23.6.2009 | 10:38
Hvað bull er þetta í manninum.
Íslendingar settu lög um innstæðutryggingar eftir tilskipun ESB nr 94/19.
Í tilskipun ESB segir, á ensku fyrir þá sem skilja ekki íslenskt mál, um skyldur aðildarríkja.
Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized.
the system must be in existence and have been officially recognized when this Directive is adopted.
the system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member Stateitself or by any of its local or regional authorities.
Og það er skýrt tekið fram að aðildarríki beri ekki ábyrgð.
Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized.
Þetta er svo skýrt orðað að jafnvel gamall uppgjafakrati getur lesið þetta og skilið, ekki nema þá að maðurinn sé í flashbakki í latínutímum í Lærða skólanum og les ekki önnur tungumál á meðan.
Á grundvelli þessarar tilskipunar voru íslensku lögin samin. Og þar er skýrt tekið fram að Tryggingasjóður innlána er sjálfseignastofnun og hver sem er getur flett upp á hvað það þýðir um ábyrgð. Hún er ekki stofnandans sem er íslenska ríkið. Hún er sjálfseignarstofnunarinnar.
Og á grunni íslensku laganna störfuðu íslensku bankarnir á erlendri grundu. Hafi stjórnvöld í Hollandi og Bretlandi talið íslenska tryggingasjóðinn ekki starfa samkvæmt tilskipun ESB, þá gátu þau annað að tveggja, þau gátu krafist þess að útibúin tæki þátt í þarlendum tryggingasjóðum því tilskipun er afdráttarlaus hvað það varðar að allir bankar og öll útibú í viðkomandi aðildarríki séu aðilar að viðurkenndum tryggingarsjóði. Og viðkomandi stjórnvöld gátu lagt inn kvörtun til Eftirlitsstofnun EFTA og krafist úrbóta á íslensku lögunum og ef Ísland neitaði þá var það EFTA dómsstólsins að skera úr um.
Eiður segir að enginn dómstóll hafi getað fjallað um málið því ESB ríki séu ekki aðilar að EFTA dómstólnum. Hvað kemur það málinu við?????? Er maðurinn læs á EES samninginn?????
Ísland er aðili að EES og þar er skýrt kveðið á um hvað á að gera ef aðildarríki uppfyllir ekki ákvæði samningsins eða framfylgir ekki þeim tilskipunum sem samþykktar hafa verið. Það er enginn að kvarta yfir bretum og Hollendingum, það eru þeir sem eru með kröfurnar. Og þá verða þeir að vinna eftir þeim samningi sem Ísland er aðili að. Sem er EES samningurinn. Og hvað segir í EES samningnum???
Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.
Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.
Sbr. 166. gr. Rs32. gr.
EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu í málum er varða lausn deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja um túlkun eða beitingu EES-samningsins, samningsins um fastanefnd EFTA eða samnings þessa.
Sbr. 170. gr. Rs33. gr.
Hlutaðeigandi EFTA-ríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómum EFTA-dómstólsins.
ESB eða aðildarríki þess verða að beina kvörtunum sínum til Eftirlitsstofnunar EFTA og setja málið í lögbundinn farveg. Til hvers er verið að setja réttarfarsákvæði í samningum ef ekki á að fara eftir þeim???
Það er lágmarkið að fyrrverandi sendiherra sem er að vitna í stærsta milliríkjasamning Íslendinga, hafi lesið þann samning sem um er að ræða, áður en hann tjáir sig um hann.
En þetta bull er á sama meiði og blaðamennska Morgunblaðsins í dag. Hafa skal það sem ekki sannara reynist. Ritstjóri blaðsins fullyrðir í Reykjavíkurbréfi að Ísland myndi brjóta EES samninginn ef landið krefðist þess að ESB og aðildarríki þess stæðu við þann samning og færi eftir réttarfarsreglum hans. Eins fullyrðir blaðið að það standi í EES samningnum að aðildarríki EES sé í bakábyrgð fyrir lágmarks innlánstryggingu, þrátt fyrir að allir nafngreindir lögfræðingar sem tjáð sig hafa um samninginn hafa bent á að svo sé ekki. Enda er það ekki flókin lögfræði. Það stendur skýrum stöfum í samningnum að aðildarríki eru EKKI ábyrg. En kannski gleymdist í uppeldi þessa fólks að kenna því hvað EKKI þýðir.
Og það er hróplega áberandi að þetta áður vandaða blað, skuli ekki geta rökstutt sitt mál. Fullyrðingar án rökstuðnings, í jafn mikilvægu máli, eru prump, í þessu máli sama prumpið og hjá fjölmiðlum Norður Kóreu sem tala alltaf um stórveldi hins guðdómlega leiðtoga.
Rangar fullyrðingar til að blekkja hafa hingað til verið taldar einkenna ríkisstýrða fjölmiðla einræðisríkja.
Þetta vekur upp spurningar, í ljósi þessarar áróðurs tilvitnunar í Eið Guðnason, hvort Morgunblaðið sé frjáls fjölmiðill. Hvaða hliðarskilyrði fylgdu skuldaeftirgjöfinni frá ríkisbönkunum????
Krafan um að ljúga fyrir stjórnvöld???
En aumir eru þeir blaðamenn sem taka þátt í skrípaleiknum.
Kveðja að austan.
Eiður: Dómstóllinn ekki til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:18 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 9
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 2649
- Frá upphafi: 1412707
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 2313
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir þennan frábæra pistil. Ég tek heils hugar undir það sem þú segir þarna og finnst afar athyglisvert, í ljósi þess hve Eiður hefur lengi verið sendiherra okkar á EES svæðinu, hve litla þekkingu hann virðist hafa á þeim samning.
Þá má einnig huga að því að Eiður hefur líka verið ráðherra í ríkisstjórn. Ef hann sér enga vankanta á framgöngu ríkisstjórnar og einstakra ráðherra í þessum IceSave málum, þá vekur það óneitanlega nokkra undrun mína. Svo skýr er stjórnarskráin hvað varðar heimildir til að skuldbinda ríkissjóð.
Takk fyrir hressandi ádrepu.
Guðbjörn Jónsson, 23.6.2009 kl. 11:12
Takk Guðbjörn.
Já, svo við minnumst ekki á stjórnarskrána sem Eiður sór við, bæði sem sendiherra og alþingismaður og ráðherra. Hún er greinlega afstæð í huga atvinnupólitíkusa.
En ég skil fólk sem segir að það sé eini valkosturinn í stöðunni að selja þjóðina á nauðungaruppboði, þó ég sé ekki sammála. Ég trúi ekki á þá miklu mannvonsku sem Borgunarliðið ætlar Evrópsku samfélagi. En ef svo er þá eigum við enga samleið með því. Þú ert aldrei dús við villimennsku.
En við eigum aldrei að láta þetta lið komast upp með að ljúga lengur að þjóðinni. Sá tími lauk formlega 6. október 2008.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 11:22
Ef þetta er svona boðrleggjandi,hvers vegna gáfust Geir og co upp á því að neita ábyrgð og viðurkenndu að Íslenska ríkið bæri ábyrgð á innistæðum Icesave og fl.
Eftir að hafa þumbast við og hafna ábyrgðum sá Geir og co að með áframhaldandi þumbi myndi hann hreinlega jarða Ísland sem þjóð!!!
Öll löndin innann EES settu litla Íslandi stólin fyrir dyrnar og sögðu hingað og ekki lengra,þar á meðal allar hinar norrænu bræðraþjóðir okkar,AGS frestaði að taka fyrir lánabeiðni,Þar til búið væri að viðurkenna ábyrgð.síðan hefur íhaldið verið á harða hlaupum undan þætti sínum í málinu og neitað ábyrgð á öllu sem það átti stærstan hlut í að skapa og hamast við að koma króanum á vinnumanninn sem var fjarri góðu gamni er barnið var búið til.
Sigurlaugur Þorsteinsson, 23.6.2009 kl. 11:28
Blessaður Sturlaugur.
Nú er stórt spurt. Af hverju svíkja menn sína eigin þjóð? AF hverju lét skipstjóri norsks tundurskeytabáts skjóta undan sér lappirnar en sigldi samt á þýskt herskip meðan foringi setuliðsins í Álasundi skipaði mönnum sínum að leggja niður vopn áður en innrásarliðið kom? Norðmenn þekkja þetta svar mjög vel. Sá seinni var hugmyndafræðilega sammála innrásarliðinu en hinn ekki.
En ég dreg ekki úr því að hótanir ESB voru alvarlegar haustið 2008. En þær voru ólöglegar, án réttarheimildar viðkomandi landa og þær hefðu aldrei staðist ef á þær hefði verið látið reyna. En það er rétt hjá þér að Geir þumbaðist við en gafst upp af tveimur ástæðum, hann fann fyrir óbærilegum þrýsting atvinnulífsins og hann naut ekki stuðnings meðflokks síns í ríkisstjórninni. Samfylkingin vildi semja.
Og það er sjónarmið. Ég viðurkenni það fúslega. Ástand mála var grafalvarlegt.
En það á ekki að ljúga réttmæti upp á kúgun illvirkja, hvorki í Noregi 1940 eða á Íslandi 2008.
Ólög eru ólög og nauðung er nauðung. Ef ástandið var svo grafalvarlegt að Geir var að jarða íslenska þjóð þá kann saga Evrópu engin dæmi um svona ytri kúgun frá því að Tékkar voru kúgaðir til uppgjafar með hótunum og alþjóðlegum ólögum.
Og til hvers þurftum við lánið frá IFM, til að halda áfram á skulda og neyslufyllirí? Af hverju er þetta rammakvein í Karphúsinu í gær ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og lánið hans var svona ómissandi????'
En ég endurtek, ég skil ráðamenn í haust og tel til dæmis Björgvin G Sigurðarson hafa útskýrt ástandið mjög vel. En ég tel að við áttum þá að taka slaginn og krefjast laga og réttar en ekki láta jarða okkur seinna.
Núverandi ICEsave samningur er ávísun upp á 10 metra djúpa gröf. Og sú kynslóð sem á að borga hann, mun úthrópa foreldra sína sem mannleysur að láta þetta yfir sig ganga. Og síðan yfirgefa landið. Og þá mun súpan fyrst vera þykk sem hið "ráðsetta skynsama" fólk þarf að takast á við.
Og flóttasamningur í augnablikinu er einmitt það sem þú kallar að hlaupa frá ábyrgð. Vissulega getur dómur EFTA dómstólsins fallið okkur í óhag og þá verðum við að semja um skuldbindingar okkar. En það verður að vera samningur, ekki nauðung.
Í því ferli eru alþjóðalög okkar megin. Vísa í ágætt blogg http://altice.blog.is/ bloggvinar hér að framan um Vínarsáttmálann.
En skuldaþrældómur var afnuminn á síðmiðöldum. Þó ESB kenni sig við Rómarsáttmálan, þá ráða hinu fornu Rómverjar ekki för í sambandinu. Löggjöf Evrópu er löggjöf réttarríkja og byggist á virðingu fyrir mannréttindum, rétti þjóða til tilveru og alþjóðalögum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 11:49
Blessaður aftur Sigurlaugur og fyrirgefðu mér nafnabrengl mitt hér að framan.
En linkurinn hjá Lofti er
http://altice.blog.is/
Kveðja,
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 11:53
Ég er enginn uppgjafakrati né heldur krati yfir höfuð.
Þú segir þetta vera skýrt með að ábyrgðin eigi ekki að falla á ríkið. Nú er ég búinn að lesa þetta nokkrum sinnum yfir og hnýt alltaf um orðin "may not" og "if" sem ég hef feitletrað.
Burtséð frá því hvort þetta sé yfirhöfuð löglegt eða ekki þá get ég ekki annað séð en að þessi orð geri þetta nokkuð óskýrt.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 12:00
Íslenska þýðingin er svo Ragnar:
Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 13:04
Axel, það hefur marg sýnt sig að íslenskar þýðingar á tilskipunum Evrópusambandsins hafi verið illa þýddar, sérstaklega fyrstu árin og þess vegna þýðir ekki að reiða sig á íslenska textann til lagatúlkunar. Frumtextinn er alltaf sá sem gildir.
Hins vegar stendur það jafn skýrt í íslenska textanum og þeim enska að ábyrgðin verði ekki flutt á ríkið EF kerfinu er komið á OG tryggt sé að innistæðueigendur fái bætur.
Það er nefnilega í seinnihlutanum sem hnífurinn stendur svolítið fastur í kúnni. Þrætueplið er hvort tryggt hafi verið að innistæðueigendur fái bætur þegar tryggingasjóðurinn er ekki nægilega sterkur til þess að standa undir kröfum á hann.
Elfur Logadóttir, 23.6.2009 kl. 13:18
Spurning með túlkun á "may not" en orðið "ef" stendur þarna ennþá. Um leið og það orð er notað þá er þessi tilskipun orðin opin fyrir túlkunum.
Ég spyr þess vegna: Hvernig getur tilskipun verið skýr, eins og þú fullyrðir varðaendi þessa tilskipun, ef hún er opin fyrir túlkunum og skoðunum?
Til þess þarf dómstóla til að skera úr um.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:31
Blessaður Ragnar.
Jamm jamm og jæja. Íslenska þýðingin er löglegt plagg ef ekki er gerðar athugasemdir við hana innan vissra tímatakmarka. Allar tilskipanir á að þýða á tungumál aðildarríkja. Og þýðingin er kristalskýr. Og það var ekki gerðar neinar athugasemdir við íslensku lögin. Og þau gilda ef ekki koma athugasemdir. Um þetta er EES samningurinn líka kristalskýr, líka á ensku en þekki ekki frönskuna.
En það er þetta með "may" ið og efið. Þess vegna skaltu lesa seinni hluta bloggsins. Ágreiningur er leystur á lögformlegan hátt samkvæmt EES. Á því eru engar undantekningar. Þetta er jú siðaðra manna samfélag.
Og ef dómur fellur okkur í óhag, þá þarf Ísland að hlíta því. En þá bendi ég á að slíkur samningur þarf að vera í samræmi við alþjóðalög. Og ég linka á ágætis blogg Lofts í athugasemd 4.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 14:27
Blessuð Elfur.
Gaman að sjá þig hér á blogginu. Bendi á vandaða skýringu Stefáns Más sem segir að ef um bakábyrgð sé að ræða þá sé það í fyrsta lagi sagt á skýran og ákveðin hátt. Ekki með "may" og "if".
Og í öðru lagi þá þarf að koma fram í tilskipuninni hvernig sú bakábyrgð sé fjármögnuð. Ein af meginreglum alþjóðalaga er sú að svona samningar mega ekki rústa tilverugrundvelli þjóða. Og þegar um grundvallarmál er að ræða þá dugar ekki óskýrt lagamál. En dómar eru dómar og þeirra er að skera úr um.
Bullið í Eiði var að þekkja ekki þá lögformlegu leið sem EES samningurinn kveður á um. Það erum við sem framfylgjum okkar lögum. Ef þau eru ófullkominn þá er það annarra að klaga og kæra. Og ef við töpum þessu máli þá eigum við fullan rétt á skaðabótum frá ESB, þó ekki nema af því að sambandið gerði aldrei athugasemdir við íslensku lögin og það leyfði íslenskum bönkunum að starfa eftir ófullkomnu tryggingarkerfi (það er ef við töpum málinu).
Sem lögfræðingar þá veistu að þú verður atvinnulaus ef handaflið gildir í samskiptum. Því skulu menn lesa grein Jóns Steinar og afgreiða hana með rökum, ekki bulli eins og Eiður gerði.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 14:35
Eina sem ég er að benda á er að þetta ákvæði er ekki ein skýrt og þú vilt meina þar sem það er háð túlkunum.
Seinni hluti bloggsins er einmitt túlkunin sem þú gengur út frá. Síðan eru til aðrar túlkanir sem gerir það að verkum að það þarf að leysa málið á lögformlegan hátt.
Ég ætla ekki að leggja mat á hvaða túlkun er rétt vegna þess að ég hef ekki allar forsendur til að meta það og í öðru lagi að þá er ég mjög hlutdrægur þar sem ég vil að ákvæðið sé túlkað okkur í hag.
Eina sem ég get gert er að reyna að meta stöðuna utan frá. Hvers vegna er dómstólaleiðin ekki farin ef túlkun ákvæðisins er svo kýrskýr? Ég efast stórlega um að þetta sé samsæri stjórnarflokkana um að koma landinu á hausinn. Ég efast líka um að þetta sé aðgöngumiði að ESB þar sem annar stjórnarflokkurinn er ekki hrifinn af því batteríi. Einnig er viðsnúningur fjármálaráðherra í þessu máli mjög athyglisverður. Hvers vegna skiptir einn staðfastasti stjórmálamaður Íslands svo drastískt um skoðun?
Það er þó eitt sem ég veit. Það eru einhverjar mikilvægar upplýsingar sem varða málið og hafa ekki litið dagsins ljós.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 14:49
Ég hef staðið í þeirri trú að "may not" sé venjulega þýtt sem "skal ekki".
Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 15:07
"Skal ekki" er skilyrt um leið og á eftir fylgir orðið "ef". Mér sýnist það vera þrætueplið.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 16:15
Það passar. Efið er stóra þrætueplið. Komu íslensk stjórnvöld upp nægilega góðu tryggingakerfi eða ekki?
Ég held að engir nema lögfræðingar geti skorið úr um það, og því hlýtur eðlilegast að senda málið fyrir þar til bæran dómstól eða kalla til sáttasemjara sem allir aðilar geta sæst á.
Axel Þór Kolbeinsson, 23.6.2009 kl. 16:58
Þetta er nefnilega engan veginn ein skýrt og þú vilt meina.
Því annars hefði íslenska samninganefndin aldrei samþykkt þennan samning og farið dómstólaleiðina.
Ef þetta er eins skýrt og þú vilt meina þá er samninganefndin og stjórnvöld með samsæri um að setja íslensku þjóðina á hausinn.
Það þykir mér ólíklegt.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 17:36
Blessaður Ragnar Þórisson.
Ég kveikti ekki á perunni að þetta varst þú. Auðvita er ekkert i þessum heimi Kýrskýrt. Ég er heldur ekki beint að eltast við sanngirni í málflutningi. Blogg mitt er áróðursblogg, gegn Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ég er kominn með tæplega 17.000 flettingar, á bloggi sem 95 % er áreiti og illkvitni gegn þessum tveim þáttum, og allir sem styðja þennan tvíhöfða þurs fá ekki sanngjarna málsmeðferð hjá mér, svo hlutirnir séu vægt orðaðir.
En ég fer rétt með staðreyndir en túlkunin er mín. En það er ekki þannig að ég geti ekki séð hlutina frá meira en einni hlið, og ef þannig liggur á mér þá get ég verið málefnalegur í athugasemdakerfinu. Og núna skal ég reyna það eins og ég reyndi alltaf að vera við öldunginn í bloggheiminum, gamla fjandvin þinn Gísla Gunnarsson.
Íslenska þýðingin er kristalskýr og Axel fer nærri lagi með þá ensku. Ef-ið sem þú bendir á er skilyrt því að aðildarríki komi upp tryggingakerfi eftir tilskipun ESB nr. 94/19. Og það gerði Ísland sannanlega. Og það er líka á tæru að tilskipunin ætlast til að fjármálakerfið fjármagni kerfið. Og við verðum að athuga að tilskipunin talar alltaf um "quarantee" í merkingu "tryggingu" og sjóðurinn er útbúinn eins og skyldtryggingar eins og til dæmis brunatrygging. Og það er ljóst að engin brunatrygging nær yfir al-bruna. Og hver borgar þá????
Eins er það með þennan sjóð. Hver borgar altjón. Ekki sjóðurinn. Það er víst en ef það er aðildarríki þá skyldi maður ætla að það væri nefnt berum orðum, ekki með óljósu orðalagi í trausti þess að enginn kunni ensku, ekki einu sinni Englendingar. Og ef það er samt leiðin sem er farinn, að meina að aðildarríki séu í ábyrgð, án þess að nefna það, þá er tilskipunin vanhæf, sem skapar ábyrgð þess sem setti hana, að taka ekki fram þau varnaðarúrræði sem aðildarríki hafa til að takmarka sína ábyrgð. Það er á kristaltæru að milliríkjasamningar mega ekki hafa í sér ákvæði sem geta haft í för með sér hörmungar fyrir þjóðríki og almenning í viðkomandi landi, almenningi sem hefur það sér eitt til saka unnið að tilheyra ríki með "heimskum" yfirvöldum.
En um þetta má deila en það er ekki hægt að deila um að réttarágreining milliríkjasamninga á að leysa eftir þeim leiðum sem kveðið er á um í viðkomandi samningi. Og þaðan er "bull" fullyrðing mín komin. Rök Eiðs eru hundalógíg.
Mér er svo sem sama hvort fólk sé með hundalógíg en ef hún snertir grundvallaratriði um hvort synir mínir geti átt heima í landi feðra sinna, þá bít ég frá mér. Í mínum huga er skæruliðastríð í gangi, almenningur versus leppar erlendra kúgunarafla. Og í því stríði eru óvinir mínir rétt?????? eða þannig. Nema þeim verði það á að höfða til málefnahliðar minnar. Þá er ég stilltur og rólegur. Ennþá hið minnsta.
Já, af hverju umpólaðist Steingrímur. Það gæti kostað tvær Whisky flöskur til að komast að því sanna. En þetta er hans mat. Og þar með varð hann óvinur framtíðar Íslands. Og ég eins og þú hef mikið álit á honum sem stjórnmálamanni og manni. En það breytir því ekki að hann kaus að vinna með eyðingaröflum græðgikapítalismans.
Og eina sem réttlætir þessa samningagerð, er endurreisn gamla keri auðmagns og græðgi. En hingað til vildi Steingrímur aðra þjóðfélagsgerð, eða það hélt ég.
En ég trúi ekki á kenninguna um einhvern hræðilegan sannleik sem er verið að fela. Slíkt er ættað úr skáldsögum. ICEsave var samkvæmt því frelsi EES sem til dæmis Jón Baldvin gat lofsungið dag og nótt en Steingrímur á móti gangrýnt að sama skapi. EES er leið stórauðvalds til að arðræna samfélög Evrópu, leið til að rústa velferðinni því metnaðurinn er samnefnari hins lægsta, eins og sannaðist í Kárahnjúkahörmungunum.
Og EES má fara í rass og rófu mín vegna. Framtíðin felst í sjálfbærni og grænni atvinnustarfsemi og orkugjöfum. Annars verða hörmungar á heimsvísu. Og ef við hættum þessu væli og endurreisum þjóðfélagið á okkar forsendum, grænum forsendum, þá munu vinirnir verða fleiri en landið hýsir.
Því þjóðfélagi sem menn grenja svona mikið eftir er þjóðfélag gamla tímans. Og hann varð gjaldþrota haustið 2008.
En þú mátt alveg trúa mér Ragnar. Mér er ekki skemmt þegar ég ásæki Steingrím Joð. En stundum þarf að gera meira en gott þykir.
Til dæmis að vernda framtíð barna sinna.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 18:07
Blessaður Axel.
Takk fyrir varnarbaráttuna með mér í dag. Þegar mikið er lagt í fullyrðingar, þá er óþægilegt að maður er ekki alltaf á staðnum að svara fyrir sig. Á meðan fljóta rangfærslurnar.
En núna er þetta gott hjá mér í bili. Fer í smá heilsufrí. Ætla ekki að blogga á næstunni, ekki nema ég ráði ekki við stríðnispúkann hjá mér.
En þið eruð svo mörg sem standið vaktina. Og svo er það auðvita Vaktin. Mjög fróðlegir útreikningar sem koma fram í dag. Maður hreinlega skilur ekki þetta glapræði. Hvað ætlar þetta fólk í ríkisstjórninni að gera ef allt fer á versta veg????
Um suma vitleysinga er sagt "Guð hjálpi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera". Ég held að þessi lýsing eigi ágætlega við núverandi stjórnvöld.
Kveðja suður í borgina.
Ómar.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 21:53
Ég held þú sért að ruglast á mér og einhverjum alnafna mínum. Ég kannast hvorki við þig né meintan fjandvin minn Gísla Gunnarsson.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 22:13
Blessaður Ragnar.
Svona er þetta. Öllum getur orðið á.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 23:15
Málið með þetta "ef" eins og Elfur reynir að túlka það er að það stenst ekki nema að allt það fé sem sjóðurinn hefði verið ábyrgur fyrir hefði verið í honum.
Ef að það er merking tilskipunarinnar þá eru öll innstæðutryggingakerfi Evrópu kolólögleg og yfirleitt illmögulegt að stunda bankastarfsemi í álfuni.
En auðvitað er það ekki merking tilskipunarinnar.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 07:29
Blessaður Hans.
Gallinn við þessa röksemd þína eru tvær. Í fyrsta lagi þá er fólkið Brussel ekki hálfvitar. Þeir eru ekki að útbúa kerfi sem er kolólöglegt og sem gerir bankastarfsemi illómögulega. Hvað þá að þeir hafi þann möguleika inní kerfinu að smáþjóð geti gengist í ábyrgð fyrir stórþjóð, því það er ekki trygging. Tryggingin felst í kerfinu sjálfu og gerir ráð fyrir að fjármálafyrirtæki fjármagni sjóðina. Vandinn er sá að ekki var útfærð leið fyrir kerfishrun en tilskipunin er skýr.
Og þar með komum við að hinum gallanum. Röksemd Elfar er hugarfóstur þeirra sem vilja borga. Til hvers ætti að taka fram að aðildarríki væru ekki í bakábyrgð ef allir fá borgað??????? Þá þarf enga bakábyrgð.
Ef fólk héldi athyglinni á texta í meiri en þrjár sekúndur þá læsi það lokaorð setningarinnar sem ég skal með glöðu geði feitletra fyrir þig.
Þetta segir einfaldlega að útbúið sé kerfi sem ábyrgist innistæður eftir þeim reglum sem settar eru í tilskipuninni og hafi verið kynntar og opinberlega viðurkenndar.
Rökgildra Elfar er mjög einföld. Hún les aðeins hluta af setningunni. Ef ég segði þér að "ég gæti flogið eins og Superman ef ég ætti Krypton", þá er það almennt spjall aðdáenda teiknimyndasagna en ef þú notar tækni Elfar þá gætir þú fullyrt að ég væri veruleikafirrtur því ég "segðist geta flogið". Þú slepptir bara seinni hluta setningarinnar sem er skilyrt.
En auðvita kann Elfur að lesa texta og lagagreinar en hún er að verja tapaðan málstað með öllum ráðum, þar á meðal sjálfsblekkingum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 08:44
Guð hjálpi þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gera. Þetta get ég tekið undir 100%.
Hafðu samband ef þú átt leið suður, og svo gæti vel verið að ég komi austur seinna í sumar og reyni þá að hitta á þig.
kv
Axel Þór Kolbeinsson, 24.6.2009 kl. 08:59
Sammála þér að þetta er mjög skýrt.
Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins er alveg fullfær um að snara tilskipuninni rétt yfir á íslensku eins og hún hefur gert.
Ríkið getur ekki skuldbundið sig fjárhagslega nema með lögum settum af Alþingi. Þegar við settum lögin á grv. tilskipunarinnar og í hvorugri réttarheimildinni er minnst á ríkisábyrgð þá fengum við engar athugasemdir frá eftirlitsstofnun EFTA. Sú stofnun fylgist vel með að tilskipanir séu í lög leiddar og það gert á réttan hátt.
Ef að ríkisábyrgðin væri svona augljós í lögunum eins og margir vilja halda fram með frjálslegum túlkunum sínum - af hverju þyrfti þá þingið að samþykkja ríkisábyrgð núna? Hún væri þá þegar fyrir hendi lögum samkvæmt.
Dúa, 24.6.2009 kl. 09:52
Blessaður Axel.
Við munum heyrast.
kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 10:24
Blessuð Dúa.
Mikið sammála þér. Eins og mælt úr mínum munni.
En af hverju er fólk að rífast um augljós sannindi???
Vegna þess að pólitík er í spilinu. Samfylkingin vill komast í ESB með öllum ráðum. Steingrímur hefur gengið svo lengi með ráðherra í maganum að sá draumur varð að steintrölli í maga hans. Hann framdi hin grundvallar svik, hann sveik sjálfan sig og hugsjónir sínar.
En hann er samt ærlegur maður. Og ef hann væri ekki í ríkisstjórn þá væri ekki þverfótað fyrir mótmælendum á Austurvelli. En þegar hann vitkast, þá mun honum fyrirgefið verið eins og týnda syninum forðum daga.
En í stað þess að gera grín að Samfylkingarpésum, þá skulum við vorkenna þeim. Vonlausari málstaður hefur ekki sést í árhundruði. Þó þeim takist að blekkja hluta þjóðarinnar í trausti þess að hún hvorki les eða hugsar, þá er sú blekking Phyrossar sigur. Það er slæmt að þitt eina fylgi byggist á fáfræði og lygi.
Þess vegna segi ég það aftur og meina, "Guð blessi ríkisstjórn Íslands", það gerir það enginn annar.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 10:34
Ómar. Mér þykja þessar samsæriskenningar frekar ótrúlegar.
Að ástæðan fyrir að Jóhanna og Steingrímur vilji setja þjóðina á hausinn sé til að komast inn í ESB og ráðherra draumur. Og í næstu setningu kallarðu Steingrím ærlegan mann sem eigi bara eftir að vitkast. Þetta heldur ekki vatni hjá þér.
En eins og þú sjálfur viðurkenndir þá er þetta blogg ætlað til áróðurs og þú ert ekki mikið að eltast við sanngirni.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 10:46
Ef þið læsuð athugasemd mína aftur þá sæuð þið að ég var alls ekki að taka afstöðu, verja eða gagnrýna. Allt sem ég gerði var að benda á hvar í setningunni þrætueplið væri, ég greindi ekki frá því með hvaða hætti ég myndi túlka 25. grein aðfararorða tilskipunarinnar.
Það var sem sagt ekki ég sem var með áróður ...
Elfur Logadóttir, 24.6.2009 kl. 10:55
Blessaður Ragnar.
Láttu ekki svona við mig þegar ég er hættur að blogga og tók þig fyrir annan mann.
Jú, ég er í stríði og blogg mitt er áróður, það er rétt. Ég byrjaði að blogga um heilbrigða skynsemi, en nennti því ekki fyrir mig og góðan bloggvin minn, hann Arinbjörn, mann sem hefur staði vaktina frá því í árdaga.
En áróðurinn felst í því að ég læt andstæðinga mína eða andstæðar skoðanir ekki njóta sanngirnis. Blogg mitt "Sjá yður er spámaður fæddur" er kennslubókadæmi um rætni. Ég skal fúslega viðurkenna það.
Kannski þess vegna vil ég stundum hafa það sem mér finnst. Steingrímur er ærlegur maður. Og hann er góð manneskja, og hann hefur fært rök fyrir sínum sjónarmiðum. En það er ekki mitt að eltast við þau sjónarmið. En ég svara þeim þegar þau dúkka upp. Og þegar nafnaruglið kom upp hjá mér, þá reyndi ég að blogga um sjónarmið í sátt við mann sem ég þekki úr bloggheiminum og taldi þig vera.
En nú skulum við svara.
Samfylkingin er alltaf megin fórnarlamb minnar gagnrýni, gæti gefið þér einhverja hugmynd um það sem ég kaus frá 2000. Hún kaus sættir við ESB, án þess að hyggja að kostnaðinum við þá samninga. Og það er staðreynd að Árni Páll Árnason hefur lýst yfir opinberum stuðningi við fjárkröfur Breta. Og hann er ráðherra í núverandi ríkisstjórn. Þannig að ekki var sú skoðun talin honum til lasts.
En ég viðurkenni það fúslega að það er ósanngjarnt að tengja VinstriGræna við Evrópudraum Samfylkingarinnar. En til hvers á ég að vera sanngjarn? Hvarflar ekki að mér nema ég tali við menn sem ég ber það mikla virðingu fyrir að ég reyni alltaf að vera málefnalegur við. Í röðum Samfylkingarinnar er aðeins einn sem hefur vakið þau viðbrögð, það er Gísli Gunnarsson, fyrrverandi prófessor, miðstjórnarmaður í Samfylkingunni (til skamms tíma að minnsta kosti) og gamall kommi. Ég er alltaf til friðs í samskiptum mínum við hann. En sem betur fer þá les hann ekki blogg mitt svo ég get haldið mig við áróðurinn.
Heldur þú til dæmis að það sé málefnalegt að kalla Eið Guðnason, þann mæta mann Bullara????
O,nei það er það ekki. En í stríði þar sem blessaður maðurinn er að mæla því bót að börnin mín séu sett í skuldahlekki, þá fær hann þessa útreið hjá mér. En ég skipa engum að lesa.
En það er þetta með vatnið. Ég man ekki að það hafi reynt á þorstann í bloggi mínum en athugasemdakerfið er annar handleggur. Og mér finnst Steingrímur Joð vera bæði ærleg manneskja og ærlegur stjórnmálamaður. Og ég má hafa þær skoðanir í friði. Þó það sé vík milli vina þá ber ég mikla virðingu fyrir honum og persónu hans. Og þar sem ég er einföld sál þá ber ég mikla virðingu fyrir dæmisögum. Og ég trúi á endurheimt "sonarins".
En hvað kemur mitt mat á Steingrími og kerskni mín út í Samfylkinguna, þeim röksemdum sem ég vek athygli á.
Dúa átti mjög gott innslag um þau rök sem að baki liggja gagnrýni á núverandi ICEsave samkomulagi. Þó ég hafi svarað henni, á þann hátt sem ég gerði, hvað kemur það rökum málsins við?
Það þarf ekki gáfaðan mann til að skilja að alhæfingar, stríðni og áreiti eru aldrei málefnalegar. Þessi svokallaða viðurkenning mín, sem mér varð á í tímahraki því ég hélt að ég var að tala við annan mann á þeim tímapunkti að allir væru hættir að lesa blogg mitt, er augljós. Fyrirsögnin "hvaða bull er þetta" segir nú allt sem segja þarf um þau mál.
En rökin eru solid og ég samdi þau ekki. Ég bara endurrita þau.
Og hvað sanngirni varðar, þá máttu alveg lesa minn síðasta pistil í bili. Hann er ekki sanngjarn. Hann toppar margt í háði og ósanngirni en andstæðingurinn gaf færi á sér, og ég nýtti það í botn.
En sanngjarn er pistillinn ekki. Um það getum verið sammála.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 11:22
Get nú ekki orða bundist. Það sem beisikallí stendur þarna er að ef tryggingarkerfi það sem ríkin koma upp greiðir lágmarkið sem direktivið snýst um - þá verði ríkin ekki gerð ábyrg.
Þetta þýðir á íslensku: Ríkin eru ábyrg fyrir að lágmarkið sé greitt.
Ef bankastofnun hefur ekki verið í tryggingakerfi: Ríkið ábyrgt.
Ef ábyrgðarsjóður getur ekk greitt ef innistæður verða ófáanlegar: Ríkið ábyrgt.
Þetta er algjörlega skýrt. Kristaltært.
Svo ætla sumir með þetta fyrir dóm !
Heyrði fólk ekki hvað Gylfi ráðherra sagði í gær ? Að enginn, þar með talið okkar helstu vinaþjóðir svíþ. danm. noregur etc, hefðu þann skilning sem 2-3 einstaklingar eru að halda fram hér á landi og sagði eitthvað á þá leið að þau teldu algjörlega fráleitt að nokkur dómstóll á jarðarkringlunni myndi skilja og/eða dæma eftir þeim skilningi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.6.2009 kl. 11:31
Blessuð Elfur.
Þar sem þetta er stund sannleikans,þökk sé honum Ragnari ekki rétt son, þá skal ég halda mig við sanngirnina. Þú ert málefnaleg og reynir að sjá það jákvæða sem mælir með skoðunum svo margra. Mjög víða hef ég rekist á góð innslög þín. Eina skiptið sem ég hef argast út í þig, þá var það vegna þess að þú tókst undir ákveðna kallrembu, sem var notuð, ekki að þér, en rembum til að skaða gott Andstöðublogg hennar Jakobínu, sem stendur vakt réttlætis og trúar á framtíð þjóðarinnar. En nota bene, það er mitt mat.
En ég tel túlkun þína vera ranga og tel mig hafa fært rök fyrir því. Ég kann ekki að fljúga eins og Superman og þú gleymdir að taka með í reikninginn "have been".
En frá þeim fyrstu stundum sem ég byrjaði að tjá mig á netinu, aðallega vegna kúgunar breta og ICEsave málsins, þá hef ég fært rök fyrir því að öll samningagjörð sé ólögleg nema að undagengnum dómi, réttbæra dómstóla. Og EES tekur skýrt fram þá málsmeðferð sem er lögleg.
Og falli dómur, þá ber okkur að hlíta honum. En á okkar forsendum. Það er skýrt kveðið á um í alþjóðlögum að ef ógæfumenn eins og Jón Baldvin, sem fékk þá landráð samþykkt, því svona ábyrgð má ekki veita samkvæmt stjórnarskránni, að þá má ekki leggja á þjóðir byrðar sem þær standa ekki undir.
Þetta er kýrskýrt.
Menn geta alltaf gert mistök en það er ekki hægt og má ekki samkvæmt alþjóðlögum setja heilu þjóðirnar í hlekki til að standa við skuldbindingar, sem fulltrúar hennar undirrituðu í góðri trú.
Í raun má segja að ef dómur fellur okkur í óhag, þá er EES samningurinn ólöglegur. Og lög eru lög, þó bretar og ESB haldi öðru fram.
Því megum við aldrei gleyma.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 11:37
Ómar.
Ég er ekki endilega ósammála þér en mér þykir áróðurinn sem þú færir fram ekki málinu til framdráttar. Ég geri mér líka fulla grein fyrir að áróðurinn kemur líka úr röðum andstæðinga þinna.
Gallinn við svona ósanngjarnan málflutning er að hann yfirgnæfir skynsaman og málefnalegan málflutning.
Það á ekki bara við um Icesave-samkomulagið, heldur finnst mér þingið hafa verið í sandkassaleik síðan það koma saman eftir kosningar.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:54
En þú viðurkennir fúslega hvaðan málflutningur þinn kemur og ég skal því ekki gera fleiri athugasemdir við hann.
Ragnar Þórisson (IP-tala skráð) 24.6.2009 kl. 11:55
Þetta er óvenju skemmtilegt spjall hér. Væri óskandi að fólk héldi sig við að vera fast á sínu en gleyma ekki örlitlum húmor með í bland.
Það sem mig langar til að koma að hér er eftirfarandi. Hér er mikið rætt um ábyrgð fjármálakerfisins annarsvegar og ríkisins hinsvegar. Er fólk ekki að gleyma þeirri óþægilegu starðreynd að með yfirtöku ríkisins á öllu þessu batteríi þá yfirtók ríkið um leið allar skuldbindingar og ábyrgðir sem því fylgdu? Er til einhvers að þrefa um hver beri ábyrgð annar en ríkið þegar um engann annan er að ræða?
Vinsamlegast leiðréttið þetta hjá mér ef ég er að misskilja eitthvað..
Karl Löve, 24.6.2009 kl. 13:27
Ég held að ríkið hafi vikið sér fimlega undan því, því í raun yfirtók ríkið ekki bankanna. Ríkið stofnaði nýja banka og lét þá kaupa inn- og útlán innlendra deilda gömlu bankanna og flutti yfir í þá nýju. Reyndar eiga nýju bankarnir enn eftir að greiða fyrir þær eignir.
Axel Þór Kolbeinsson, 24.6.2009 kl. 13:32
Blessaður Ragnar
Ekki er það þannig að þú sért að angra mig en ég bý við tvennskonar fötlun í bloggheiminum, ég sé rautt þegar minnst er á ICEsave og ég vil alltaf hafa síðasta orðið.
Jæja, það gleður mig að þú skulir hafa kveikt á perunni eftir játningar mínar, að blogg mitt er áróður. Ég taldi alltaf að það blasti við þegar litið er á fyrirsagnirnar. En af hverju svo er, er önnur Ella.
ICEsave málið er grafalvarlegt mál en frá upphafi þá hefur málflutningur Borgunarsinna einkennst af órökstuddum fullyrðingum um eitthvað sem stendur í EES samningnum. Og síðan draugasögum um væntanleg óhæfuverk Evrópusambandsins ef við lútum ekki vilja þeirra.
Ég er einn af þeim sem nennti að lesa greinar Stefáns Más og Lárusar Blöndal, og hef oft vitnað í rök þeirra í opinberri umræðu, það er ef maður telur vefi eins og Silfur Egils og Markaðinn (heitinn) vera opinbera umræða. En þeirra rökum hefur aldrei verið svarað en sömu fullyrðingarnar dúkka alltaf upp aftur og aftur. Og alltaf vitnað í einhverja ótilgreinda lögfræðinga.
Þöggunin var algjör.
Og hvernig getur nafnlaus nafnlausson vakið athygli á þeim rökum sem um ræðir í mikilvægasta máli Íslandssögunnar???
Reynt að vekja fólk til andsvara og fá mótrök. Fyrst reyndi ég það með málefnalegum hætti en gafst svo upp á biðinni löngu. Og biðin langa er lagatexti sem vitnar í þetta ákvæði EES samningsins sem kveður á um að aðildarríki eigi að bakábyrgjast tryggingasjóði sína. Og trúðu mér, margan manninn hef ég áreitt og kvalið í von um rökstudd viðbrögð, en ekki fengið. Það næsta sem komst rökum, var hjá MBA í viðskipta eitthvað frá sænskum háskóla. og hann vitnaði í órökstuddar fullyrðingar Þórólfs prófessors og svo sjálf íslensku lögin þar sem það stóð svart á hvítu að hann hefði rangt fyrir sér. Mitt svar var að spyrja manninn um akademískar kröfur Svía.
En næsta skref mitt var að stöðva yfirlýst bloggstopp og fara í víking gegn Borgunarsinnum. Svona í þeirri veiku von að einhver segði mér kurteislega að halda kjafti og segja mér að lesa þetta ákvæði og hitt. Því það er eina leiðin til að þagga niður "áreitisbloggi" eru staðreyndir sem dæma fullyrðingarnar ómarktækar.
Jæja, það tókst ekki, tilraunir í hæðni komu en það er minn heimavígvöllur og auðvelta að senda þær til baka, en rökin komu ekki. Mitt næsta skref var að Googla tilskipun ESB og lesa hana sjálfur og einnig íslensku lögin. Athuga sjálfur hvort þeir Stefán og Lárus kynnu lög.
Og þeir kunna lög. Gættu að því þó gildismat sé í því fólgið að einhver "bulli" eða "fremji landráð", þá er ekkert gildismat fólgið í beinum tilvitnunum. Og ég er með beinar tilvitnanir í tilskipun ESB um innlánstryggingar, EES samninginn um dómstólaleiðina og réttarfarsreglur, í íslensku lögin um tryggingasjóð innlána, í greinar Stefáns og Lárusar, í orðræðu Bjargar Thorarensen, og ekki hvað síst, landráðakafla stjórnarskráarinnar.
Það má vel vera að mínar ályktanir séu ekki þær réttustu, enda hvarflar ekki að mér að halda því fram, en ég læt rökin fylgja með, í beinum tilvitnunum.
Og til hvers er leikurinn gerður?? Mitt hlutverk er ekki að halda út vef og bloggi með "málefnalegri" umræðu. Enda þarf fleiri en einn til. En ég er að reyna að vekja fram viðbrögð og fá fólk til að hugsa. Ef fullyrðingar fara í taugarnar á fólki, þá hugsar það með sér helvítis vitleysingurinn, en af hverju??? Hver eru mín rök???? Hvar hefur þessi leiðindapúki rangt fyrir sér?? Og svo framvegis.
Og gættu að því Ragnar að þegar mikið er lagt í fullyrðingar og þær eru " " þá þarf maður að vera vel undirbúinn fyrir gagnárásir. Og kannski þar er mín málefnalega umræða. Ég svara, ekki bara fullyrði. Í raun eru svona blogg viss leið til að leggja höfuð sitt á höggstokkinn og hann getur hrokkið af ef einhver vígfimur ákveður að höggva. Og slíkt er ekki alltaf grín.
En hver er árangurinn. Flettingarnar eru 17.110, langtum fleiri en IP tölurnar. Og ég heldi ennþá höfðinu.
Þannig að eigi skaltu gera lítið úr áróðursbloggi.
En það er ekki þannig að til sé önnur hlið á málinu. Og hér að framan hafa tveir mætir fulltrúar Borgunarsinna komið fram með sín rök. Fólk sem hefur staðið vaktina í Netheimum með mun betri árangri (að mínu mati) en blessuð stjórnin okkar. Og ef einhver nennir að lesa debatið þá verða menn einhverju nær, og til þess er leikurinn gerður.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 13:42
Axel Þór; já það er margt skrítið í kýrhausnum. Ríkið yfirtók EKKI en hafði og hefur samt þann rétt að skipta bönkunum upp eins og þeim sýnist. Ég get bara ómögulega séð hvernig það getur gengið upp að sá aðili sem stoppar í raun rekstur "gömlu" bankanna með tilheyrandi raski og látum geti síðan afsalað sér allri ábyrgð á skuldbindingum.
En þá erum við komnir í bókhaldsleikinn og þá dreg ég mig í hlé. Á mæltu máli má semsagt segja að ríkið sé byrjað á þeirri þjóðaríþrótt sem kölluð er kennitöluflakk.
Karl Löve, 24.6.2009 kl. 14:12
Blessaður nafni Kristjánsson.
Þú segir það og ég segi hitt en ég vitna í texta, þú ekki, í því er fólginn diffinn. Og segðu svo ekki að ég kunni ekki líka að sletta, en ekki á latínu eins og Kalli Sveins.
Ég get alveg tekið undir með þér að ýmis rök mæla með samningum en allir sem mæla þeirri leið bót eiga að halda sig við hvað gerist ef við semjum ekki. En að vitna í skýra lagatexta og sleppa hluta þeirra til að ná fram sinni merkingu, er ekki góð latína. Það veit ég þó ég kunni ekki Latínu.
Þú værir ekki svona rökfimur ef þú hefðir ekki mjög sterka heilbrigða skynsemi. Og til hvers í fjáranum væru tilskipunarhöfundar að taka það fram að ríkið væri ekki í ábyrgð ef það væri vegna þeirrar forsendu að tryggingasjóðurinn hefði gert samviskusamlega upp við alla innistæðueigendur samkvæmt þeim ákvæðum sem um er getið.
Ómar, þá væri ekki þörf fyrir neina bakábyrgð. Ég þarf ekki ábyrgðarmann á skuldabréfi ef ábyrgðin er aðeins virk ef ég greiði skuldabréfið. Hugsaðu aðeins málið í rólegheitum, og þá sérðu þetta sjálfur. Rökin fyrir að semja um ICEsave eru nógu sterk, þó þið Borgunarsinnar notið ekki órök fyrir málstað ykkar.
Og ég ætla að vitna í rökleiðslu mína til Elfar í athugasemdum nr 22, óþarfi að endurtaka hvað "have been" þýðir. Það sem kemur á eftir þeim orðum er ekki það sem þú minntist á í fullyrðingum þínum.
Og mig minnir að ég hafi mörgum sinnum vitnað í rök Stefáns hvað það þýðir að ríkið sé í bakábyrgð. Það er grundvallarmál og grundvallarmál eru sögð skýrum orðum. Og sá lagatexti er marklaus ef ekki fylgir fyrirmæli um hvernig ríki á að lágmarka sína ábyrgð, því jú fjármálakerfið á að fjármagna tryggingarkerfið og sú fjármögnun má ekki skaða fjármálakerfið. Og það er og var ólöglegt að meina Landsbankanum að starfa erlendis á grundvelli þess að Ísland sé smáríki, fjórfrelsið er óháð stærð aðildarríkja og regluverkið um innlánstryggingar var sett til að samræma samkeppnisskilyrði fyrirtækja, óháð heimilisfangi þeirra.
Og nafni, ég trúi því ekki að þú sért að vitna í Gylfa. Maðurinn varð sér til skammar í gærkvöldi. Hann fullyrti að ef við færum dómstólaleiðina þá gæti niðurstaðan verið sú að Ísland væri dæmt til að greiða margfalda lágmarksábyrgð tilskipunarinnar. Hvaða bull er þetta eiginlega??????
Ef það stendur á skuldabréfi að ég eigi að greiða milljón, getur þá dómur dæmt mig til að dæma 10 milljónir þó ég hafi haldið því fram að ég eigi varnir í málinu. Dómur getur aldrei verið hærri en upphæð, auk vaxta og málskostnaðar. Réttarkerfi refsar aldrei fólki fyrir að leita réttar síns.
En Gylfi komst upp með vitleysuna vegna þess að Sigmar er trúgjarn og ekki starfi sínu vaxinn. Hann kynnir sér ekki málin áður en hann fer í viðtal.
Og nafni, lögfræðingarnir sem þú kallar tveir, þrír, heita Stefán Már Stefánsson, okkar virtasti lagaprófessor í dag, Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður og mikill lagahundur, Björg Thorarensen forseti lagadeildar, og núna síðustu dag bættist Herdís Þorgeirsdóttir, prófessor í hópinn.
En hverjir mæla á móti. Það er ekki vitað. Utanríkisráðuneytið kvað það ríkisleyndarmál hverjir hefðu haldið fram gagnstæðum sjónarmiðum.
Og þetta með þessar eilífar fullyrðingar í aðrar þjóðir. Ég hef prófað að Googla til að fá opinber rök þeirra en þau finnast ekki á veraldarvefnum, í það minnsta. Ég get líka vitnað í Jón og Pál, og Smith og Olle, og ef þú ert svo vitlaus að trúa mér án þess að ég geri nánari grein fyrir þeim heiðursmönnum og röksemdum þeirra, þá ertu trúgjarn, svo ekki sé sterkara að orði komist.
En kúgunin er rök. Hef aldrei mótmælt því. En það er þessi kúgun sem framkallar rauða litinn í huga mér. En það skaðar ekki sannfæringu mína að ég hef rétt fyrir mér.
En þú semur aldrei við kúgara. Churchill hafði rétt fyrir sér í þeim efnum.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 14:23
Blessaður Karl.
Þessu hefur verið margsvarað. Þetta var eitt af því fáu sem Geir Harde gat talað um án þess að segja að hann "teldi" eða hann "mætti ekki segja".
Ábyrgð fjármálakerfisins er sú að það rekur sig eftir þeim lögum og reglum sem fyrir það er lagt. Og í þeim lögum er því ekki bannað að fara á hausinn.
Tryggingasjóðurinn rekur sig líka eftir sínum lögum og reglum sem um hann gilda og um þau lög stendur deilan. Og ef um eitthvað er deilt þá fara menn með málið fyrir dóm. En það er ekki okkar, heldur þeirra þjóða sem eru ósátt við okkar gjörðir. Lögin okkar eru skýr og gild því ekki voru gerðar athugasemdir við þau af Eftirlitsstofnun EFTA og Evrópusambandið gerði heldur ekki athugasemdir.
Og það er meinloka sem stundum kemur fram að heimaríki sé í ábyrgð ef fjármálastofnun starfar ekki innan viðurkennds tryggingarkerfis. Það er gistiríkið eins og það er kallað í tilskipuninni, sem ber ábyrgð á því að bankar eða útibú, sem starfa á fjármálamarkaði þess, séu með tilskilið tryggingarkerfi. Og hvorki Holland eða Bretland, meinuð Landsbankanum að starfa á sínu svæði, á grundvelli þess að íslenska tryggingakerfið væri ófullkomið.
Og þetta með bankana. Kröfur eru kröfur og ef nýju bankarnir yfirtaka einhverjar kröfur, þá verða skuldir að koma á móti. En hvort það sé gert á réttan og löglegan hátt er dómstóla að skera úr um, ekki til dæmis okkar nafna, við getum haft skoðanir á því.
En nýju bankarnir verða væntanlega hlutafélög og það er skýrt í hlutafélagalögum að ábyrgð eiganda er takmörkuð við hlutafé.
Og ICEsave reikningarnir voru skyldir eftir í gömlu bönkunum. Ríkið yfirtók ekki rekstur þeirra, hvorki með nýju fé eða ábyrgðum, hvað þá eignarhaldi. Ríkið skipaði þeim skilanefnd sem yfirtók stjórn þeirra og þannig séð er það alþjóðleg viðurkennd regla í slíkum málum.
En aftur, það er dómstóla að skera úr um lögmæti. Þetta vita allir og skilja, nema þeir sem vilja ekki skilja, og þeir kallast Borgunarsinnar. Hræðslan við að Ísland fái réttláta málsmeðferð er svo sterk að frekar vilja þeir selja börnin okkar og barnabörn, frekar en að fara eftir viðurkenndum leiðum réttarríkisins.
Og það eitt dæmir þá óhæfa í umræðunni og kallast landráð þegar ráðherra heldur fram slíkri vitleysu. En við erum ekki alvöru ríki þannig að ráherra getur bullað út og suður án þess að nokkur krefjist þess að hann virði stjórnarskrá landsins.
Og takk fyrir jákvæð orð. Ég reyni að taka mig ekki fullalvarlega þó ekki séu allir sem fatta það.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 24.6.2009 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.