12.6.2009 | 13:41
Og svo segir atvinnulífið að það sé að komast í þrot.
Heimilin segjast vera að gefast upp. Og forseti lagadeildar Háskóla Íslands segir að ICEsave-samkomulagið sé nauðungarsamkomulag, uppsegjanlegt hvenær sem þjóðin fær aftur völdin frá Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Og það er engin von í þjóðfélaginu því ríkisstjórnin er á annarri plánetu.
Hver eru endamörk heimskunnar. Hvenær sér fólk í gegnum skrípaleik þess fólk sem fékk völd sín með svikum og lygum.
Það er ekkert sem þessi Óstjórn er að gera sem skiptir almenningi máli í dag. Því hún er að vinna að röngum hlutum, eftir rangri stefnu.
Stefnu auðmagns og Nýfrjálshyggjunnar. Og í þokkabót vinnur hún markvisst að því að gera landið gjaldþrota svo auðmagnið og innlendir Leppar þess geti hirt auðlyndir landsmanna. Það er ekki bara í Suður Afríku þar sem fólk mun þurfa að borga fyrir grunþjónustu á töxtum sem það ræður ekki við.
Sjálfur landstjórinn yfir Íslandi, Mark Flanagan sagði að á móti skuldum okkar ættum við svo miklar eignir. Og þær má selja og einkavæða, allt í boði Nýfrjálshyggjustjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir.
Þegar stjórnin hefur klárað verkefnalista sinn, þá er engin von eftir á Íslandi.
Þá mun máttur fótanna hjá ungu fólki taka yfir. Fagurgali félagshyggjunnar mun ekki duga til að unga fólkið okkar muni ala börn sín upp í fátækt og vesöld. Það á valkosti að flytja af landi brott en eftir situr félagshyggjan og skilur ekkert í af hverju hún er án þjóðar.
Kveðja að austan.
Segir 21 verkefni af 48 afgreidd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 215
- Sl. sólarhring: 875
- Sl. viku: 5946
- Frá upphafi: 1399114
Annað
- Innlit í dag: 181
- Innlit sl. viku: 5036
- Gestir í dag: 176
- IP-tölur í dag: 173
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.