Og þetta er besta niðurstaðan, 500 milljarðar

Sú versta getur farið yfir 1.000 milljarða.  Ef neyðarlögin standast ekki.  Og svo veit enginn hvað kemur út úr eignum Landsbankans.

En þetta er ekki það versta.  Eftir þetta samkomulag mun Ísland verma botninn á  Alþjóðlegu lánshæfislistanum með Zimbabe.  Það sem átti að hindra með komu Alþjóðagjaldeyrisjóðsins og uppgjöfinni í ICEsave málinu raungerist með þeim flótta.  

Alþjóðasamfélagið mun dæma okkur úr leik sem fallít þjóð.  Og til hvers þá að kyssa vönd kvalara sinna.  Til hvers að láta landráðafólk stjórna landinu ef þetta er það besta sem það getur gert.

Stuðningsmenn VinstriGrænna.  Nú er ykkar ögurstund.  

Vekið formann ykkar úr þeim djúpa gjörningssvefni sem honum var byrlaða dag einn á fundi með Samfylkingunni.

Það er ekki bara sjálfstæði þjóðarinnar sem er í húfi.  Það er framtíð barna okkar.  

Þið höfðuð rétt fyrir ykkur í haust.  Það voruð þið sem stóðuð vaktina og bentu á óráð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og það voruð þið sem vöruðu við svikunum í ICesave deilunni.

Allt sem þið sögðu hefur ræst.  

Hvað hefur þá breyst??

Eruð þið ekki lengur manneskjur?  Ekki lengur félagshyggjufólk.

Rekum Samfylkinguna frá völdum, rekum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn úr landi og ráðum Michael Hudsson sem aðalráðgjafa næstu ríkisstjórnar.  Hann þekkir bolabrögðin og hann hefur þá alþjóðlegu vikt að á okkur verður hlustað. 

Norður Kórea norðursins er aðeins til í okkar eigin hugarfylgsni.  En sú martröð er að rætast fyrir tilverknað núverandi stjórnar.

Nú er mál að linni.

Kveðja að austan.


mbl.is Icesave kostar minnst 300 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 611
  • Sl. sólarhring: 630
  • Sl. viku: 6342
  • Frá upphafi: 1399510

Annað

  • Innlit í dag: 524
  • Innlit sl. viku: 5379
  • Gestir í dag: 480
  • IP-tölur í dag: 474

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband