Að þekkja landráðamenn í hugsun

er auðvelt í dag.  Þeir afhjúpa sig hver á fætur öðrum á netinu.

Það er ljóst að ICEsave skuldbindingarnar eru komnar fram yfir mörk hins viðráðanlega og því er það landráð að samþykkja þær.  Ekki mín orð, stjórnarskráin kveður skýrt á um, að það er bannað að gera einhvern þann gjörning sem stefni efnahagslegum undirstoðum íslenska ríkisins í hættu.

Og vilji menn samþykkja ICEsave, ber ríkisstjórninni fyrst að breyta stjórnarskránni á þann hátt að efnahagsleg landráð eru leyfð.   Svo einfalt er það.   Á þessu er engin afsláttur.

En landráðamaður í hugsun er huglægt fyrirbrigði og gaman að velta því fyrir sér hvernig birtingarmynd hans er.

Ef einhver segir að við eigum að borga ICEsave því við verðum að standa við okkar alþjóðlega samninga sem í þessu tilviki er EES samningurinn, þá er ljóst að um landráð í hugsun er að ræða.

Af hverju???   Jú, það er grundvallarmunur á orðum Steingríms Joð, fjármálaráðherra sem segir að við verðum að borga og rökstyður það og orðum ættlera Hannibalsista sem notar röktækni sína til að fullyrða að við eigum að borga.

Það stendur hvergi í tilskipun ESB um innlánstryggingar að við eigum að borga.  Skylda okkar var að stofnsetja Tryggingasjóð innlána sem var fjármagnaður af fjármálastofnunum.  Og það gerðu íslensk stjórnvöld svikalaust.  Og án athugasemda ESA og án athugasemda frá Brussel.  Það er grundavallaratriði samkvæmt EES samningnum að okkar regluverk er gyllt ef ekki er gerð athugasemd við það innan tilskilins tíma.  Og íslenskir bankar hefðu aldrei fengið starfsleyfi á EES svæðinu ef okkar regluverk væri ekki fullnægjandi.  

Um þetta er ekki hægt að deila.  Þetta stendur.  Málflutningur ættlerans er því að ætt þeirra manna sem báðu Stalín að kenna Austur Þýskum verkamönnum hollustu við alræði öreiganna í Berlín forðum daga.

Það halda aðeins tveir lögfræðingar þessu fram segir sami maður.  Björg Thorarensen, Stefán Már Stefánsson og Lárus Blöndal eru í fyrsta lagi a. m. k. þrjú og þau rökstyðja sitt mál með tilvísun í lög EES, tilskipun ESB um innlánstryggingar og alþjóðalög um neyðarrétt þjóða.  En enginn að öllum hinum lögfræðingunum sem alltaf er vitnað í, koma undir nafni og enginn borgunarfræðinga vitnar í lagatexta máli sínu til stuðnings.  Það er mjög einföld skýring á því, sá lagatexti finnst ekki sem kveður á bakábyrgð  þjóðríkis á innlánstryggingum.

Einfaldar getur það ekki verið.  Og öll orðræða um að við eigum að borga, er án rökstuðnings.  Þetta blasir við öllu hugsandi fólki.  Og er í raun kennslubókardæmi um hvernig hægt er að finna vitleysinga því fólk sem trúir fullyrðingu, sem varðar grundvalarhag þeirra og barna þeirra, án þess að hún sé rökstutt einu orði, ja, það veður ekki það minnsta í vitinu, það eitt er víst.

En það er lagaágreiningur milli Íslands og ESB um túlkun á EES samningnum.  Og eins og í öllum samningum, jafnt milli einstaklinga, fyrirtækja og þjóðríkja, þá eru ákvæði í samningum um þá lagaleið sem á að fara ef um ágreining á túlkun eða efndum á samningi kemur upp.  

Þetta er grundvallaratriði Réttarþjóðfélagsins og einn af hornsteinum alþjóðasamfélagsins.  Í EES samningnum segir

Telji eftirlitsstofnun EFTA að EFTA-ríki hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt EES-samningnum eða samningi þessum skal hún, nema kveðið sé á um annað í samningi þessum, leggja fram rökstutt álit sitt um málið eftir að hafa gefið viðkomandi ríki tækifæri til að gera grein fyrir máli sínu.

Ef viðkomandi ríki breytir ekki í samræmi við álitið innan þess frests sem eftirlitsstofnun EFTA setur getur hún vísað málinu til EFTA-dómstólsins.

Sbr. 166. gr. Rs

32. gr.


EFTA-dómstóllinn hefur lögsögu í málum er varða lausn deilumála milli tveggja eða fleiri EFTA-ríkja um túlkun eða beitingu EES-samningsins, samningsins um fastanefnd EFTA eða samnings þessa.

Sbr. 170. gr. Rs

33. gr.


Hlutaðeigandi EFTA-ríki skulu gera nauðsynlegar ráðstafanir til að framfylgja dómum EFTA-dómstólsins.

Skýrar getur þetta ekki verið.  Því er ESB að brjóta eina grundvallarstoð EES samningsins með því að leysa ekki úr réttarágreiningi eftir þeim leiðum sem EES samningurinn kveður úr um.

Og það er landráð í hugsun hjá íslenskum ríkisborgara að taka undir lögleysu ESB.  Svona landráð í hugsun voru þekkt hjá Kvislingum Noregs svo dæmi sé tekið.

Annað dæmi um landráð í hugsun er sú fullyrðing að íslensku neyðarlögin mismuni eftir þjóðerni.  Þau gera það ekki.  Þau aðskilja íslenska fjármálamarkaðinn frá erlendum.  Gjörð sem er heimil, bæði samkvæmt EES og samkvæmt alþjóðlögum.  Því samkvæmt alþjóðalögum hafa þjóðir rétt til að grípa til neyðarlaga ef þær telja tilveru sinni ógnað á einhvern hátt.  Og EES samningurinn eins og aðrir samningar meina ekki þjóðum að grípa til ráðstafana með þeim skattpeningum sem þær afla sér.  Þú mátt ábyrgjast umfram réttindi í landi þínu án þess að það komi öðrum þjóðum nokkuð við  Nýleg dæmi eru ábyrgðir breta á sínum innlánum og stuðningur Frakka við bílaiðnaðinn í Frakklandi.  

En auðvitað verða lögin að standast og ríki ágreiningur um það, þá verður að endurskoða þau eða fella niður og setja ný sem standast þau skilyrði sem sett eru til slíkra laga.  En í grunnprinsippinu er þessi leið lögleg og um það ríkir ekki ágreiningur nema hjá landráðafólki í hugsun líkt og hjá Stúdetaþjóðverjunum sem báðu Hitler að mæta með skriðdreka sína.  

Því landráð eru alltaf landráð.  Það er þegar þú vilt með gjörðum þínum og hugsunum valda þjóð þinni óafturkræfilegum skaða.  Og þú heldur fram málstað andstæðinga hennar á þann hátt að þú fullyrðir eitthvað án rökstuðnings, heldur fram órökum í málinu og notar hvert tækifæri til að skrumskæla málstað þjóðar þinnar.

Fullyrðingar án rökstuðnings, gífuryrði til að gera lítið úr þeim rökum sem þjóð þin notar, skrumskæling á sannleikanum.  Allt þetta einkennir málflutning vissra borgunarmanna hér í netheimum.  

Sú fullyrðing að við verðum að borga er annars eðlis en að við eigum að borga.  Um hana má ræða og um hana má deila.  Það er lýðræðisleg umræða og það er lýðræðislegur réttur fólks.  En þegar umræðan er í þeim farveg sem ég svartletra hér að framan og ósannar fullyrðingar eru notaðar til að dylgja um eitthvað sem ekki á við og viðtekin sannindi eins og alþjóðalög um neyðarrétt eru léttvægin fundin með bulli, þá er tilgangurinn annarlegur og í jafn alvarlegu máli þá er um ígildi landráðs að ræða, eða það sem ég kalla "landráð í hugsun".  

Og við eigum ekki að láta þetta fólk komast upp með sinn ranga, stórhættulega málflutning.  

Í svona grafalverlegu máli skal rétt vera rétt.

Og um það á ekki að deila.

Kveðja að austan. 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Nákvæmlega Ómar, ég trúi því ekki að þessi ólög verði samþykkt. Þá fyrst mun landið loga.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 12:37

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, en finnst þér það ekki skrýtið Arinbjörn að það er sama hvað maður ögrar og stríðir borgunarmönnum,  í stað þess að kaffæra mann með rökum, þá flýja þeir með skottið á milli fótanna, og eru lyddur á eftir.

Sem Hriflungur þá veit ég að það eru yfirleitt tvær hliðar á hverju máli, en fyrir utan fullyrðinguna að við eigum að borga, þá er rökstuðningurinn enginn.  Ég sá til dæmis á Silfrinu að nafni minn Kristjánsson, ESB sinni, vitnaði í grein í Fréttablaðinu efir Óla ég  man ekki rest, og það átti að vera einhver æðsti sannleikur.

Óli greyið gat ekki fundið neinn lögfræðing sem þorði að tjá sig undir nafni svo grein hans að boði Þorsteins Pálssonar var viðrini án rökstuðnings en mikið af þetta er svona og hinsegin en lagatilvísanir vantaði algjörlega.  Og svo klykkti strákurinn út með það að Stefán kynni ekki að lesa lagatexta á ensku, okkar virtasti prófessor í dag.  

Þvílíkt rugl.  Og þvílík staðreynda fátækt að öll rökin séu tilvísun í bullið hjá hvor öðrum.  Ef það er bannað að keyra yfir á rauðu ljósi, þá stendur það í lögum og hvaða lögfræðingur sem er getur vísað í viðkomandi lög.  Ef það er lagaágreiningur, þá vísa menn í mismunandi lagatexta og taka svo slaginn, en í þessu máli er aldrei vísað í neinn texta eða nein lög sem styðja borgunarlandráðin.

Jón Baldvin skrifaði heljar pistil sem að innihaldi var gagnrýni á fjórfrelsið, íslensk stjórnvöld áttu að meina Landsbankanum að starfa sína ICEsave reikninga, augljóst í dag en þá var það ólöglegt að banna þá vegna fjórfrelsisins og jafnvel  hefðum við þurft að segja upp EES samningnum til að mega það.  Og eftirlitið var breskt, ekki íslenskt.

Og kallinn talar að við eigum að borga vegna EES, en er hann þá ekki að segja að hann sé landráðurinn.  Ef það er EES sem fær okkur til að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs, þá er það augljóst.  En það stendur hvergi í EES samningnum og í tilskipunum ESB þá er það skýrt að fjármálakerfið sjálft átti að fjármagna tryggingakerfið.

Og Jón bulla og sullar án raka.  En málsnilldin er mikil og þess vegna er á hann hlustað.  Alveg eins og margir töldu það vera sósíalisma að drepa milljónir manna úr hungri, bara vegna þess að Halldór Laxness orðaði snilldina svo vel.  

En hann sá að sér.  Hvenær skyldi Jón hætta að vera ættleri og fara að vinna að hagsmunum íslenskra alþýðu eins og faðir hans helgaði líf sitt alla tíð?  

Eða er hann bara ættleri, aumur kvistur sinnar ættar?  Og sífellt að kenna öðrum um.  

Spái oft í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.6.2009 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 494
  • Sl. sólarhring: 689
  • Sl. viku: 6225
  • Frá upphafi: 1399393

Annað

  • Innlit í dag: 420
  • Innlit sl. viku: 5275
  • Gestir í dag: 387
  • IP-tölur í dag: 382

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband