2.7.2009 | 11:19
Takk Bjarni.
Fyrir heiðarlega blaðamennsku.
Ég hélt á tímabili að allir starfsmenn Morgunblaðsins væru komnir í vinnu hjá áróðursdeild blaðsins. Blekkingar og rangfærslur hafa verið slegnar upp sem frétt en ekki bull sem beri að gagnrýna.
Í frétt sinn itekst Bjarna á einfaldan og hógværan hátt að afhjúpa viðskiptaráðherra sem stórhættulegan bullara. Aðeins stjórnarhættir fallins leiðtoga Rúmeníu geta þvingað þjóðina til að greiða þessar skuldir. Ef íslensk stjórnvöld ætla að greiða þessar skuldir þá þurfa þau að koma á algjöri skilskyldu á gjaldeyri og neita þjóð sinni um allan innflutning á erlendum neysluvörum. Þegar búið er að borga fyrir aðföng og fjárfestingarvörur, þá duga mismunurinn rétt svo til að standa straum af óheyrilegri skuldabyrði íslenska ríkisins.
Við megum heldur ekki gleyma því að fyrirtæki og heimili þurfa líka að greiða skuldir sínar. Sum fyrirtæki skulda beint erlendum bönkum, aðrir skulda íslenskum bönkunum sem skulda erlendis. Það gleymist oft í dómsdagsumræðu ICEsave að það eru erlendir bankar sem hugsanlega mun lána þjóðinni í framtíðinni, ekki hollenskir og breskir sparifjáreigendur. Á virkilega að neita greiða allar skuldir bankakerfisins svo hægt sé að greiða ICEsave?? Ef svarið er nei, hvernig á að fá gjaldeyri til að greiða allar þessar skuldir???
Jú, það er hægt með Rúmeníu aðgerðinni en hvað annað er í stöðunni. Þegar talað er um svo og svo mikinn útflutning, þá segir bruttó ekki neitt. Til dæmis þá duga nettótekjur af álinu, varla fyrir þeirri skuldabyrði sem hvílir á orkufyrirtækjunum. Ef þessi nettóstaða er notuð til að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs, hvernig á þá að greiða skuldir orkufyrirtækjanna???
Aðeins vönduð blaðamennska á örlagatímum getur afhjúpað blekkingar og fals stjórnmálamann og málpípna þeirra. Sömu blekkingar og fals, komu þjóðina í þessa stöðu. Þá svaf fjölmiðlastéttin á verðinum. Núna er allavega einn fjölmiðlamaður sem kann frumreglu blaðamennskunnar.
Að segja það sem satt er. Og ekki segja það sem menn vilja að sé satt eins og ritstjóri Morgunblaðsins hamrar stöðugt á.
Í vetur var okkur sagt af nokkrum hagfræðingum, að skuldastaða ríkisins væri ekki svo slæm, nettó. Gott ef Tryggvi Þór hefði ekki reiknað hana niður fyrir 500 milljarða. Þá vann Bjarni vandaða grein þar sem hann afhjúpaði rangfærslur blekkingameistaranna. Staðan var miklu verri, 1.800 milljarðar til 2.200 milljarðar.
Núna er búið að staðfesta þessar tölur. Og í grein sinni í Morgunblaðinu í dag skýrir Bjarni frá landráðum stjórnvalda. Þau bæta við skuldum á stöðu sem þjóðarbúið ræður ekki við fyrir.
Slíkt er bannað í stjórnarskrá Íslands.
Kveðja að austan.
Þungar byrðar á ríkinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 448
- Frá upphafi: 1412810
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 387
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.