8.7.2009 | 16:02
Af hverju er þetta rugl, frétt.
Í það fyrsta vita allir vitibornir menn að einkaaðilar geta höfðað mál án atbeina stjórnvalda viðkomandi landa. Þó íslensku Nauðungarsölumennirnir hafi reynt að blekkja þjóð sína á þann hátt að ICEsave Nauðungin kæmi í veg fyrir málsóknir á hendur íslenska ríkinu um réttmæti neyðarlaganna, þá vita það allir að á lögmæti þeirra yrði látið reyna. Aðeins vitgrönnustu fréttamenn trúa því að íslendingar geti gengið í eigur Landsbankans og ráðstafað þeim eins og þeim dettur í hug.
Í þessu máli er gífurleg óvissa og því út í hött að samþykkja núverandi Nauðung út frá þeim forsendum að svo og svo miklar eignir komi á móti. Ef kúgunaraðilarnir tryðu því í eina einustu mínútu, þá hefðu þeir samþykkt að lækka Nauðungin um þá hina meintu upphæð, svo líklegra yrði að Nauðungarsölufólkið gæti blekkt þjóð sína til að samþykkja ólögin.
Í öðru lagi þá er það svo sjálfsagt fyrir þetta fólk að láta reyna á réttarstöðu sína að það getur ekki verið fréttnæmt dag eftir dag, nema þá því aðeins að tilgangurinn sé að láta málstað okkar andstæðinga hljóma dag eftir dag. Ástæða til að vekja athygli á þessu því ekki fá þeir sem halda fram málstað íslensku þjóðarinnar gegn hinni erlendu kúgun og landráðum Leppa þeirra á Íslandi, sömu athygli fjölmiðlamanna.
Til dæmis skrifuðu þeir Stefán Már og Lárus Blöndal grein, þar sem þeir efnislega sýndu fram á að Jón Baldvin færi með fleipur í hvert skipti sem hann opnaði munninn, og samt komast ráðamenn Borgunarfólksins stöðugt upp með að fullyrða að íslendingar eigi að borga ICEsave því með neyðarlögunum hafi Alþingi ríkistryggt íslensk innlán og því sé um ólöglega mismunun að greiða ekki skuldir Björgólfs og Björgólfs.
Fyndið því það er hvergi minnst á ríkisábyrgð innlána í neyðarlögunum og jafnvel vitgrönnustu fréttamenn ættu að vera búnir að hringja upp í Alþingi og spyrja menn þar hvort þingið hafi í skjóli nætur ríkistryggt öll innlán á Íslandi. En það þarf víst kannski smá vit til þess.
Og í þriðja lagi þá fer talsmaður Hollendinganna með síendurtekið fleipur sem á ekki alltaf að endurtaka í fréttum, án þess að sýna fram á fárráð hans málflutnings.
En aftur, til þess þarf kannski eitthvað lágmarksvit.
En Morgunblaðið var annars ágætt i dag. Halldóra kemur sterkt inn.
Kveðja að austan.
Hollensk stjórnvöld afneita afskiptum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 10
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 456
- Frá upphafi: 1412818
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 395
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú virðist hafa misskilið samhengi fréttarinnar. Hún kemur í framhaldi af fullyrðingum Höskuldar Þórhallssonar um að í fjárlaganefnd hafi komið fram að hollenska ríkisstjórnin stæði að baki þessari málssókn. Forsætisráðherrann er að svara því að svo sé ekki, og það er sannarlega frétt.
Halldór (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 16:22
Blessaður Halldór.
Það er nú þannig með þennan misskilning, hann er eins og hann er. Þér finnst það frétt að Steingrímur lesi upp úr bréfi. Mér finnst það ekki frétt. Búinn að fá nóg af blekkingum hans.
En hver var svo vitgrannur að það skipti einhverju máli hvort stjórnvöld í Hollandi eða Bretlandi segðust ætla að ekki hjálpa við málssóknir eða þau myndu hjálpa???? Telji einkaaðilar sig hafa mál til lögsóknar, þá sækja þeir sitt mál.
Stalín lifir ekki hér lengur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 17:41
Reyndar segir á mbl í dag (http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/07/08/hollensk_stjornvold_afneita_afskiptum/) Van Vliet segir innistæðueigendurna við það að missa þolinmæðina og hafi þeir fullan stuðning hollenska þingsins í málinu.
Takið eftir, ÞINGSINS, ekki stjórnvalda.
Það breytir því ekki að þessar upplýsingar komu fram á fundi fjárlaganefndar og því eðlilegt að Höskuldur álykti af þeim.
Geir Hólmarsson, 8.7.2009 kl. 17:46
Ég er nú svo vitgrannur að finnast þetta frétt, en auðvitað skiptir mitt álit miklu minna máli en þitt af því þú ert greinilega miklu greindari en ég.
Halldór (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:47
Samkvæmt minni málvitund er þingið ekki stjórnvöld -- enda get ég ekki séð að "þingið" hafi vald til að styðja eitt eða neitt í svona málum, þótt einstakir þingmenn hafi sjálfsagt leyfi til að beita sér eins og þeir vilja. Þannig finnst mér ályktun Höskuldar í hæsta máta villandi ef ekki röng.
Pétur (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 17:58
Blessaður Halldór.
Ef þú ert fjölmiðlamaður, þá máttu taka þetta til þín.
En ég missti út orðið "halda" í athugasemd minni, og ef þú hefur talið það skipta máli fyrir væntanlega lögsókn einkaaðila, hvort stjórnvöld Hollands og Bretlands myndu aðstoða þá eður ei, já þá ertu vitgrannur. Stuðningur stjórnvalda viðkomandi landa skiptir þar engu máli og þessu var slegið fram af hálfu Steingríms til að blekkja, til að telja fólki í trú um að meiri líkur væri að neyðarlögin haldi, vegna þess að ICEsav samningur hans minnkaði líkur á málssóknum einkaaðila. Svona sjónarmið er rugl í lýðræðisríki, en hefði hugsanlega haft áhrif í Norður Kóreu. Þar eru ekki til einkaaðilar og stjórnvöld ráða öllu. En í lýðræðislöndunum Hollandi og Bretlandi, þá hafa stjórnvöld ekki þau áhrif að þau geti haft áhrif á rétt fólks til að fá leiðréttingu sinna mála fyrir dómsstólum. Svo einfalt er það.
En svo mátt þú mín vegna taka það til þín að þú sért vitgrannur þó þér finnist þessi frétt vera frétt. Eina sem ég sagði um hana var, að hún væri rugl. Og svo rökstuddi ég það álit mitt. En ég fór ekki fram á það við neinn að hann væri sammála mér.
Já, og svo er ég örugglega miklu greindari en þú, það gerir Austfjarðaþokan og bræðslufnykurinn. Omega 3 fitusýrurnar í reyknum hafa mjög góð áhrif á okkur Austfirðinga.
Eða það finnst okkur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 18:01
Blessaður Geir.
Já, en hver er fréttin?
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 18:02
Og blessaður Pétur.
Enn og aftur, hvað máli skiptir þessi stuðningur? Og héldu menn virkilega að fólk tæki því þegjandi að missa réttindi sín?
Komandi réttarhöld verða fróðleg, í það minnsta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.