9.6.2009 | 13:23
Koma svo, koma svo, aftur og aftur.
Nýtt lýðveldi er í vændum því þeir sem ráða hinu gamla spillta Íslandi ætla að selja þjóð sína á altari erlendra fjármagnseiganda vegna gjörða innlends auðmagns. l
Þeir segja að við séum kúguð til þess en við sjáum hvergi þá kúgun. Þetta eru aðeins þeirra eigin orð, þeirra eigin ímyndun.
Þjóðum er ekki útskúfað þó þær standi á rétt sínum og krefjist þess að alþjóðasamningar séu virtir. EES samningurinn eins og allir aðrir samningar er með ákvæði um að ef til ágreinings kemur þá sé það dómstóla að skera úr um. Aðeins innlendir leppar alþjóðlegs auðmagns, reyna að ljúga því að okkur að önnur lög gilda um íslenska ríkið en önnur ríki heims.
Og svo er okkur talið í trú um að ef við hlýðum ekki, þá sé farið í hirslur Þriðja ríkisins um hvernig eigi að kúga og svívirða smáar nágrannaþjóðir. Þvílík vanvirðing á lýðræðishefð Evrópu. Þvílík vanvirðing á réttarvitund almennings í Evrópu.
Lygar Leppana meika engan sens. Þetta er sett fram til að blekkja fólk og hræða til hlýðni. Eina sem hugsanlega gæti gerst ef við stöndum á rétti okkar er skítafýla úr ákveðnu húsi í Brussel. Og slíkt gæti hugsanlega komið niður á Evrópudraumi Samfylkingarinnar. En þetta er fullorðið fólk sem blandar ekki saman ólíkum málum. Því er það mjög hæpið að ICEsave deilan skemmi fyrir eðlilegri meðferð á fyrirhugaðri umsókn Íslands að Evrópubandalaginu.
Og allt tal um að EES samningnum verði sagt upp, er hlægilegt. Slíkt er ekki gert í alþjóðasamskiptum út af lagaágreiningi. Málin eru leyst við samningaborðið.
Og við það samningaborð þarf af okkar hálfu fólk sem er ekki Leppar í hugsun. Fólk sem ekki er harðast í að halda fram málstað gagnaðila okkar. Fólk sem er Íslendingar í hugsun og gjörðum.
Hrekjum Leppstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá völdum og hefjumst handa við að byggja upp Nýtt Ísland.
Koma svo, Koma svo.
Kveðja að austan.
Boðað til mótmæla í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:37 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 345
- Sl. sólarhring: 703
- Sl. viku: 5929
- Frá upphafi: 1399868
Annað
- Innlit í dag: 309
- Innlit sl. viku: 5073
- Gestir í dag: 301
- IP-tölur í dag: 299
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.