18.6.2009 | 15:52
Hvar er ríkislögreglustjóri?
Jóhanna segir að það sé ekki verið að setja eigur ríkisins upp í pant.
Samt stendur það í samningnum.
Hún segir að það sé öryggisákvæði í samningnum. En hún semur um það að ef til lagaágreinings kemur þá eigi breskir dómstólar að skera úr um. Dómstólar gagnaðilans.
Hvað ef við viljum fá þetta öryggisákvæði gilt en gagnaðili okkar segi að við getum staðið í skilum. Við látum eignir okkar á móti og þar með í fullum skilum.
Vissulega mismunandi túlkun en um þá túlkun eiga breskir dómskólar að dæma.
Hver veit hvað þeir dæma???
Og ef þeir dæma okkur í óhag???
Hvað þá????
En til hvers er verið að ræða þennan samning á Alþingi. Stjórnarskráin bannar svona gjörning. Ríkisstjórnin er að fremja landráð með því að setja eigur þjóðarinnar í pant.
Hvernig er hægt að mistúlka þennan lagatexta.
hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega.
Það er bannað að veikja eða skaða stjórnskipan og það er bannað að veikja eða skaða efnahagslegar undirstöður ríkis.
Það veit enginn hvort breskir dómstólar taki mark á íslenskum neyðarlögunum um forgang innlánskrafna og því alls óvíst að Landsbankinn í Bretlandi megi nota peninga sína til að greiða ICEsave ábyrgðina.
Og það veit enginn neitt um áreiðanleika eigna bankans. Jón Ásgeir átti vel fyrir skuldum, líka daginn eftir að Baugur var tekinn til gjaldþrotaskipta. Hefur fólk ekkert lært af reynslunni og lært að byggja á raungögnum og réttum upplýsingum, ekki orðum þeirra sem eiga hagsmuna að gæta.
Það áttu allir fyrir skuldum, alveg þangað til þeir urðu gjaldþrota. Og Landsbankinn var ekki að lána neinum gæðafyrirtækjum, það eitt er víst.
Hugsanlega geta ábyrgðir upp á 900-1000 milljarða fallið á þjóðina með vöxtum og vaxtavöxtum og það er ekkert í núverandi samkomulagi sem hindrar það ef allt fer á versta veg.
Jú öryggisákvæði segir Jóhanna en það er allt komið undir túlkun hlutdrægra dómstóla andstæðinga okkar og kúgara.
Þetta er kúgun því í tilskipun ESB um innstæðutryggingar stendur skýrt í íslenskri þýðingu Stjórnartíðina ESB að:
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfir-völd þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafaséð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndumaf stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnarsjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og trygg-ingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.
Skýrar er ekki hægt að orða þessa hluti en samt er gerðar fjárkröfur á hendur okkar. Ef íslensk stjórnvöld myndu treysta dómstólum breta þá myndu þau láta gera lögbann á þessar fjárkröfur þeirra en trúin er ekki meiri en það að þau vilja borga mögnunarlaust án þess að standa á sínum lagalegum rétti.
Og með því eru þau að brjóta landráðakafla stjórnarskrána eins og lýst er hér að ofan. Þau stefna framtíð íslenska ríkisins í voða og örlög þjóðarinnar eru á höndunum á miskunn erlendra ríkisstjórna og dómstóla þeirra.
Þetta má ekki og ótrúlegt að það skuli finnast fullvita maður sem reynir að réttlæta þessa gjörninga eða tönnlast sífellt á að það standi í tilskipun ESB að þjóðríki sé í ábyrgð fyrir innlánstryggingakerfi sitt, þegar skýrt er kveðið á um að svo sé ekki.
En þessi mál eiga ekki að ræðast. Lögin eru skýr.
Hvar er ríkislögreglustjóri og hvar er ríkissaksóknari?
Kveðja að austan.
Gjaldþol ríkisins ekki í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 29
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Ómar. Áttu slóðina á þessa þýðingu úr stjórnartíðindum?
Arinbjörn Kúld, 19.6.2009 kl. 01:22
Blessaður Arinbjörn.
Ég svaraði sniðugum manni sem ætlaði að negla mig í athugasemdum í pistli mínum um Indriða og landráðin. Þar er slóðin á íslensku þýðinguna og einnig á enska útgáfu frá Brussel.
Og Jakobína kom henni á framfæri á Vaktinni í nótt.
Og loks ætla ég að taka saman þessar slóðir, lögin og ákvæði EES samningsins um dómstóla og eftirlit og þessa EB slóð í bloggpistli hér á eftir.
Lögin eru skýr eins og lögin um að bannað er að keyra yfir á rauðu ljósi. Bullið í borgunarmönnum á netinu eru fullyrðingar án raka og ljóst að enginn hefur lesið EES samninginn, ekki einu sinni sá maður sem fékk þjóðina til að samþykkja hann.
Kveðja, Ómar
Ómar Geirsson, 19.6.2009 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.