Félagshyggjan lifir ennþá í hluta þingmanna VinsriGræna.

Þetta fólk mun ekki þurfa að skammast sín á gamals aldri fyrir að hafa komið nálægt mesta níðingsskap Íslandssögunnar.  Það er félagshyggjufólk og félagshyggjufólk samþykkir ekki níðingsskap gagnvart umbjóðendum sínum.  Það selur ekki börn sín eða annarra börn í skuldaánauð. 

Það má vel vera að það verði undir, að íhaldið og aðrir þjónar auðvaldsins séu það öflugir að þeir hafi sigur í þessu máli.  En það verður ekki með atkvæðum Atla Gíslasona, félagshyggjumanns, Ögmundar Jónassonar, föður nútíma félagshyggju í íslenskum stjórnmálum, Lilju Mósesdóttur féalgashyggjumanns og Guðfríði Lilju Grétarsdóttir félagshyggjumanns. 

Um sálarsölu fyrrverandi félagshyggjufólks í VinstriGrænum þarf ekki að mörg orð.

Skömm þeirra mun lifa um aldir meðal félagshyggjufólks.  

Kveðja að austan.


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Mér finnst umsnúningur VG í icesave málinu furðulegur. Sannfærir mig enn meira um að verið sé að fela einhvern ægilegan sannleik fyrir okkur. Annars hef ég hægt um mig á blogginu, ég er það reiður, ofsareiður og þá er betra fyrir mig að þegja.

Arinbjörn Kúld, 10.6.2009 kl. 00:45

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Fólk kaus þetta fólk til að það myndi segja okkur sannleikann.  Og það myndi andæfa.  Ekki flauelsklæða byssukúluna.  En löngunin til að blogga kemur í bylgjum.  Þetta er ágætis farvegur til að losa sig við reiði og gremju, sérstaklega þegar maður finnur einhvern til að argast í.

En núna er ég að þessu til að okkar fasta baráttufólk finni stuðning.  Ég stíla inn á tengingar við fréttir og svo reyni ég bara að stuða eins marga og ég get.

Og svo lemur Jakobína á þeim þess á milli.

En framtíðin er óviss, rétt er það.  Á svona stundum græt ég heilsuskortinn því annars væri ég búinn að kaupa mér Che Guvara húfu en unga fólkið mun gera það. 

Sannaðu til.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 10.6.2009 kl. 08:13

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er ömurlegt að horfa upp á það hvernig þetta fólk hagar sér og talar í aumingjatón niður til almennings. Almennings sem á að borga skuldinar en kemur ekkert við hvers vegna.

Svo er þetta ferlega skrítið með Landsbankann og Björgólf Thor. Það berst ekki orð um spillingu úr þeim búðum þótt þetta hafi verið í boði mafíunnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:47

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobíona.

Eru menn ekki bara hræddir við mafíuna.  En Landsbankinn var líka allt að undirdeild í Sjálfstæðisflokknum og þar fengu ungir flokkshestar skjól á meðan þeir byggðu upp sinn pólitíska frama.  Segjum að bankinn hefði lifað nokkur ár í viðbót.  Hvernig hefði þá verið tekið á málum bankans?  Allir ungu þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fyrrverandi starfsmenn hans.

Í raun var þetta hrun nauðsynlegt áður en skil milli flokks, auðmagns og stjórnvalda runnu í eitt.   Þá hefðum við fyrst séð spillingu og brenglun í ákvörðunartöku.  Og unga íhaldið sá ekkert athugavert við þetta.  Hvorki hér eða annars staðar.  Ef það var gróði,  þá var allt í himnalagi og aðeins sérvitringar eins og Ögmundur andæfðu.

Og hann ætlar líka greinilega að leiða uppreisn gegn Steingrími út af ICEsave og er það vel.  Í því liggur vonin.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.6.2009 kl. 21:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 16
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 2035
  • Frá upphafi: 1412734

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 1788
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband