18.6.2009 | 22:51
Sjá, yður er spámaður fæddur.
Steingrímur Joð er að sýna á sér alveg splunkunýja hlið þessa daganna. Núna talar hann tungum eins og spámennirnir forðum daga.
Hann segir okkur hvernig sú staða geti komið upp að ICEsave samningurinn stofni í hættu stöðu Íslendinga, eignum og auðlindum innanlands.
Og á orðum hans á að taka mark eins og forðum var gert við tungum talandi spámenn.
Hann segir að slíkt gerist þegar íslenska ríkið væri komið á hliðina, nánast liðið undir lok sem réttarríki.
Og þetta er hárrétt hjá spámanninum. ICEsave samningurinn felur í sér svo miklar skuldbindingar á erfiðleikatímum að íslenska ríkið leggst á hliðina ef allt fer á versta veg. Landflótti og vítahringur minnkandi tekna og sífellt hærra hlutfalls tekna ríkisins í erlendar afborganir.
Ekkert mun geta hindrað þau örlög landsins, gangi þessi nauðungarsamningur í gegn.
Og þessi samningur gengur gegn öllum ákvæðum landráðakafla stjórnarskrár landsins og það að samningamenn skulu ganga lausir og þessi nauðung skuli vera rædd á Alþingi, sem frjálst og nauðsynlegt val, en ekki þvinguð nauðung í skjóli ógnarhótana erlendra stórþjóða, það sýnir að réttarríkið Ísland er liðið undir lok en eftir stendur einhver skrípamynd af ríki.
Hvergi annars staðar hjá nokkurri lýðræðisþjóð væru slík landráð látin viðgangast. Og í réttarríkjum grípur dómsvald og lögregla inn í þegar stjórnarskrá landsins er brotin á jafn grófan og augljósan máta. En í skríparíkjum hlæja menn. Og mæla landráðunum bót eins og meinlausri kaffidrykkju.
Og spámaðurinn segir að öryggisatriði samningsins nái ekki að leysa vandamálin og auðvita er slíkt augljóst þegar allur ágreiningur er dæmdur eftir lögum og skilningi dómsstóla aðal kúgunaraðilans. Danir höfðu til dæmis ekki góða reynslu af dómum þriðja ríkisins árið 1944. Sá sem ræður vill alltaf ráða og hafi ráðin fengist með kúgun þá sleppur hann ekki taki sínu með óháðum dómi. Þetta vita allir sem eitthvað hafa lesið og kynnt sér sögu mannkynsins.
Og þegar spámaður varar við þessum voða þá er voðinn vís.
Spámaðurinn varar einnig við því að dómsmál hafi tapast erlendis enda eðli dómsmála að þau geta tapast. Salomonsdómar eru mjög sjaldgæf fyrirbrigði.
Og engin sjálfstæð þjóð leggur fjöregg sitt undir erlendan dóm, hvað þá erlendan hlutdrægan dóm.
En lokaorð hins tungum talandi spámanns vekja hjá manni hroll.
"Slíkt geymir sagan engin dæmi"
Spámaðurinn segir að í allri sögu íslensku þjóðarinnar hafi ekkert slíkt hörmungarmál komið upp. Því skuli menn óttast framtíðina.
ICesave samningurinn stofnar í hættu stöðu Íslendinga, eignum og auðlyndum innanlands.
Og jafnvel þó sá sem varar við væri ekki spámaður, þá er ég samt sammála mati hans á þeim ógnarsamningi sem núna liggur fyrir Alþingi til samþykkis.
Framtíð þjóðarinnar og sjálfstæðis hennar er í húfi.
Hlýðum á aðvaranir spámannsins áður en það er orðið seint.
Stöndum á rétti okkar og fellum alla þá nauðungarsamninga sem að okkur eru réttir.
Þessi samningur er brot á EES samningnum, á tilskipun ESB um innlánstryggingar og hann er brot á öllum alþjóðlögum sem banna nauðung og kúgun stórþjóða á smærri nágrönnum sínum.
Réttlætið er okkar.
Kveðja að austan.
PS. Þessi pistill var tengdur við sömu frétt og pistillinn hér að framan. En Morgunblaðsmönnum hefur víst fundið hann rætinn, sem hann vissulega er, og kippt tengingunni út.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.6.2009 kl. 00:17 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 34
- Sl. sólarhring: 632
- Sl. viku: 5618
- Frá upphafi: 1399557
Annað
- Innlit í dag: 27
- Innlit sl. viku: 4791
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 26
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það eru ótrúlegustu hæfileika að finna hjá þessari Ríkisstjórn en það örlar ekki á þeim sem við þurfum á að halda nú. Þ.e. visku, framsýni og greind.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.6.2009 kl. 23:56
Blessuð Jakobína.
Já, það vantar eitthvað upp á það sem þú nefndir.
Kveðja
Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 00:01
Ég spyr mig: Erum við virkilega að horfa upp á þetta eða erum við að upplifa einhvern sameiginlegan súrealískan draum sem varir mánuðum saman?
Arinbjörn Kúld, 19.6.2009 kl. 01:35
Ari ég var einmitt að hugsa eitthvað svipað í dag. Ég velti fyrir hvort það gæti verið að ég væri orðin geðveik og væri að ímynda mér þetta nýja Ísland þar sem allir eru orðnir smáklikkaðir og Ríkisstjórnin snarvitlaus.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.6.2009 kl. 02:25
Blessuð.
En ótrúlegast að öllu að það er farið fram á lágmarksmenntun fjölmiðlafólks og það kann ekki að spyrja einföldustu spurninga sem meðal krakki á skólablaði kann.
"Þú segir þetta, hvernig rökstyður þú það".
Það stendur skýrt um dómstóla leiðina í EES samningnum og það stendur skýrt í tilskipun ESB að aðildarríki er ekki í ábyrgð en samt kemst hvert fíflið á fætur öðru, háskólaprófessorar, alþingismenn, ráðherrar, upp með það að mæta í fjölmiðla og fullyrða að við eigum að borga samkvæmt samningnum. En enginn þarf að rökstyðja mál sitt.
Ótrúleg vanhæfni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.