Landráðsnatar skíta út Þorgerði.

Þorgerður Katrín er ein af þeim sem mikla ábyrgð bera í aðdraganda hrunsins.  Og hún bar mikla ábyrgð á þeirri ógæfu sem aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varð okkur Íslendingum.  Og hún bar ábyrgð af ICEsave uppgjöfinni, sjálfsagt einn mest af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.  Því á þessum tíma voru sterkir þræðir milli hennar og ESB arms Samfylkingarinnar.

En í dag steig Þorgerður stórt skref til sáttar við þjóð sína.  Hún hefur manndóm til að játa mistök fyrri ríkisstjórnar.  Eins og Ögmundur Jónasson bendir réttilega á þá er glæpsamlegt að semja frá sér fjárhagslegu sjálfstæði landsins án þess að úr þjóðréttarlegri stöðu landsins sé skorið.  Núverandi ICesave samningur er engu betri en sá smánarsamningur sem Vesturveldin afhentu Tékkum á sínum tíma eftir hótanir og kúgun þriðja ríkisins.  Sá samningur gerði Tékkum ókleyft að verja sjálfstæði sitt og núverandi nauðung ICEsave er líkt og opin gröf sem bíður sjálfstæði þessarar þjóðar.

Jafnvel þó dómstólar EES dæmi okkur í óhag þá er svona nauðung algjörlega á skjön við ákvæði Vínarsáttmálans um að stjórnmálamenn hafi ekki rétt til að skrifa upp á alþjóðasamninga sem leggja óbærilegar byrðar á þjóðir sínar.

Almenningur á líka rétt til mannsæmandi lífs.

Enda vilja handrukkarar ESB ekki láta reyna á réttarstöðu sína fyrir dómstólum.  Og þeir komast upp með slíka kúgun því helftin af ríkisstjórn Íslands er fólk sem  í hjarta sínum er þeim sammála.  Og hefði hagað sér eins gagnvart varnarlausri smáþjóð, ef hún fyndist svo aum að Ísland gæti níðst á henni.

En Þorgerður biðst forláts og leggur áherslu á augljós sannindi málsins.

ICEsave samningurinn er óréttlátur, ólöglegur og leggur óbærilegar byrðar á íslensku þjóðina.  Sem er einmitt bannað í Vínarsáttmálanum.

Og Þorgerður er á réttri braut endurreisnar Sjálfstæðisflokksins.  Stefna auðmagns og Nýfrjálshyggju er ekki lengur það leiðarljós sem flokkurinn fer eftir.  Sjálfstæðismenn er að byggja brýr til þjóðar sinnar og leggja drög að sátt. 

Og um það er ekkert annað en gott að segja.  Heilbrigðir íhaldsflokkar eru hverju lýðræðisríki nauðsynlegir.

Og efist einhver um brautina þá ætti hinn sami að lesa skítinn sem vellur út úr Landráðasnötum.  Eftir þann lestur finnst manni þeir menn sem veifuðu rauða fána kommúnista flokksins til rússneskra skriðdreka í Prag '68, ekki svo lengur aumkunarverðir.  

Það er einhver sameiginlegur strengur sem bindur Landráðasnata samann.

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Viljum semja að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hún er nú haugadrullug þetta svika og glæpakvendi. Það er sama hvað kemur út úr henni í framtíðinni (amk þangað til að hún borgar þennann milljarð sem að þau hjóninn fengu AFSKRIFAPANN) þá er hún glæpamaður og ætti að sjá sóma sinn í að víkja af þingi, eins og fleiri sjálfstæðisglæpamenn!!

elin (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 21:43

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Elin.

Þitt mat sem ég ætla ekki að rífast við.  Þó finnst mér það aumt þegar eiginkona er nídd niður vegna einhvers sem eiginmaður hennar gerði.  En hvort hún er vanhæf vegna þess er önnur Ella, en um það hafa kjósendur kveðið upp dóm, já og flokkurinn sem bauð hana fram.

En ég er að blogga um ábyrgðina, ábyrgðina sem allir þeir sem mistökin gerðu, þurfa að axla.

Og sú ábyrgð er í því fólgin að játa sín mistök og hverfa frá rangri stefnu.  Nægur er skaðinn sem auðmannastefna Sjálfstæðisflokksins hefur valdið þjóðinni, þó flokkurinn hangi ekki á ICEsave landráðunum eins og hundur á fiskroði.

Þjóðin má ekki við meiri áföllum.  Og eina leiðin fyrir margann "ábyrgðaraðilann" til að endur heimta sína æru aftur, er einmitt sú að styðja þjóðina í hennar mestu raunum í 90 ára sögu fullveldis hennar.

Skipið strandaði vissulega vegna vítaverðs gáleysis skipstjórnarmanna, en það var óþarfi að setja þá af til þess eins að fá fólk í brúna sem vill það eitt að drekkja þeim sem lifðu af strandið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: smg

Þvílíkt Kjaftæði! Það eru nú fávitar þarna fyrir austan, en þú berð af.

smg, 2.7.2009 kl. 22:22

4 identicon

Heldur ert þú ómerkilegur, "smg", sem þorir ekki að koma undir nafni og hefur ekki einu sinni getu til að tjá heila hugsun, hvað þá meira. Það eina sem þú megnar að láta vella upp úr þér er auðvirðilegur skítur til að smyrja rakalaust á einhvern sem þorir að benda á augljósar staðreyndir.

Grafðu þig aftur ofan í þá holu sem þú skreiðst upp úr, "smg".

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 22:49

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Steini.

Aftur gaman að heyra í þér.  Og ekki leiðum að líkjast.  Tæki það hins vegar nærri mér ef þú tækir upp á þeim fjanda að tala vel um Austfirðinga.  Þá yrði ég sár.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 22:55

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Guðmundur.

Og takk fyrir hanskann.  

Margt í mínu bloggi kallar á þessi viðbrögð og lítið við því að gera.  En Steini er samt örugglega gæðasál og góður drengur.  Látum hann njóta þess.

En stuðningur hans við landráðin munu fylgja honum ævilangt.  Nú er sú ögurstund runnin upp í lífi fólks að það þarf að taka afstöðu, og sú afstaða mun fylgja því inn í framtíðina.  Ég dreg það ekki í efa að þeir sem styðja þessa nauðung, gera það vegna þess að þeir telja það skásta valkostinn í stöðunni.  En sá stuðningur brýtur gegn öllum lögum og reglum sem lýðræðisþjóðir fara eftir, og það á ekki að líðast í lýðræðisþjóðfélagi að pólitíkusar geti brotið stjórnarskrá landsins, af því þeir telja  nauðsyn brjóta lög.

En í stjórnarskránni eru lögbundin réttindi þjóðarinnar og þau á að virða.  Sumt geta þeir ekki samþykkt því þeir hafa ekki heimild til þess. 

ICEsave nauðungin er eitt slíkra mála.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 23:12

7 Smámynd: Gísli Ingvarsson

'Þorgerður Katrín er ein af þeim sem mikla ábyrgð bera í aðdraganda hrunsins. Og hún bar mikla ábyrgð á þeirri ógæfu sem aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins varð okkur Íslendingum. Og hún bar ábyrgð af ICEsave uppgjöfinni, sjálfsagt einn mest af ráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Því á þessum tíma voru sterkir þræðir milli hennar og ESB arms Samfylkingarinnar.' mér finnst þú vita fullmikið um það sem þú veist ekkert um.

Gísli Ingvarsson, 3.7.2009 kl. 09:54

8 identicon

Sæll Ómar þú sagðir hér að ofan .....Þó finnst mér það aumt þegar eiginkona er nídd niður vegna einhvers sem eiginmaður hennar gerði. En hvort hún er vanhæf vegna þess er önnur Ella, en um það hafa kjósendur kveðið upp dóm..... og mig langar að spyrja á móti. Hefurðu einhverntímann heyrt um mann sem að fjárfestir fyrir næstum því milljarð án þess að eiginkonan fái eitthvað að vita af því? Hún tók amk þátt í að eyða með honum arðinum af þessum viðskiptum og ætti að sjálfsögðu að þurfa að taka á sig tapið líka.

Á venjulegum heimilum og hjónaböndum þá eru stórar ákvarðanir í sambandi við fjárhag heimilisins og áhættur því tengdu teknar af báðum aðilum. Hún sem embættismaður í forsvari fólksins í landinu hefði átt að sjá að það er ósiðlegt og sennilega ólöglegt að láta afskrifa milljarða lán hjá ÞEIM hjónunum hvað þá að gera það á sama tíma og þúsundir manna eru að missa eignir sínar vegna SMÁvanskila (amk í samanburði við einn MILLJARÐ)til sama banka og afskrifaði lánið!!!

elin (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 13:44

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gísli.

Nú er það skuldahalinn en ekki bloggið.  Auðvita veit ég ekkert hvað ég er að segja.  En finnst samt gaman að segja það.  Og Þorgerður Katrín veit sjálfsagt ekki heldur hvað hún sagði þegar hún sagði "Auðvita ber ég ábyrgð".

Enda er þetta eitt allsherjar samsæri. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2009 kl. 15:28

10 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Ellin.

Þetta er alltaf spurning hvað makar stjórnmálamanna mega gera og hvað ekki.  Í sjálfu sér var gjörð Kristjáns ekki á skjön við það siðferði og þá starfshætti sem tíðkuðust í bönkunum.  Átti hann að afþakka upphaflega lánið??  Hefði hann þá haldið vinnunni því svona kaup áttu víst að samtvinna hagsmuni lykilstarfsmanna og bankans?  Átti Þorgerður Katrín að segja af sér þegar henni var kunnugt um þessi starfskjör Kristjáns?  Eða átti hún að skilja við hann?? 

En kjarni þessa máls að mínum dómi er sá  að eitt á yfir alla að ganga.  Ef Kristján hefði einn fengið niðurfellingu þá er um óeðlilegan gjörning að ræða.   Og meðan ég man þá var þetta kúlulán í einkahlutafélagi og því sjálfdautt við gjaldþrot.

Og mér persónulega finnst, þó það komi málinu ekkert við, að kerfið var sjúkt og kraftar þjóðfélagsins eiga að fara í að sjá til þess að svona hlutir endurtaki sig ekki.  Mér finnst umræðan vera á því plani að orka andstöðunnar fer í persónulegt uppgjör við fallna menn, á meðan hinir "lifandi"i auðmenn  nota núverandi stjórnvöld sem verkfæri í endurreisn hins spillta þjóðfélags.  Sömu lykilmennirnir í viðskiptalífinu og stjórnkerfinu, háskólunum og verklýðshreyfingunni leggja línurnar í endurreisninni þar sem öllum byrðum er kastað á almenning, til þess eins að hann fái sama gjörspillta kapítalismann yfir sig aftur.

Og við það er ég mjög ósáttur og þess vegna er ég í stríði á bloggi mínu, kastandi fýlubombum í allar áttir.  En ég eyði þeim ekki á þá sem engu ráða í dag.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.7.2009 kl. 15:41

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar

það er hættulegt að bera í bætifláka fyrir sjálfsstæðismenn nú um mundir eins og þú sérð á viðbrögðunum. Kapitalismi er eingöngu kapitalismi meðan það finnst fólk sem er tilbúið að vinna að honum. Þó held ég að spillingin hafi verið mun stærra vandamál en kapitalisminn. Spilling og vanhæfni. Ótrúlegt dómgreindarleysi sem bankahrunsríkisstjórnin sýndi í aðdraganda hrunsins. Minnist þess að Þorgerður Katrín gaf handboltaliðinu 50 milljónir rétt fyrir hrun.

Höfðinglegt en kannski ekki að sama skapi skynsamlegt.

Eiginlega skil ég ekki hvernig fólki sem sat í bankahrunsríkisstjórninni dettur í hug að halda áfram í pólitík. Hvert og eitt þeirra hefur sýnt dómgreindarleysi sem er af stærðargráðu við afleiðingar þess, þ.e.a.s í þúsund milljaraða flokknum.

Það er skelfilegt að horfa upp á hvernig ESB árátta samfylkingarinnar virðist nú hafa murkað úr henni alla dómgreind og þá er ekki fallegt að horfa upp á hvernig Steingrímur gengur í skítverkin fyrir samfylkinguna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.7.2009 kl. 05:27

12 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Ég held að stóryrðin megi rekja til nýjasta skammaryrðis míns, Landráðsnata.  Og síðan er reynt að höggva á veiku punktana.  Og sama er mér, dreg það ekki til baka á meðan þetta fólk atar aðra auri á meðan flokkar þess eru að reyna fremja stærsta glæp Íslandssögunnar.

En hins vegar er ég ekki að bera í bætifláka fyrir einn eiða neinn.  Tel reyndar að gjörðir fólks eigi að ráða, ekki tengsl þeirra.  Skil alveg umræðuna um hagsmunatengsl, en ég vil frekar að vel "tengdur" maður geri réttu hlutina heldur en til dæmis Árni Páll, þó hann sé ótengdur.  En Þorgerður fór þá leið sem flokkur hennar mælti fyrir um, prófkjör og síðan kváðu kjósendur upp endanlegan dóm, og það stendur.

Og ég persónulega hefði kosið að fólk krefði Þorgerði um ábyrgð á Hruninu en ekki Kristjáni.  Og mér er svo sem sama um alla þessa milljarða, en ég vil ALDREI  fá þetta kerfi aftur.  Aldrei.  En það er verið að endurreisa það aftur af sömu mönnunum og sköpuðu það og sömu fjölmiðlavitleysingarnir dásama smiðina núna eins og þeir gerðu þegar kerfi siðleysis og græðgi var byggt upp á árunum uppúr 1995.  En núna heitir handlangarinn Steingrímur Joð en ekki Árni Matt og Jóhanna en ekki Harde.   

En ég sé ekki muninn.  En þetta er þekkt trix úr mannkynssögunni hjá ráðamönnum að benda á blóraböggla fortíðar á meðan þeir vilja fá vinnufrið til sinna myrkraverka.  Og alltaf, eða oftast lætur almenningur plata sig.  Sami tendens er í gangi núna og við hann þarf að kljást.  Nógu margt illt og nógu margt slæmt gerðu fyrri valdsmenn en fólk má aldrei gleyma því að þeir stjórna ekki núna.  Það eru gjörðir núverandi stjórnar sem skipta máli.  

Þess vegna ræðst ég á Landráðasnata á meðan einhver nennir að lesa bloggið mitt og þess vegna legg ég á garðana þar sem þeir eru hæstir eins og mitt síðasta blogg fyrir helgi var um.  Þó það sé ekki til vinsælda fólgið, þá verður að segja þessa hluti tæpitungulaust og ég er þakklátur vini okkar af Vaktinni, honum Benedikt að taka undir með mér.  Það er nefnilega þannig að þegar goðin stuðla að landeyðingu, þá þarf að steypa þeim, og fá sér ný goð, ef ekki annað vill verkast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.7.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 1226
  • Frá upphafi: 1412780

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1085
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband