23.6.2009 | 09:09
Þið ættuð að skammast ykkar til að þegja.
Á borðum ríkisstjórnar ykkar er sögulegur samningur sem með nauðungarskilmálum sínum táknar endalok íslensks sjálfstæðis.
Hugmyndafræðingur félagshyggjunnar, Ögmundur Jónasson, styður ekki þennan samning enda gengur hann þvert á allan hans málflutning, og öll hans störf frá því elstu menn muna.
Ekki hafið þið haft manndóm í að senda honum stuðnings ályktun. Kerfi auðmanna og græðgipúka finnst ykkur vera mikilvægara en ykkar eigin þjóð.
Hverjir haldið þið að munu greiða bretunum og Hollendingunum?? Hjá hverjum verður skorið niður?? Hverjir verða reknir á götuna því þeir ráða ekki við manndrápsklyfjar okurvaxta og verðtryggingar???
Fólk, sem þykist hafa hugsjónir, en hefur ekki kjark til að fjalla um grundvallarmál sem varða framtíð okkar allra og lífskjör alþýðunnar um ókomin ár, á að þegja þegar dægurmálin dúkka upp.
Og það er engin afsökun að kenna Sjálfstæðismönnum um. Þeir voru hraktir frá völdum og sleikja sín sár. Og þið voruð kosin út á ykkar stefnu, ekki stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Það er ekki bundið í stjórnarskrá landsins að þegar flokkur sest í ríkisstjórn, þá taki hann upp stefnu Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn er fullfær um það sjálfur.
Þess vegna eigið þið að skammast ykkar til að þegja þar til þið finnið manndóminn.
Kveðja að austan.
Fagna því að leggja eigi Varnarmálastofnun niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 322
- Sl. sólarhring: 781
- Sl. viku: 6053
- Frá upphafi: 1399221
Annað
- Innlit í dag: 273
- Innlit sl. viku: 5128
- Gestir í dag: 257
- IP-tölur í dag: 255
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ha, ha, góður!
Baldvin Björgvinsson, 23.6.2009 kl. 09:26
Ómar, lestu betur ályktun UVg og hugsaði aðeins áður en þú skrifar. Held að þú eigir skoðanalega meiri samleið með þeim en þú gerir þér ljóst. Rocker er alfarið sammála UVg um þetta mál. Reyndar er Rocker líka sammála Ómari um IceSave-samninginn. Hann er bara annað mál. Það á að vera hægt að halda áfram að hugsa um aðra þætti þjóðmála þótt hann sé til umræðu.
Rocker (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:51
Tek reyndar undir mál ykkar beggja, en fjármagnið sem fara átti til Varnarmálastofnunar ætti að renna beint til Landhelgisgæslunar til að efla öryggi landsmanna og ekki síst sjófarenda.
Jón Svavarsson, 23.6.2009 kl. 10:17
Blessaðir félagar og takk fyrir innlitið.
Rocker. Ég geri mér alveg ljósar mínar skoðanir, enda orðinn gamall og grár. Í pistli mínum var ég ekki að tjá mig eitt eða neitt um réttmæti þessarar ályktunar. Þér að segja þá er ég alveg sammála því að leggja niður Varnarmálastofnun og innilega sammála því sem Jón segir hér að ofan.
En það er ekki kjarni málsins. Fólk, sem þykist hafa hugsjónir sem byggjast á mannúð og velferð og er í flokki sem kennir sig við félagshyggju, það tjáir sig um stóru málin ef þau ógna tilverurétt þess og hugsjónum. Láti það draum flokksformanns um að verða fyrsti Þystilfirðingurinn til að verða ráðherra, stjórna lífi sínum og skoðunum, þá er það ómarktækt.
Ekki um aldir um ævi eins og ég bendi réttilega á, heldur þar til þetta unga fólk hefur mannast.
Það var rangt hjá Þjóðverjum að drepa fólk með gasi á sínum tíma. Gagnrýni á þá snerist ekki um hvað tegund af gasi var mannúðlegast að nota. En í nútímafirringu, eins og málflutningur UVG ber með sér, þá hefði þau einmitt ályktað um gastegundina.
Ef það væri vottur af manndómi í þessum krökkum þá myndu þau styðja Ögmund og Guðfríði Lilju. Og þau myndu krefjast þess að Lilja Mósesdóttir mótaði efnahagsstefnu stjórnvalda, langhæfasti þingmaðurinn til þeirra verka. Og þau hefðu manndóm í sér til að krefjast þess að fjármálastofnanir í eigu ríkisins væru fyrir fólk, ekki auðmagn. Og sinntu viðskiptum, ekki skattsvikum. Eða með öðrum orðum þá kæmist enginn bankamaður upp með það að mæta fyrir nefndir Alþingis og mæla leiðum til skattsvika bót eins og starfsmenn ríkisskattstjóra eru að benda á. Svona fólk á ekki að vinna hjá ríkisbönkum og í fyrsta sinn í rúm 20 ár er fjármálaráðherra úr röðum flokks sem gerði út á atkvæði fólks en ekki auðmagns.
En ekkert hefur breyst.
Og núna er það á ykkar ábyrgð.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.