9.7.2009 | 08:41
Siðleysi.
Það geta allir keypt banka ef þeir fá til þess lán.
Þessi lán voru veitt af stjórnmálamönnum til einkavina sinna.
Okkur grunaði að þetta hefð verið einkavinavæðing. Núna er það staðfest.
Þessi gjörningur ásamt blindum stuðningi ríkisstjórnar Íslands er svartur blettur á stjórnmálaferli Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.
Sorglegt, því báðir eru um margt mikilhæfir stjórnmálamenn.
Kveðja að austan.
Dýrt fyrir ríkið að selja banka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 332
- Sl. sólarhring: 712
- Sl. viku: 5916
- Frá upphafi: 1399855
Annað
- Innlit í dag: 297
- Innlit sl. viku: 5061
- Gestir í dag: 290
- IP-tölur í dag: 288
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einkavæðingarefndin átti að segja af sér þegar ráðherranefndin tók völdin. Þeir ráðherra sem sátu í þessari nefnd voru Davíð, Halldór, Geir og Valgerður Sverrisdóttir. Þetta er fólkið sem sveik þjóð sína.
Að hugsa sér að enn skuli 37% þjóðarinnar styðja Sjálfstæðis og Framsóknarflokk. Eru þessi 37% svona óheiðarleg og siðlaus, eða hvers vegna styður fólk menn og flokka sem eru svona gjörspilltir? Ég skil það ekki. Hvenær ætlar fólk að opna augun?
Þetta er svo ógeðslega siðspillt að maður á ekki til eitt einasta aukatekið orð yfir þetta, hvað var Sjálfstæðis og Framsóknarflokkur eiginlega að pæla, að láta svona eins og þeir eigi landið og allt innan þess?
Venjulegu og heiðarlegu fólki er algjörlega misboðið og ég get ekki að því gert annað en að undrast það að enn skuli þriðjungur þjóðarinnar styðja Íslandsmeistarann í spillingu, Sjálfstæðisflokkinn! Hvernig getur nokkur manneskja tekið ákvörðun um að styðja þá sem gera svona gegn þjóð sinni? Ég bara botna það ekki. Ég gæti aldrei verið í vinnu fyrir fólkið í landinu og réttlætt fyrir sjálfum mér að gera svona hluti, aldrei. Mér finnst þetta vera álíka óheiðarlegtog að vera sjálfur að stela frá þjóðinni.Valsól (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 11:11
Blessuð Valsól.
Langt síðan ég hef heyrt í þér.
Ekki ætla ég að verja þessa flokka. Það er langt síðan ég til dæmis yfirgaf flokk feðra minna því hann gekk fyrir björg Nýfrjálshyggjunnar. Síðan hef ég verið eins og Conan villimaður, aleinn á reiki um auðnirnar, trúr mínum uppruna og lífsskoðunum og leitað hælis þar sem ég hef fundið samhljómun.
En það er einu sinni þannig að fólk kýs eftir sínum lífsskoðunum og hægri menn kjósa hægri flokk og miðjumenn miðjuflokk. Og þrátt fyrir spillinguna þá var líka margt gott og þarft gert. Og valkosturinn í spillingarmálum hefur ekki alltaf verið góður, aðrir flokkar hafa beðið á hliðarlínunni til að komast að kjötkötlunum.
Ekki það að það verji þá spillingu sem hér þreifst og þrífst. En einn pytt megum við aldrei falla í og það er að láta myrkraverk fortíðar villa okkur sýn í núverandi umræðu og nota þau sem skálkaskjól núverandi óhæfuverka. Algengasta ástæða þess að maður er hreinn sveinn á miðjum aldri er sú, að hann hefur ekki fengið tækifæri til að missa sveindóminn. Núverandi stjórnarhættir verða ekki hótunni betri þó þeir réttlæti sig með því að annars væru ennþá verri stjórnarhættir tíðkaðir.
Fortíð sem slík er vísbending um framtíð, en hún er ekki framtíð. Til dæmis er faðir nútíma velferðarkerfis sjálfur hermarskálkurinn og eðal Prússinn Biscmark, hver hefði trúað því miðað við fortíð mannsins????
Og Davíð sagði satt um ICEsave málið þó hann hefði fegrað sinn hlut í ógæfunni. Þessir svörtu blettir sem ég kom inn á í örbloggi mínu breyta því ekki.
Fólk á að halda sig frá pyttum. Þeir geta verið botnlausir.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 9.7.2009 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.