Auðvita þarf að spara í heilbrigðiskerfinu.

Og þetta er bara byrjunin.  Ríkisstjórn félagshyggjuflokkanna hefur ákveðið forganginn í þjóðfélaginu.

Í fyrsta lagi þarf að setja krónuna á flot svo spákaupmenn geti aftur tekið upp sína iðju að ræna landsmenn.  Til þess eru tekin gríðarleg lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum með manndrápsskilyrðum vaxta og niðurskurðar.  

Peningar sem fara í að greiða vexti af láni IFM fara ekki í að borga heilbrigðisstarfsfólki kaup.  Peningar sem ríkið borgar í vexti á þessu ári, vegna hins háa vaxtastigs eru áætlaðir 80 milljarðar króna.  Bara lækkun á stýrisvöxtum niður í þau mörk sem Samtök atvinnulífsins biðja um, myndi gera þennan niðurskurð óþarfann.

En spákaupmenn og græðgipúkar eru í forgang.

Og öðru lagi þá hefur ríkisstjórn Íslands gert samsæri gegn sinni eigin þjóð og margbrýtur EES samninginn og alþjóðalög með því að semja við breta og Hollendinga um ólöglegar kröfur þeirra á hendur íslenskri þjóð.  Sagt til að bjarga bankakerfi Evrópu.

Og meðan það er í forgang að bjarga bankakerfi Evrópu frá áhlaupi, þá eru ekki miklir peningar afgangs í velferðina.

Þessi björgun er sögð nauðsynleg svo lúnir félagshyggjujálkar geti á efir árum drukkið rauðvín í hlýjunni í Brussel.  Skítt með það að ungir foreldrar eru á götunni vegna skuldabagga, ættaðan frá stjórnvöldum.  Skítt með það þó þessir sömu ungu foreldra geti ekki lengur treyst því að fá neyðaraðstöð nema milli 9-5 þó barn þess er t.d með heilahimnubólgu. 

Við notum ekki sömu peningana tvisvar.

Ríkisstjórn félagshyggjunnar hefur ákveðið forganginn.  Jakkafataliðið með sínar tómu skjaltöskur gengur fyrir.  Það þarf nefnilega að fylla á þær.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Um átta milljarðar sparaðir í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér í öllum meginatriðum. Þó ekki með hvort ríkisstjórnin margbrjóti EES samninginn og alþjóðalög, enda er ég ekki lögfræðingur og mér sýnist þú ekki vera það heldur.

jeje (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður.

Gaman að einhver er sammála mér í meginatriðum.  Að öllu jöfnu er það sjaldgæft þegar um áreitisskrif er að ræða.

En ég er ekki lögfræðingur.  Er með bílpróf.  Og ég þurfti að vera læs til að ná því.  Og EES samningurinn gerir ekki ráð fyrir handafli við lausn deilumála.  Þú mátt lesa bloggin mín hér að framan og aftan.  Ég er með nóg af tilvitnunum í lesmál sem hver og einn getur metið.  Og ég læt linkana fljóta með.  Já og hitt brotið (til að fá marg-) er að það er brot á EES samningnum að fara ekki eftir tilskipun ESB eins og þeirri sem var um innlánstryggingar.  Þar stendur skýrt að Ísland sé ekki í ábyrgð.  Og það að gangast við ábyrgð er þvert á þann ágæta samning.

Rétt skal vera rétt.  Eini misskilningurinn leyfist hjá þeim sem lesa aðeins latínu og er enn að lesa Rómversk lög um skuldaþræla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.6.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 481
  • Sl. sólarhring: 710
  • Sl. viku: 6212
  • Frá upphafi: 1399380

Annað

  • Innlit í dag: 408
  • Innlit sl. viku: 5263
  • Gestir í dag: 375
  • IP-tölur í dag: 370

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband