28.6.2009 | 20:42
Húmor hjá áróðursdeildinni.
Í anda Prövdu sálugu þá reynir áróðursdeild Morgunblaðsins það sem hún getur til að blekkja þjóð sína í ICEsave deilunni.
Í fyrradag var fréttaskýring þar sem milliríkjasamstarfi Evrópuþjóða um innri markað var líkt við skort Bandaríkjanna við samstarf við alþjóðasamfélagið í málefnum stríðsglæpamanna. Þó er mér ekki kunnugt um að þjóðir heims séu í sérstöku samstarfi um þau mál og hvað þá þátttakendur í ströngu samstarfi um að draga meinta glæpamenn fyrir dóm.
En samt líkir áróðursdeildin viljaleysi Bandaríkjamanna um samstarf við Alþjóðastríðsglæpadómstólinn við meintan skort ESB á réttarúrræðum við að draga EFTA ríki fyrir dóm ef þau þýðast ekki stórþjóðum Evrópusambandsins.
Og núna fundu þeir gamlan sótaraft og drógu á flot. Sjálfur Landsstjórinn hafði setið sveittur í sólinni og reiknað út greiðslugetu Íslands.
Gott og vel en hver eru rökin. Veit Morgunblaðið ekki hvað upplýst umræða er?????
Hverjar eru heildarskuldbindingar auk vaxta sem falla á íslenska skattgreiðendur??? Hvar fær þjóðarbúið gjaldeyri til þess???
Við hvaða þjóðarframleiðslu er miðað??? Varla þá sömu í dag þar sem komandi skattahækkanir Jóhönnu munu takast það sem auðmönnunum tókst ekki og það er að setja mörg lífvænleg fyrirtæki á hausinn. Og ungt vel menntað fólk er ekki svo meinað í hugsun að muni vilja eyða næstum áratugum að þræla fyrir skuldum auðmanna án þess að eiga nokkurn tímann þann afgang sem þarf til að veita börnum sínum mannsæmandi lífskjör. Til hvers ætti það að leggja á sig tilgangslausan þrældóm án þess að sjá nokkurn tímann fram úr skuldum sínum, þökk sé tregðu Samfylkingarinnar til að hjálpa skuldsettu ungu fólki, til þess eins að kallast Íslendingar?? Er ekki hægt að vera Íslendingur þó maður vinni í ríkjum þar sem þrældómur fólks er bannaður??
Og hver er þjóðarframleiðslan þá þegar lunginn af unga fólkinu er farið af landi brott með þá kynslóð sem á að erfa landið???'
Þannig að ég dreg það í efa að landstjórinn, þrátt fyrir góða hjálp Eddu Rósu, að hann geti nokkuð sagt til um greiðslugetu íslensks þjóðarbús eftir 7 ár. Hvað þá að hann geti sagt til um endurheimtuhlutfall skulda Landsbankans, eða þá hann viti nokkuð um hvernig neyðarlögunum reiðir af fyrir breskum dómstólum.
Hvað þá í svona góðviðri að hann hafi munað eftir því í útreikningum sínum að taka tillit til annarra erlendra skulda þjóðarbúsins. Það þarf jú erlendan gjaldeyri til að greiða erlend lán og um hvað stærðargráðu af viðskiptajöfnuði er maðurinn að tala um þegar hann segir að þetta sé allt gott og blessað.
Af hverju var maðurinn ekki spurður um rök og útreikninga??? Er það fréttamennska að vitna sífellt í fullyrðingar án raka???
En æ, ég gleymdi því. Þetta skiptir víst ekki máli.
Ef á að blekkja, þá skipta staðreyndir litlu máli.
Kveðja að austan.
Þjóðarbúið ekki á hliðina vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 488
- Sl. sólarhring: 705
- Sl. viku: 6219
- Frá upphafi: 1399387
Annað
- Innlit í dag: 414
- Innlit sl. viku: 5269
- Gestir í dag: 381
- IP-tölur í dag: 376
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.