Eru það neyðarlögin sem knýja þjóðina að samþykkja ICEsave landráðin?

Þessu heldur gamli blekkingarmeistarinn fram á bloggi sínu og notar það sem afsökun til að skamma eftirmenn sína í jafnaðarflokki Íslands blóðugum skömmum. 

Þó sú rætni hans krefjist blóðfórna íslensku þjóðarinnar á altari ICEsave.

En þegar ég las á bloggi skynsams manns, góðvinar heimilanna, þessa sömu fullyrðingu, þá varð ég hugsi.  Er sem sagt til skynsamt fólk sem trúir þessari vitleysu.

Íslensku neyðarlögin eru sett til að vernda íslenskt efnahagslíf, og bæði með tilvísun í neyðarrétt þjóða og þess að EES samningurinn heimilar þjóðum að grípa til neyðarráðsstafana þegar þau telji sig þess þurfa.  Og í fjármálakreppunni þá er margt gert innan landamæra ríkja sem ekki er boðið upp á gagnvart öðrum þjóðum.  Til dæmis þá björguðu bretar sínum bönkum, ekki annarra, og Danir hafa hjálpað til dæmis Danska bankanum og Hróarskeldu bankanum en ekki Kaupþingsbankanum.

En íslenska minnimáttarkenndin er á svo háu stigi að fólk sér ekki þessi einföldu sannindi, einhver hrópaði á torgi umræðunnar; "Mismunun", og þar með vorum við sek í huga þessa fólks.  En rökin eru fullyrðingar, ekki með neina tilvísun í alþjóðleg lög.  Vissulega er mismunun bönnuð innan EES og um það er flókið regluverk, en það er ekkert sem bannar almennar aðgerðir sem tryggja ákveðin réttindi eða setja ákveðna kvaðir innan landamæra viðkomandi ríkja. En þessar almennu aðgerðir mega ekki mismuna innan viðkomandi ríkis.  Lækki íslensk stjórnvöld tekjuskatt á fyrirtæki, þá verður sú lækkun að ná til allra fyrirtækja á Íslandi, ekki bara fyrirtækja í íslenskri eignaraðild.  Setji þau lög um aukin réttindi atvinnulausra, sem til dæmis væru miklu betri en í Póllandi, þá mega þau ekki binda þau við íslenska ríkisborgara, allir starfandi menn á íslenskum vinnumarkaði hafa þau sömu réttindi.  Pólverjarnir eiga til dæmis ekki að þurfa að fara heim til sín til að fá bætur.

Eins er það með innlánin.  Þau mismuna ekki eftir þjóðerni.  Pólskir eða breskir ríkisborgarar, búsettir á Íslandi fá þessa tryggingu alveg eins og íslenskir ríkisborgarar.  Og ef hér væri starfandi breskur banki þá fær hann þessa sömu innlánstryggingu eins og Sparisjóður Hafnarfjarðar hefði fengið, ef hann væri til.  

En innlánseigendur sem skipta við íslenska banka á erlendri grundu, fá ekki þessa innlánsvernd, óháð þjóðerni.  Íslendingur í ICEsave er í sömu sporum og Hollendingur í ICEsave.  

Þetta er einföld staðreynd sem blasir við öllu hugsandi fólki og ótrúlegt að menn skuli láta blekkingarmeistara blekkja sig.  Íslensku neyðarlögin hefðu því aðeins brotið reglur EES um ólögmæta mismunun ef þau hefðu gripið inn í tryggingasjóð innlána og látið hann greiða út eftir þjóðerni fólks.  Slíkt er mismun sem stæðist ekki 5 mínútna skoðun ESA.

En standast íslensku neyðarlögin???  

Já ef stjórnvöldum tekst að skipta á milli innlenda og erlenda hluta bankakerfisins.  Er það hægt???  Það er stóra spurningin og á það mun reyna með málssóknum.  Því það er bannað að stela peningum og ef erlendar eignir bankanna eru notaðar til að styrkja hið nýja bankakerfi og baktryggja íslensk innlán, þá eru lögin fallít fyrir dómstólum.

En hvað gerist þá???'  Það er stóra spurningin sem verður dómstóla að skera úr um en eitt er víst að eigur Landsbankans í Bretlandi verða frystar á meðan þau málaferli standa yfir og tapist þau, þá ganga þau aftur inn í þrotabúið en ekki í ICEsave innlánin.

En þau valda ekki allsherjar ábyrgð íslenska ríkisins á öllum innlánum.  

Og um það ætla ég að fjalla lítillega í næsta bloggi.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 457
  • Sl. sólarhring: 726
  • Sl. viku: 6188
  • Frá upphafi: 1399356

Annað

  • Innlit í dag: 386
  • Innlit sl. viku: 5241
  • Gestir í dag: 355
  • IP-tölur í dag: 350

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband