Vegvísir að landráði.

Eitt af því sem samningamenn Íslands höfðu ekki í huga þegar þeir sömdu við breta og Hollendinga er að það gilda lög í landinu.  Lög sem banna svona gjörninga.  Lög um landráð. 

Lítum aðeins nánar á brot úr lögunum:

hverjum sem í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta eða þvinga með ólögmætum hætti íslensk eða erlend stjórnvöld eða alþjóðastofnun til að gera eitthvað eða láta eitthvað ógert eða í því skyni að veikja eða skaða stjórnskipun eða stjórnmálalegar, efnahagslegar eða þjóðfélagslegar undirstöður ríkis eða alþjóðastofnunar fremur eitt eða fleiri af eftirtöldum brotum, þegar verknaðurinn í ljósi eðlis hans eða með hliðsjón af aðstæðum þegar og þar sem hann er framinn getur skaðað ríki eða alþjóðastofnun alvarlega.

Samningamenn Íslands samþykkja, að þeirra sögn undir hótunum vinaþjóða og alþjóðlega stofnana, að ágreiningur um túlkun EES samningsins sé ekki leystur á þann hátt sem kveðið er úr um í samningnum.  Með þessu hafa þeir veikt eða skaðað stjórnskipan okkar því núna ríkir lagaleg óvissa um okkar aðal milliríkjasamning og ekki hvað síst þá svipta þeir þjóðinni þeim réttindum sem kveðið er um í öllum samningum að réttarágreining eigi að leysa fyrir dómstólum.  

Með því að taka sér þetta vald hafa þeir brotið landráðakafla stjórnarskrána og ef Alþingi samþykkir þeirra gjörning þá gildir slíkt hið sama um þingið.  Alþingi  hefur ekki vald til að ganga gegn stjórnarskrá Íslands og forseta lýðveldisins ber skylda til að hafna þessum samningi, bara á þessum forsendum.

Þjóðin er í gífurlegum efnahagsþrengingum og því er ljóst, hvernig sem á það er litið, að samningur sem felur í sér skuldbindingar uppá 450 - 1000 milljarða skuldbindingu, hann veikir eða skaðar efnahagslegar undirstöður ríkisins.  Hér er því annað atriði sem samninganefndin gengur á skjön við landráðakafla Íslenska lýðveldisins. 

Fari allt á versta veg þá er ljóst að sjálfar þjóðfélagslegar undirstöður ríkisins eru í hættu því peningarnir, sem teknir verða af fjárlögum til að greiða þessa gífurlegu háa vexti og síðan afborganir af láninu sjálfu, þeir verða teknir frá öðrum brýnum verkefnum.  Annað hvort verða allar nýfjárfestingar látnar sitja á hakanum eða sjálft velferðarkerfið verður skorið niður við trog.  Þetta veikir ekki bara lífskjör þjóðarinnar, heldur skapar þetta þannig ástand að fyrirsjáanlegt er að ungt velmenntað fólk mun ekki setjast að á Íslandi eftir að það hafi lokið námi.  Ef sjálfur grunnurinn er ekki í lagi og menntun og heilsugæsla ekki samkeppnisfær við það sem uppá er boðið í nágrannalöndum okkar þá er það eðlileg tilhneiging ungra foreldra að vilja bjóða börnum sínum upp á það besta, ekki þriðja flokks þjónustu hálfgjaldþrota ríkis sem fer með alla sína peninga í að greiða af skuldum einkafyrirtækja.

Og þetta eru stærstu landráðin.  Tilræðið við framtíð þjóðarinnar.

Lögin eru það skýr að málflutningur Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á Alþingi er aumkunarverður.  Engin fyrri yfirlýsing eða minnisblöð geta bundið núverandi stjórnvöld á þann hátt að þau fremji landráð vísvitandi.  Það er ekki nóg að segjast vera sár og svekktur, vilji hann fremja þennan gjörning þá er það hann sem er að brjóta stjórnarskrá Íslands.  Eina leiðin til þess er að setja á neyðarlög sem taka stjórnarskrána úr gildi (svo það sé ekki alltaf verið að handtaka ríkisstjórnina fyrir landráð) og síðan stjórnar Steingrímur með tilskipunum í skjóli þessara neyðarlaga.  En yfirleitt þar sem slíkur gjörningur er framkvæmdur, þar er hervald látið framfylgja neyðarlögunum eða það gert í skjóli hervalds. 

Það fordæmi sem Steingrímur gæti haft til hliðsjónar er þegar Danir beittu hervaldi til að þvinga fram stjórnkerfisbreytingu á Kópavogsfundinum 1662.  En spurningin er alltaf hvar ætlar hann að fá hermennina. 

En núverandi samningur brýtur stjórnarskrá Íslands og þó íslenska þjóðin er seinþreytt til vandræða og þolir ekki nein formlegheit þá hæpið að hún sætti sig við grundvallarbrot á réttindum sínum og allsherjar nauðgun á sinni framtíð, án þess að hún krefjist þess að lög landsins séu virt.

Og ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari eru skuldbundnir að taka á landráðum.  Þeir eru jú eiðsvarnir stjórnarskrá Íslands.

En kannski erum við gerviþjóð með gervilýðveldi eins og bretarnir gera grín að okkur.  Bresk blöð tala um dverga í fyrirsögnum.  Það er greinilegt að ráðamenn lydduskapar njóta að minnsta kosti ekki mikillar virðingar vegna undanlátssemi sinnar.  

Sá sem lætur berja sig er oft barinn.  

Kveðja að austan.

 

 

 


mbl.is Útlánin eiga að greiða Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir innlitið Axel.

Ég hjó eftir einum punkti hjá Hudson og það var þegar hann sagði að ráðgjafar Obama og þeir sem ráðlögðu honum að kaupa þessi junk bréf. það voru mennirnir á Wall Street sem einmitt komu þjóð sinni upphaflega í þessi vandræði.

Hljómar kunnuglega hér á Íslandi.  Sérstaklega eltast fjölmiðmenn við alla þá álitsgjafa sem vörðu hrunástandið fram í rauðan dauðan og sáu aldrei neitt að.  Jafnvel  þó vaxtavitleysan hafði valdið slíku innstreymi erlends gjaldeyris að eitthvað hlaut undan að láta.

En þeir voru svo heppnir að "Bræðurnir" fóru fyrst og því var skuldinni skellt á þá.  En íslenska hrunið var óumflýjanlegt vegna ójafnvægis, ójafnvægis sem allir hagfræðingar og prófessorar áttu að sjá og vara við.  En í dag eru sömu mennirnir að ráðleggja okkur aftur til andskotans og þumalputtareglan er sú að ef þú ert nógu kræfur gegn framtíð þjóðar þinnar þá áttu víst pláss í umræðunni á ríkisfjölmiðlunum.  

Þar er hagfræði andskotans mest í metum undir kjörorðinu "gengur betur næst".

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 9.6.2009 kl. 10:28

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Rétt Ómar, þetta eru hrein og klár landráð. Fyrst frömdu útrásartröllin sín landráð. Nú kemur ríkisstjórn íslands og alþingi íslendinga og fermur önnur landráð sem felast í stórkostlegri veikingu samfélagsins og og riftun samfélagssáttmálans. Okkur virðast allar bjargir bannaðar. Umheimurinn styður ríkisstjórnina í þessu og okkur verður látið blæða út. Hægt og örugglega mun samfélaginu blæða út og þá er lag fyrir AGS og að því er virðist ESB að innlima okkur í ESB og við verðum útnára- og vandræðahérað framtíðarinnar.

Arinbjörn Kúld, 10.6.2009 kl. 00:34

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Arinbjörn.

Gaman að heyra í þér.

Ja, hugmyndin er ættuð frá þér og ég tók tilvitnun úr pistli frá þér. En það er þetta og bjargirnar.  Þetta er allt komið undir þjóðinni.  Og hvort hún fái öfluga leiðsögn.

Það er aldrei of seint að segja við kúgunaröflin, til andskotans með ykkur og étið úldinn hund.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 10.6.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 2019
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband