1.7.2009 | 21:23
Eru virkilega svona margir sem vilja þjóð sinni illt????
Og styðja þessa Nýfrjálshyggjustjórn. Stjórn sem beygir sig í duftið við minnsta þrýsting erlends valds og kallar hörmungar yfir þjóð sína.
ICEsave nauðungin er brot á EES samninginn, á Vínarsamninginum sem bannar ánauð þjóða, þó ófyrirsjáanleg atvik í milliríkjasamningum geti kallað á skuldbindingar sem þeim er ókleyft að standa við, og þessi nauðung er bönnuð samkvæmt stjórnarskrá Íslands. Sextíu og þrír þingmenn, þó einróma væru, mega ekki setja slíkar klyfjar á þjóð sína, að fjárhagslegur grundvöllur hennar er stefnt í voða.
Samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins, þá er greiðslubyrðin óbærileg miðað við 65% endurheimtuhlutfall, en junkið sem skilið er eftir í gamla Landsbankanum er ekki svo mikils virði. Svo er verið að fá lán frá Norðurlöndum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, allt fellur þetta á þjóðina á svipuðum tíma.
Og svona óheyrilegar fjárskuldbindingar eru bannaðar.
Samt kýs tæp 50% þjóðarinnar þennan ófögnuð frjálshyggjunnar. Ófögnuð sem hefur sitt eina markmið að endurreisa braskkerfi auðmanna, og núna eru allar eigur landsins undir. Samt vilja tæp 50% þjóðarinnar fólk sem sveik öll sín kosningaloforð og tók upp samskipti við illfylgi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Hvað er að? Hvernig heldur þetta vesaling fólk að þjóðin geti staðið í skilum þegar lífskjörin eru orðin óbærileg fyrir barnafólk þessa lands. Bæði skólar og heilsugæsla í skötulíki miðað við það sem við þekkjum í dag. Það munu allir forða sér sem hafa fætur til þess og þeir í hjólastólum munu fá hjálp til þess.
Og hverjir eiga þá að byggja upp landið???
Kveðja að austan.
Fylgi stjórnarflokkanna minnkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 468
- Sl. sólarhring: 717
- Sl. viku: 6199
- Frá upphafi: 1399367
Annað
- Innlit í dag: 396
- Innlit sl. viku: 5251
- Gestir í dag: 365
- IP-tölur í dag: 360
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Kjartan.
Ég þekkti mann sem fór helst ekki út úr húsi á tímabili vegna þess að í hvert sinn hann heyrði í flugvél koma inn til lendingar, þá hélt hann að núna væru Rússar að gera sprengjuárás.
Þetta kallast paranoia og við henni er til lækning. Mig minnir að þekktasta lyfið við henni sé Prosac en í læknisfræðinni er hvergi minnst á ICEsave sem lækningu við henni.
Spáðu í það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 2.7.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.