Það verður engin þjóðarsátt um eitt eða neitt

meðan ógæfumenn ráða för.

Ríkisstjórnin vinnur markvisst að því að koma heimilum landsins í þrot.  Hún neitar þeim um réttmæta leiðréttingu á verðtryggingunni, hún neitar þeim um leiðréttingu á gengisvísitölu erlendra lána og hún stórhækkar skatta og álögur.   Afleiðingin er fjöldagjaldþrot heimilanna og landflótti.

Ríkisstjórnin vinnur markvisst að því að kyrkja efnahagslífið með því hávaxtastefnu sinni.  Og hún lætur bankanna ráðskast með atvinnulífið eins og þeim hentar.  Engin samræmd stefna, stýrð af okkar besta fólki er til staðar.  Þeir sem komu okkur á hausinn ráða för.

Ríkisstjórnin, fyrir utan félagshyggjumanninn Ögmund Jónasson, ætlar að knésetja efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar með því að láta að kúgun Evrópusambandsins og samþykkja ólöglega nauðungarsamninga í ECEsave deilunni.  Ekki aðeins landráð samkvæmt stjórnarskránni heldur tilræði við endurreisn þjóðarinnar.  Stærri glæpur hefur ekki verið framin í sögu fullveldis þjóðarinnar sem er rúmlega 90 ára gamalt.

Skömm hennar er mikil og ærulaust fólk sem í krafti blekkinga og lyga stjórnar þjóðinni, það er ekki megnugt að fá fram þjóðarsátt og stöðugleika. 

Ef sáttin snýst bara um það að launþegar borgi brúsann en auðmenn okkar fjárfestar hirði náinn.  Þá er engin sátt.

Þjóðin vill réttlæti, hún vill sannleikann og hún vill stjórn okkar besta fólks.  

Ekkert af þessu er til staðar í dag.

Kveðja að austan.


mbl.is Tillögur birtar upp úr helgi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það verður engin þjóðarsátt um eitt né neitt nema þjóðin fái þess fullvissu um að hún fái réttlæti og verði ekki dæmt í áratuga skuldafangelsi. Svo mikið er víst en ríkisstjórnin ku vera á annari plánetu.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 12:41

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, og þess vegna segjum við bara áfram Ögmundur og allt hitt félagshyggjufólkið í VinstriGrænum.

keðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 12.6.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 202
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband