lágkúrleg er einfölduninni.
Hollustan við sjálfan sig og sína nánustu og jörðina sem maður lifir af. Sækjast sér um líkir.
EU Elítan er gott fordæmi til fyrirmyndar. Sameinuð stöndum vér en sundruð föllum vér. Sinn er siður hjá hverri þjóð. Marx var þjóðverji og þar mun vera helsta uppspretta öfgahyggju síðari tíma. Íslandshyggja stendur skynsömum næst: óháð litarhætti.
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 16:21
Og ætli Marx gamli hafi hefði gefið mikið fyrir ,,alþjóðahyggjuna" í ESB. Alþjóðahyggja byggð á verkalýðsbaráttu og sósíalisma er allt annar handleggur.
Það er meira en ömurlegt að horfa uppá fleðulætin í Samfylkingunni kringum ,,alþjóðahyggju" auðvaldsins í ESB.
Jóhannes Ragnarsson, 10.7.2009 kl. 16:42
Það er líka önnur hlið á þessu máli og það er hagsmunagæsla. Það er ástæða fyrir því að ákveðið var að setja þingmönnum reglur þess efnis að þeir gæfu upp hagsmunatengsl sín svo almenningur gæti áttað sig á því að gjörðir þeirra væru ekki litaðar af eiginhagsmunum heldur að ákvarðanir þessara manna væru með almannaheill í huga. Þarna tók þessi ungi maður ákvörðun um að sinna sínum eigin hagsmunum sem óðalsbóndi frekar en að taka afstöðu til ESB út frá því hvað er best fyrir almenning í þessu landi.
Tveir þingmenn gengu á dyr í þessu tilfelli, það voru umræddur bóndi og Ásbjörn óttarsson kvótaeigandi. Það segir allt sem segja þarf. Eru þessir aðilar ekki vanhæfir alveg eins og menn gera kröfur um að Þorgerður Katrín hafi verið vanhæf í að taka ákvarðanir í málefnum KB banka? Veltið þessu fyrir ykkur.Valsól (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 02:45
það vita allir hversu skitatímar eru nú...eftir 18 ara stjórn xD?
Katrín og Svandís eru að reyna,,,,treystir þú öðrum?
Hef sjálf búið i 6 ár í Danmörku, sem var BARA dönsk, og 2 ár i Hollandi, sem er bara Hollenskt?.....skil ekki svona hræðsluprópaganda????
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 11.7.2009 kl. 04:38
Blessuð ágæta fólk og takk fyrir innlitið.
Þó seint sé þarf maður að kvitta fyrir sig.
Góður Valsól, þú ert seig að finna fleti.
Helgi, þú ert einn af þeim sem telja heilbrigða andstöðu við kúgun vera eitthvað í anda fasisma. Má vera en mundu það að í mörgum löndum, til dæmis Noregi, þar tók fólk fagnandi á móti fasistum með þeim orðum að í baráttunni gegn bolsévismanum þá þýddi engin forpokuð þjóðernishyggja. Eins var það með þá sem blótuðu bóndann í Kreml. Þeim fannst lítið til þjóðernishyggju koma. Ég get ekki að því gert að mér finnst talsmáti þinn vera ættaður úr svipuðum brunni.
Og Anna. Vissulega er þetta mætar manneskjur, enda taldar efnilegar. En þær eru að láta Samfylkinguna reita af sér alla æru. Hverjum ég treysti? Það er mikið af ágætu fólki á þingi í öllum flokkum. En þeir sem vinna út frá röngum forsendum, framkvæma ranga hluti, ég treysti þeim ekki. Og ég er ekki með hræðsluprópaganda, mín skrif eru frekar af ætt .........., og markmið þeirra er ekki að vera sanngjarn við andstæðinga íslenskrar alþýðu.
Og öll hin, gaman að einhver sé sammála mér.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 12.7.2009 kl. 20:16
Ég fæddist í Köben og í minningu dásamleg borg. Flutti alkominn til Íslands um 5 ára. Algjört sjokk þegar ég kom þar 18 ára. Ég óttast hagstjórnargrunn EU, mér finnst hann of kaldur eða vélrænn. Samtekt allra eldri samninga og aðildarsamninga með tilsvarandi úreldingu ýmis ákvæða reglugerða: Lissabon samningurinn styrkir þann ótta sér í lagi í ljósi markmiðanna. Svo kemur það fram að þeir í Brussel eru alltaf að úrelda aðildar samning þar sem viðkomandi meðlimaríki að hagrætt og sætt sig við hliðskipanir: Pólverjar sjá um alla lávöru alifugla. Svo les maður milli línanna að EU líti svo á að öll samkeppni byggi á jafnræðis grundvelli milli stórborganna hvað varðar grunnverð orku og hráefna, flutningakerfis: tekur ekki tillit til eyjanna á Atlantshafi: Kanarí t.d [fær tómata]. Nefndin skal tryggja EU meginlandinu sem ódýrasta orku og hráefni á hverjum tíma. Svo tekur við dreifingarnetið, og þá byrjar úthlutun til alvöru samkeppni aðila stórborganna. Þá er augljóst að Ísland fær að halda hráefnisútflutning og sennilegt að orkuverð og vatns verð hækki til neytenda.
Ég þekki fullkomnunar áráttu Þjóðverja og Frakka og tryggir að fullkomnun markmiða fyrr en síðar og segi ég það ekki síst af virðingu. Smámunaagi sem Íslendingar munu seint temja sér. Þegar evra kemur á mun flutningskostnaður yfir hafa alltaf gera vöruverð dýrara hér en á meginlandinu, nema við minnkum val og tökum sem ódýrasta lágvöru.
Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 23:28
Sæll Ómar þeir eru þrautseigir heimsvaldasinnarnir
Kúba norðursins
Ítalía norðursins
og nú nasistar norðursins í boði Helga.
Ég held að nasistar hafi verið heimsvaldasinnar og alveg örugglega ESB sinnar.
Þýðri það þá ESB sinni = nasisti?
Ég myndi ekki ganga svo langt að segja það og bið Helga um að halda þessari afbökunarrökhneigð fyrir sig.
Þakka góðan pistil Ómar
Umræddar vinstri grænar láta lítið á sér bera þessa daganna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2009 kl. 00:56
Blessaður Júlíus.
Mér finnst tími til kominn að blaðasnápar taki við þig viðtal. Það er alltaf önnur hlið á öllum peningum. Tími til kominn að hin hliðin heyrist.
Kveðja. Ómar.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 01:14
Blessuð Jakobína.
Datt svona inn eftir ættarmótið. Barátta okkar er af sama meiði og gegn heimsvaldasinnum. Þar er ég mikið sammála þér.
Rök Helga hef ég heyrt oft og mér fannst alltí lagi að benda á dýpri hlið þessara raka, þeir sem skíta varnarbaráttu þjóða á neyðarstundu, þeir þjást af þekktri Kvislingaáráttu.
Ég myndi skjóta fastari skotum á þessa meinloku, til dæmis kom Freyr greyið með hana í morgunútvarpinu síðasta föstudag, en það er þannig, í hvað á hin takmarkaða orka að fara.
Þess vegna er ég mjög ánægður með þína athugasemd, það er svo margt í henni sem ég vildi sagt hafa, en þú hnykktir á.
En ég mun reyna að koma með nokkra pistla, gegn mestu vitleysunni, næstu 2-3 daga. Ef andinn ræður, þá vonast ég til að ég orði hluti sem aðrir hafi gagn af.
En gangi það ekki eftir, þá treystum við svo mörg á þig Jakobína. Ég vona að þú takir það ekki illa upp, en í þessari baráttu þurfum við öll að greina hismið frá kjarnanum, á ögurstundum þurfum við að virða hvort annað og jafnvel þykja vænt um hvort annað.
Ég er ekki beint vinur íhaldsins, þó mér þyki vænt um marga íhaldsmenn, en þeir eru okkar besta bakland í dag. Þvi þurfum við að slíðra sverðin og geyma innri ágreining til betri tíma.
Það þarf að stoppa landráð Samfylkingarinnar með öllum ráðum. Líka að láta sig þykja vænt um þá sem manni var ekki alltof hrifinn af áður,
það þarf breiðfylkingu íslensku þjóðarinnar gegn Borgunarsinnum, og með fullri virðingu fyrir þér Jakobína, þá sé ég mér ekki þessa breiðfylkingu án þess að þú sért fremsta og besta falbyssan í hópnum, og án hennar skjótum við ekki í gegn múra heimskunnar.
Ég vona Jakobína að þú sért ennþá að Watcha athugasemd þína, ég set fram þetta innlegg í trausti þess, veit að það er annars dautt. En ég tel að fyrst að ég, sem er vægast sagt vinstra megin við miðju, get fundið samhljómun, án þess að leita upp gamlan ágreining, þá getum við það öll, eða það vona ég.
Hvort það sem eru VinstriGrænir eða íhald, þá bjóðum við þau öll velkomin, og treystum því að samhljómunin felist í framtíð barna okkar.
Það er allavega minn hvati.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 13.7.2009 kl. 01:42
Ég þakka þér trausti Ómar.
Ég var á fundi í kvöld. Á þessum fundi voru menn og konur úr mörgum flokkum. Framsókn, Íhald, VG og fleiri en enginn úr samfylkingu sem er kannski táknrænt.
Heit umræða fór fram um ESB og Icesave en það var mikill samhljómur og mikið um skynsemi úr öllum flokkstbrotum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.7.2009 kl. 03:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.