Er ASÍ að rumska???

Það vakti mikla athygli þegar hagfræðingur ASÍ fjallaði um þörfina á greiðsluaðlögun og hve margir myndu nýta sé það úrræði að fá tilsjónarmann og þvingun á lækkun skulda.  Þetta voru ekki margir einstaklingar sagði hagfræðingurinn og tók tölur frá  árunum 2005-2007 því til staðsetningar.  Blessaður hagfræðingurinn hafði ekki heyrt minnst a kreppuna og afleiðingar hennar.

Eða hann var að blekkja til að hjálpa vonlausri ríkisstjórn.   En núna er sagt satt.  "Það er þung greiðslubyrði á íslenskum heimilum,  ....... Fólk er þá  viðkvæmara fyrir tekjumissi og  er strax komið í vandræði.

Og það er blekking að segja að fólk ráði við allt að 50 % ráðsstöfun tekna sinna í lán og vexti.  Þetta gæti staðist að vissu marki ef verðlag hefði haldist stöðugt  en við gengishrun krónunnar þá hækkaði allur tilkostnaður um allt að 30% en tekjur standa í stað eða minnka því allir, jafnt ríkisfyrirtæki og einkafyrirtæki draga saman í yfirvinnu, bónusum og svo framvegis.  

Dæmið gengur ekki upp með svona hárri greiðslubyrði, ekki nema fólk ali börnin sín upp í fátækt.  Og hvaða foreldri gerir það?  Ekki þeir sem hafa menntun og getu til að byrja upp á nýtt á fjarlægum slóðum.  Svona alvarlegar tölur eru því ávísun á landflótta.

Og það er engin lausn sem ASÍ hagfræðingurinn bendir á, að vísa í greiðsluúrræði stjórnvalda.  Þau hjálpa vissulega til í núinu en svipta fólk allri von um einhverja reisn í framtíðinni.  Því svipuð greiðslubyrði í dag, í núverandi vaxta og verðtryggingaumhverfi þýðir aðeins eitt og það er óviðráðanlegur skuldabaggi í framtíðinni.  Það litla eigið fé sem fólk á rýrnar og verður að engu.  

Baráttan er ekki aðeins tilgangslítil, hún er vonlaus.  

Og mun verða það þar til fólk hættir að rífast og gerir sér grein fyrir því að gamla kerfið er hrunið.  Hvernig nýja kerfið verður er erfitt á átta sig á en núna er ljóst að það þarf að slá skjaldborg um heimilin og  fyrirtæki.  Það verður að leyfa lífvænlegum rekstri að ganga án vaxtaokurs svo fólk haldi vinnu og þjóðarbúið fái tekjur.  Og það á að láta fólk borga eftir greiðslugetu.  Svo einfalt er það.

Og það þarf að taka verðtrygginguna úr sambandi svo gengislækkanir krónunnar kippi ekki grundvellinum undan öllu mannlífi hér á landi

Ráðamenn mega aldrei gleyma því að fólk hefur fætur og getur forðað sér.

Og fólkið er það eina sem þetta land á.

Kveðja að austan.


mbl.is Skuldsett heimili viðkvæmari fyrir tekjumissi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mikið rétt hjá þér Ómar. Talsverður fótaórói hefur gert vart við sig á mínu heimili.

Arinbjörn Kúld, 12.6.2009 kl. 12:21

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Þess vegna þurfum við að nota puttana til að blogga gegn ósköpunum og lappirnar til að mæta í mótmælagöngur og sætta okkur aldrei við Hrunið, sem var ekki okkur að kenna en okkur er neitað um bjargirnar til að bjarga okkur.

Þetta snýst alltaf um uppgjöf félagshyggjunnar.  Ef hún starfar með Nýfrjálshyggjunni, þá er allt svo erfitt.  En ef fólk hlustar á Ögmund og ef Ögmundur man hvað hann er og hvað hann heitir, þá er leiðsögnin til staðar.

Og þá mega ógnaröfl Hrunsins vara sig.  

En þetta er ekki félegt í augnablikinu, það skal ég viðurkenna.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 12.6.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 563
  • Sl. sólarhring: 640
  • Sl. viku: 6294
  • Frá upphafi: 1399462

Annað

  • Innlit í dag: 481
  • Innlit sl. viku: 5336
  • Gestir í dag: 442
  • IP-tölur í dag: 435

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband