8.6.2009 | 14:24
Koma svo, koma svo.
Þetta sagði fögur snót í sjóaraklæðum í beinni útsendingu frá hvatningarsamkomu Grindvíkinga þegar ljóst var að Kalli Bjarna keppti til úrslita í fyrsta Idolinu.
Þetta er ekki flókið. Við erum öll í sama bátnum. Vissulega er komin leki og mikil slagsíða hefur myndast. Og ljóst er að örfáir útvaldir í jakkafötum á fyrsta farrými ætla að lauma sér frá borði með þjóðarauðinn. Heyrst hefur jafnframt að þeir beri ábyrgð á lekanum. Og skósveinar þeirra í brúnni ætli að stýra bátnum uppá sker ESB og þar á að selja áhöfnina uppí fyllirís skuldir jakkafataliðsins.
Ótrúlegt ef það er satt. En flýtur á meðan ekki sekkur og eina verkefni áhafnar er að ná valdi á fleytunni og stýra henni í örugga höfn. Þétta síðan bátinn og halda á miðin á ný. Þeir geta borgað sitt brennivín sem drukku það. Við hin höfum verk að vinna.
Eina sem þarf er að standa saman og reka skósveina niður í lest til að vinna. Til þess köllum við:
Koma svo, Koma svo.
Stöndum öll saman og stjórnum okkar örlögum sjálf.
Kveðja að austan.
Mótmæli boðuð á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 34
- Sl. viku: 1655
- Frá upphafi: 1412769
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 1475
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Verdur afar frodlegt að sja hvort ung vinstri græn og hyskið sem stóð af mótmælum i vetur mæti nuna. Það er breið samstaða um þessi mál núna og óánægjan á bara eftir að magnast. Þetta er þverpólitísk samstaða nuna, hef meira að segja heyrt nokkra kommana úthúða Steingrími og Svavari (sem er landráðsbleyða af verstu sort)
Kemst ekki vegna anna en vona að fólk fjölmenni, þetta má aldrei samþykkja.
Baldur (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:37
Ef við samþykkjum ekki þennan samning þá munu Bretar (réttilega) hætta að versla við okkur, líklega yrðu settar viðskiptaþvinganir á okkur af hálfu ESB. Erlend viðskipti okkar við Breta eru um 30% (jafnvel meira í dag eftir hrun bankana) af öllum erlendum viðskiptum okkar þannig að ef þið getið fundið einhvern annan sem vill versla við okkur í staðinn, endilega farið að mótmæla, hangið heima annars.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:54
Blessaður Baldur.
Okkur greinir á um orðalag en ekki markmið núverandi mótmæla. Ástandið er orðið þannig á bátnum að áhöfnin verður að einhenda sér í að þétta lekann og ná valdi á brúnni. Gömul slagsmál mega ekki koma í veg fyrir nauðsynlega samstöðu.
Ég skal persónulega hætta að tala illa um frjálshyggjuna ef það yrði til þess að hægt yrði að gera út á ný, í stað þess að enda á þrælagaleiðum ESB.
Verð líka með í anda.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 15:03
Bingó Jón!!! Þú fékkst bingó.....
Kallaðu mig bara VG hyski vinur einsog þú vilt Baldur en málið er nú þannig búið að Geir Haarde skrifaði undir þennann samning 18 nóv í fyrra og gékk þannig frá því að stjórnvöld myndu ekki sækja málið fyrir dómstólum heldur semja. Þannig að ef fólk er pirrað þá má það bar vera pirrað við Geir ef það nennir því.
Ég er ekki þarnað en svo segir mér huga að þarna mæti enginn enda lítið nema bara yfirlýsingaglaðir ung hægri menn sem hafa mælt með þessum mótmælum, já og því miður Baldvin vinur minn. Þetta gæti orðið vandræðalegt.
Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 15:06
Blessaður Jón Hrafn.
Myrk er þín framtíðarsýn en þrælaviðskipti eru lítils virði. Þú ættir að líta í Íslandsklukkuna við fyrsta tækifæri.
En segðu mér í alvöru trúir þú þessu sjálfur eða liggur svona illa á þér?
Ég trúi á huldufólk en ekki á þær ógnaraðgerðir sem þú ætlar bretum. En formleg lög geta þeir ekki sett á okkur í þeim dúr sem þú segir. Bretland er réttarríki og aðili að alþjóðastofnunum, þar á meðal Sameinuðu þjóðunum. Og ef þú trúir á svona mikla samstöðu bresks almennings þá er bleik brugðið. Það halda meira að segja ekki allir bretar með Manchester United, hvernig í lifandi ósköðum ætti að vera að sannfæra þá um að hata Íslendinga. Og heldur þú að þeir borði franska snigla í stað þorsks í fish and chips.
Meikar ekki sens.
Koma svo, koma svo.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 15:10
Blessaður Ágúst.
Ætla nú ekki að skipta mér að skoðanaskiptum þínum við Baldur, sjálfsagt einhverjar fornar væringar.
En hver er þessi Geir Harde sem þið VinstriGrænir eruð alltaf að tala um?? Er það hann sem ætlar að selja þjóðina. Er þetta skýringin á algjörum viðsnúningi Steingríms Joð. Er hann kannski þessi Geir í dulargerfi????
Einhver skýring hlýtur að vera á þessu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 15:15
Afsakaðu Ómar, ég vissi ekki að þú værir sérfræðingur í breskri lagahefð varðandi milliríkjadeilur. Sameinuðu þjóðirnar koma þessu ekkert við, samþykktir þeirra hafa enga réttarstöðu hvorki á Íslandi né í Bretlandi. Ef við neitum að borga erum við að brjóta EES samninginn, ekki neinn annar, og af þeim sökum geta Bretar gert það sem þeir vilja í framhaldinu. Þeir myndu get gert hvað sem þeir vilja án þess að við hefðum nokkran andmælarétt. Viðskiptabann myndi róa mikið af reiðu fólki í Bretlandi, gefa misvitrum stjórnmálamönnum Bretlands blóraböggul og hafa gjörsamlega engin áhrif á efnahagslíf þar í landi.
Jón Hrafn (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 16:09
Ekki þekki ég nú Baldur neitt svo ég viti en það kemur kannski til af því að hann gerir svo illa grein fyrir sér og vinstrigrænn er ég ekki takk fyrir,ég hef ákveðið að taka mér stöðu utan hægri/miðju/vinstri vitleysunnar það sem eftir lifir, þú gætir kallað það vakningu.
Geir afsalaði rétti okkar til að fara með málið fyrir dómstóla, væntanlega af því að hann vissi að það væri borin von, við getum nú þakkað fyrir að hafa verið við borðið í þessum samning og ekki er ég að kalla hann góðann tek það fram , en þjóðverjar voru hvergi sjáanlegir í Versölum eftir fyrra stríð þeir fengu bara reikninginn í pósti. Flestir þekkja svo framhaldið.
Steingrímur Joð já, hann er nú meri kallinn, er ekki alveg nógu flinkur að standa með sér.
Einhver Ágúst, 8.6.2009 kl. 16:28
Blessaður Jón Hrafn.
Varðandi milliríkjahefð breta má margt segja. En fortíðin sem slík er engin mælikvarði á framtíðina. En Sameinuðu þjóðirnar hafa í áratugi verið að vinna að breyttum vinnubrögðum í milliríkjadeilum. Kjarni þeirra hugsunar er að engin önnur þjóð beiti aðra þjóð ofbeldi að óþörfu. Hafi þjóð gert eitthvað það til miska að öðrum líkar ekki þá er reynt að leysa ágreininginn með samningaviðræðum og um hluti eins og viðskiptabann er reynt að ná alþjóðlegri sátt eða stuðningi. Vissulega fara stórveldin sínu fram en jafnvel Bandaríkin reyna að skapa grundvöll samstöðu því alþjóðleg lög, sem banna ofbeldi og einhliða aðgerðir, eru alltaf að styrkjast.
Svínsleg hegðun eins og bretar hafa verið þekktir fyrir í gegnum tíðina er á undanhaldi. Lógíkin er einföld. Stórþjóðin, sem kúgar minni þjóð, á óvini og minni þjóðin leitar þar ásjár og fyrr ern varir eru allir búnir að gleyma upphaflegu deiluefninu. Og þá er Sarajevo stutt undan. Og þá atburðarás vilja allir forðast.
Alþjóðlegt ofbeldi er ekki í tísku í dag. Og svo bannar stofnsáttmáli Nato árás Nato ríkis á annað Nato ríki. Ef bretarnir ráðast á okkur þá verður annar hvor aðilinn að víkja, við eða þeir. Þú segir við vegna þess að við erum án bandamanna en þú gleymir dýpri lógík alþjóðastjórnmála sem er sú eilífa pæling í hver er næstur. Þess vegna eru smáþjóðir mjög viðkvæmar að láta stórþjóð komast upp með yfirgang því enginn veit hver næstur er.
Og svo gleymir þú breskum lögum. Viðskiptabann án tilefnis skapar bresku stjórninni skaðabótaábyrgð og bretarnir geta ekki endalaust treyst á leppa sína í Samfylkingunni að þeir komi í veg fyrir varnir Íslands.
Þú segir að þeir hafi tilefnið. En málið er það að þú ert ekki marktækur um það. Það þýðir lítið fyrir Gordon Brown að vísa í þig. Hafi Ísland brotið EES samninginn þá verða þar til gerðir dómstólar að skera úr um það. Fólk greinir á hvort það er EFTA dómstólinn eða Evrópudómstóllinn en meint brot er ekki brot fyrr en dómstóll hefur úrskurðað þar um.
Og hvernig brutum við EES samninginn. Þú ert væntanlega að vitna í innlánstrygginguna en þú trúir þjóðsögum um að það standi í EES samningnum að Tryggingasjóður innlána sé með ábyrgð viðkomandi ríkisstjórna. Í fyrsta lagi þarf það að standa í EES samningnum en það geri það ekki. Allavega eftir bestu vitneskju Stefáns Más Stefánssonar og ég trúi honum á meðan gagnaðilar málsins sýna engin lagarök gegn hans skoðunum. Almannarómur og þjóðsögur eru ekki rök.
Og gættu að því að þó að það stæði í EES samningnum að viðkomandi ríki sé bótaskylt og sú lagagrein hafi verið hulin þeim lögfræðingum sem létu alþingismenn samþykkja lögin um Tryggingasjóð innlána, þá eru eftirlitsstofnanir EES til þess að gera athugasemdir og krefjast tafarlausra úrbóta á lögum sem stangast við tilskipanir ESB. En slíkt var ekki gert og því standast íslensku lögin og skaðabótaskyldan er öll ESB. Bretarnir ættu kannski að setja Brussel í viðskiptabann.
En jafnvel þó allar þínar myrkustu martraðir rættust þá er það grundvallaratriði að eiga ekki neitt undir þjóð sem beitir smærri nágranna sína gegndarlausu ofbeldi. Það þarf hvort sem er að friða fiskistofnana og við erum hvort sem er á hausnum.
Farið hefur fé betra ef satt reynist. En ég kýs frekar að trúa álfasögum en þinni heimsmynd. Bretar eru gott og gegnt fólk sem myndu aldrei gera nokkuð í þeirri líkingu sem þú trúir á.
En þeir eru góðir í að hóta þeim sem pissa í buxurnar að hræðslu við minnsta þrýsting. En það má alltaf kaupa bleyjur á hrædda Samfylkingarmenn.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 17:21
Blessaður Ágúst.
Gott og vel, datt það svona í hug að þið Baldur væruð svona fornir vinir.
En Ágúst, neyðarréttur þjóða er sterkur og enginn Geir þó hálfnorskur sé getur bundið þjóð sína þannig að hún geti ekki breytt ákvörðunum hans. Sérstaklega ef um þvingun mótaðilans var að ræða.
Og þjóðin lamdi potta til þess að losna við rangar ákvarðanir Geirs og afleiðingar þeirra. Það var þetta pottaglamur sem kom Steingrími til valda. Ef hann var alla tíð sammála Geir en þagði á meðan hann náði völdum, þá framdi maðurinn valdarán með blekkingum og fölskum málflutningi.
En hver sagði þér að það væri borin von að láta dómsstóla skera úr um ágreiningsefni. Hefur þú eitthvað fyrir þér í því að Evrópudómstóllinn dæmi ekki eftir lögum og reglum sambandsins??
En lögin eru skýr. Tryggingasjóður innlána var sjálfseignarstofnun og fjármagnaður af innlánsstofnunum sem féllu undir sjóðinn. Eina viðbótarfjármögnunin, sem um er getið í lögunum er heimild til lántöku. Og hvað hina þjóðsöguna varðar að eitthvað ólöglegt hafi átt sér stað í sambandi við ICEsave reikningana þá skauta menn alveg fram hjá þeirri staðreynd að bankabjánarnir okkar störfuðu skilmerkilega eftir öllum þeim lögum og reglum sem giltu á EES svæðinu. Og raun eftirlitsaðilarnir voru breska og Hollenska fjármálaeftirlitið.
Málflutningur borgunarmana byggist á bábiljum, bulli og þjóðsögum þar sem hver étur vitleysuna eftir öðrum. Ég hef lesið ótal blogg, margar greinar í blöðum og hlustað á málflutning þeirra í fjölmiðlum og hvergi hef ég lesið stafkrók eða heyrt nokkurn mann rökstyðja mál sitt með tilvísun í lagatexta eða reglugerðir Evrópusambansins.
Það segir sína sögu.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 17:47
Ég var þarna fyrir þig og aðra Norðfirðinga sem gátu ekki séð sig fært að mæta. Þarna hafa verið hátt í 1000 manns þegar mest var, og allt fór friðsamlega fram. Það eina sem ég hef við mótmælin að athuga er það að lögreglan kann ekki að beina duftslökkvitæki að eldi, því ég fékk sjálfur mest yfir mig þótt ég stæði 3 metra frá kestinum.
Kveðja austur.
Axel Þór Kolbeinsson, 8.6.2009 kl. 18:35
Já blessaður aftur Axel og takk fyrir að gleyma okkur ekki.
Þetta er glæsileg byrjun á nýrri öld, vonar og manneskjulegrar framtíðar.
Löggan mun vera leiknari þegar hún fær meiri æfingu.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.