Er maðurinn f-orðið??

Ríkisstjórnin treystir sér ekki til að stjórna landinu heldur tekur við tilskipun frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Hans  eina markmið er að tryggja ávöxtun fjármagnseiganda og fleyta krónunni svo hún geti aftur orðið leiksoppur spákaupmanna. 

Til þess eru hafðir hæstu stýrisvextir heims og með þeim er atvinnulífið drepið í dróma.  Kjarasamningar eru í uppnámi því fæstir atvinnurekendur sjá fram á að lifa út sumarið nema með innspýtingu úr bankakerfinu.  Þeir geta ekki greitt skuldir sínar, þeir geta ekki greit þá vexti sem þeir eru krafnir um og þeir treysta sér ekki til að standa við gerða kjarasamninga.

Þetta kallar Bildt að Ísland sé á réttri leið.  Menn sem bulla svona eru ekki einu sinni kallaðir f-orðið.  Heimskan er of mikil til þess.

Og hann vogar sér maðurinn að tala um hjálp Norðurlanda.  Hinar svokölluðu vinaþjóðir íslendinga sem létu syndir vanhæfrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar bitna á almenningi sem enga ábyrgð bar.  Annað en að hafa kosið þessa vitleysinga yfir sig.  

Réttlætir það ógnarstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins  á Íslandi.  Réttlætir það gegndarlausar hótanir að ef við krefjumst þess að EES samningurinn virki og úr ágreiningsefnum sé skorið, þá er okkur hótað ævilangri útskúfun úr alþjóðlegu samfélagi, það er ef eitthvað er að marka orð ráðherra VinstriGrænna og Samfylkingarinnar.

Vinaþjóðir hóta ekki útskúfun þó þeirra minnsti bróðir krefjist réttar síns.  Þær afhenda hann ekki alþjóðlegum glæpasamtökum sem hafa það eina markmið að gera heiminn að leikvelli alþjóðlegra stórfyrirtækja og alþjóðlegs auðmagns.   

Vinaþjóðir hjálpa.

Geri þær það ekki þá er lágmarkið að fulltrúar þeirra núi ekki salti í sárin með bulli sínu og vitleysu.

Hörmungar blasa við börnum okkar og peningar sem gætu farið í að laga tannheilsu fátækra barna sem ekki sofa á nóttinni fyrir kvölum, eru notaðir til að gefa þessu fólki að éta.

Ísland á ekki samleið með núverandi stjórnvöldum hinna Norðurlandanna.  Við þurfum ekki óvini þegar við eigum vini eins og þá.

Kveðja að austan.


mbl.is Segir Ísland á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 2021
  • Frá upphafi: 1412720

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1774
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband