Þú baðst um þetta Jón minn.

Jón og Villi, Gylfi forseti og Samfylkingin, knúðu Sjálfstæðisflokkinn til uppgjafar í haust og Óbermunum var boðið í heimsókn.  Óbermin hafa alltaf hækkað vexti til að drepa niður innlenda atvinnustarfsemi.  Síðan hefur alþjóðlegum auðhringum og stórkapítali verið boðið í veisluna til að ræna náinn.

Ég taldi það öruggt að Jón og Villi hefðu þar með séð tækifæri til að verða feitir þjónar erlends auðvalds.  

En þetta væl passar ekki.  Lilja Mósesdóttir sagði þetta strax, Jón Daníelsson sagði þetta strax.  Óráð Óbermanna dýpka kreppuna og það er ekki víst að okkar skuldsetta þjóðfélag þoli slíkt.  Þú tekur ekki blóð úr sjúklingi sem liggur stórslasaður á skurðaborði og innvortis blæðingar eru að draga hann til dauða.  Aðeins líkræningjar og náníðingar leggja slíkt til.

Nú er Jón að segja hið augljósa en ég hélt að hann myndi æpa á aðkomu erlendra auðhringa svo hann fengi feitara jobb.  Skítt með hag innlendra iðnrekanda, þeir geta líka fengið mola af nægtaborði auðvaldsins.

En hver er ábyrgð manna sem kölluðu yfir þjóð sína skrímslið, og kannast núna ekki við afleiðingar gjörða sinna.

Af hverju var ekki strax kallað á Joseph Stiglitz, af hverju var ekki strax kallað á Michael Hudsons.  Þeir hefðu ráðlagt okkur heilt og þá væri núna farið að birta til í íslensku þjóðlífi, í stað þess svartnætti sem við blasir.

Þegar Steingrímur Joð verður búinn að rústa innlendri eftirspurn með skattahækkunum sínum, þá verður leitun af fyrirtæki sem á fyrir skuldum sínum.  Hjá hverjum ætla menn þá að vinna?

Ríkinu?  Og flytja inn allar nauðsynjar eins og eitthvert barnið á Fréttablaðinu var að útskýra fyrir Jóni Bjarnasyni.  

En með hvaða gjaldeyri???  Gjaldeyrinum sem fer í að greiða ICEsave???

Hvenær verður fólkinu sem kom okkur í þessar hörmungar sagt upp og fólk með viti og þekkingu fengið til að stjórna þessu landi.  

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Erfiðleikatímabilið mun lengjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar

Hugmynda og aðferðafræði ifm er vel þekkt og ætti engan að undra þó vextir séu ekki lækkaðir.

Það sem vekur aftur á móti vekur óttablandna undrun hjá manni er hversu forviða þeir verða sem kölluðu hvað mest eftir aðkomu sjóðsins.

Síðan hafa auðvitað þeir sem hvað mest andmæltu komu sjóðsins til landsins valdið manni ólýsanlegum vonbrigðum að hafa ekki afþakkað "aðstoð" sjóðsins.

Þau svik eru þyngri en tárum taki.

Kær kveðja að sunnan, Toni

Toni (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 11:52

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Toni.

Og kannski hryggir mann mest að lesa skrif þekktra vinstrimann og sósíalista þar sem vinkill þeirra væri fullsæmandi Hannesi Hólmstein, þ.e. ef Hannes hefði lent í að verja gjörðir Davíðs Oddssonar í ICEsave deilunni.

Man til dæmis eftir grein eftir Jóns Hjartarsonar á Smugunni.  Sorgleg lesning.  Og hvílík ábyrgð.  Seljum þjóðina í hendur erlendum auðhringum (því þeir munu hirða eigur okkar og auðlyndir upp í skuldir) vegna þess að Sjálfstæðismenn voru búnir að lofa einhverju út í hinum stóra heimi.  Orð Valhallar og fyrirmæli eru helgust véa VinstriGræanna í dag.

Já þetta er sárgrætilegt.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 127
  • Sl. sólarhring: 696
  • Sl. viku: 5666
  • Frá upphafi: 1400423

Annað

  • Innlit í dag: 110
  • Innlit sl. viku: 4868
  • Gestir í dag: 108
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband