2.7.2009 | 20:38
Félagshyggjumaður með æru!
Á þeim er mikill skortur þessa daganna. Þegar maður kíkir á stuðningsblogg núverandi ríkisstjórnar þá eru raddirnar samhljóma. Skylda og æra Íslands felst í að greiða 500- 1.000 milljarða til breta og Hollendinga.
Efnisleg rökin hjá Landráðasnötunum eru tvennskonar. Hollendingar og bretar báðu okkur um að greiða þessa peninga og nokkrir sjálfstæðismenn höfðu lofað því.
Þegar ábyrgir stjórnmálamenn eins og Sigmundur Davíð vara við þessum ósköpum, þá ráðast landráðasnatarnir á hann með offorsi. Pabbi hans á peninga og hann var í sjónvarpinu. Eins og augljósar staðreyndir verða rangar við það eitt að sá sem heldur þeim fram eigi pabba sem á peninga.
Landráðasnatarnir, sem einu sinni voru ærlegt félagshyggjufólk, þeir skilja ekki að orðagjálfur framleiðir ekki peninga. Blóðpeningarnir verða aðeins greiddir með beinhörðum gjaldeyri, gjaldeyri sem annars færi í að reka hér nútíma þjóðfélag. Og það eru aðeins handrukkar Auðvaldsins sem telja að íslenska þjóðin sé í ábyrgð fyrir þessum peningum. Og svo fyrrverandi félagshyggjufólk á Íslandi.
Jafnvel íhaldið treystir sér ekki lengur til að verja landráðin.
Og ekki síðasti félagshyggjumaðurinn í röðum VinstriGrænna.
Meðan þjóðin á menn eins og Ögmund Jónasson, er ennþá von um að élin birti upp um síðir.
Kveðja að austan.
Ögmundur ekki ákveðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 71
- Sl. sólarhring: 1008
- Sl. viku: 5802
- Frá upphafi: 1398970
Annað
- Innlit í dag: 68
- Innlit sl. viku: 4923
- Gestir í dag: 67
- IP-tölur í dag: 67
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æi, æi, Ómar minn Geirsson.
Trúir þú því virkilega, eða frekar, dettur þér það virkilega í hug, að Ögmundur, barnsfaðir ríkisstjórnarinnar ásamt dr. ÓRG og greyinu honum Össuri, muni þegar á reynir greiða atkvæði gegn ICESLAVE?.
Því miður er það hámark óskhyggju og barnaskapar að trúa því.
Sama mun gilda um Guðfríði Lilju, Lilju Móses, Ásmund og Atla, því miður. Bara orðagjálfur án innhalds og sannleika þegar á reynir.
Ögmundur lýsti því svo vel sjálfur í dag.
Sé "valkosturinn" sá að stjórnin falli, þá kyngir hann ICESLAVE frekar. Það fór, að mínu mati og mínum skilningi á orðum hans, ekkert á milli mála.
Fyrst Steingrímur gat logið að kjósendum sínum fyrir kosningar um ICESLAVE, ESB o.sv.frv. þá mun þessum hinum "fótgönguliða"- greyjunum veitast það líka afar létt og auðvelt varðandi ICESLAVE jáið.
Eins og allir verða af aurum apar, sem hrunið og flokkspólitísku og pólitísku einstaklings styrkirnir frá "útrásarvikingunum", sem voru sumir meira að segja undir opinberri rannsókn/saksókn á sama tíma, sýna svo greinilega, þá lætur enginn pólitikus völd fyrir hugsjónir, ekki nútildags.
Pólitísk völd og/eða peningar eru ómótstæðileg blanda fyrir alla, eða a.m.k. næstum því alla.
Kveðja til þín austur á firði Ómar með ósk um yndislegt sumar þér og þínum til handa, sólin blívur.
Guðm. R. Ingvason
Guðmundur R. Ingvason (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 21:41
Blessaður Sveinn.
Er ekki Sigurjón Digri, aðallega feitur.
Og ef það eru landráð að starfa eftir fjórfrelsi EES samningsins, þá gott og vel. En af hverju var þá þjóðin að samþykkja þessi ósköp, ekki veitti hún þeim flokkum brautargengi sem vildu hafna þeim græðgikapítalisma sem í þann samning var ofinn.
Ef ICesave var landráð, þá var þjóðin lengi að fatta það. Ekki fúlsaði hún við skatttekjum sem útrásin skilaði inn í hagkerfið. Og þetta segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar um endurskoðun ríkisreiknings árið 2007.
Skýrar er ekki hægt að orða hlutina, og þó um þessa skoðun megi deila, þá voru Landsbankamenn í góðri trú þegar þeir opnuðu sína ICEsave reikninga. Þeir voru ekki á ábyrgð Íslenska ríkisins.
Og eru ekki á ábyrgð íslenska ríkisins. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að fremja þessi landráð í haust, en þraut örendið við það. Mér vitanlega hefur hann ekki látið samþykkja lög sem brjóta stjórnarskrá Íslands, enda teldi ég það víst að fjandvinur þeirra á Bessastöðum hefði feginn gripið það tækifæri og sent slík lög til þjóðarinnar.
En ef Alþingi samþykkir þessa samninga, þá fremja þeir þingmenn sem það gera, landráð. Og hæstiréttur ætti strax að fyrirskipa handtöku þeirra, þ.e ef hann er æðsti dómstóll lýðræðisríkis.
Og það er ekki ég sem samdi stjórnarskrána, hún er að stofni til komin frá dönum frá því í gamla daga, með viðbótum frá lýðveldisstofnunni 1944. Og í henni segir þetta um landráð:
Þegar þjóðin á ekki fyrir núverandi skuldum sínum, þá skaðar það efnahagslegar og þjóðfélagslegar undirstöður íslenska ríkisins að samþykkja lán uppá 650 milljarða, auk vaxta. Og þegar þessir sömu landráðamenn samþykkja þau skilyrði að íslenska ríkið megi ekki leita réttar síns þá eru þeir að fremja enn stærri landráð. Og þau stærstu eru að setja allar eigur þjóðarinnar að handveði.
Slíkt er vitfirringa háttur.
En ef þú Sveinn veist um sambærilegan samning eða lög sem Sjálfstæðismenn létu samþykkja, þá skal ég glaður bæta þeim á landráðalistann og faxa hann til ríkislögreglustjóra.
En Sigurjón digri, hann er bara digur.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 22:47
Blessaður Guðmundur. Og takk fyrir Æ-in.
Þér tókst mjög vel að túlka mínar tilfinningar á því augnabliki sem ég las pistil þinn, en ein fylling er að stríða mér, og ég í verkjatöflubindindi. Svo ég segi bara aftur Æ-i.
En hins vegar þér til fróðleiks þá er ég ekki að fjalla um "trú" mína í pistlum mínum. Kem kannski einstaka inná hana í athugsemdakerfinu í spjalli mínu við bloggvini mína.
Og Ögmundur er með félagshyggjuhjarta, í stærri kantinum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.