Nú reynir á vinstri og félagshyggjufólk.

Sagan kennir að fólk með stórt hjarta þolir illa óréttlæti og kúgun.  Í gegnum aldirnar hefur það verið til vandræða hjá aðli og auðmönnum sem alltaf hafa talið það sjálfsagt að almenningur kyngi því sem að er rétt.  Ef ekki þá hefur svipunni verið beitt ótæpilega. 

En það er eins og fólkið með stóra hjartað skilji illa svipur og barsmíðar.  Það rís upp aftur og mótmælir, krefst réttlætis, bræðralags og jafnréttis.  Og það krefst þess að hinn almenni maður eigi rétt til lífs og mannsæmandi lífskjara, óháð efnahag og þjóðfélagsstöðu.

Núna eru lagðir hlekkir þrældóms og kúgunar á hinn almanna mann.  Hinn óheyrilegi kostnaður ICEsave samkomulagsins verður greiddur með lakari menntun barna okkar, skorti á mannsæmandi heilsugæslu og niðurbroti á sjálfsvirðingu þeirra.  Það er ill raun að þurfa að alast upp í þjóðfélagi þar sem hið illa átti sér stað án þess að foreldrar þeirra sýndu þann manndóm að bregðast við og verja framtíð barna sinna, með lífinu ef með þyrfti. 

Foreldrarnir kusu ruður í stað frelsis.  Grjón í stað réttlætis.  Þeir töldu sér í trú um að það væri betra að  vera kvalinn og kúgaður í stað þess að vera frjáls og bera höfuð hátt.  Jafnvel þó það kosti endalok innkaupaferða til London um nokkurn tíma. 

Sumt má ekki og þessi samningur er eitt af því.  Svona gerir fólk ekki börnum sínum.

Aldrei.

Og börnin mun aldrei fyrirgefa okkur lydduskapinn.

En til hvers að berjast?  Kannski er baráttan vonlaus?

Ég segi nei, hún er ekki vonlaus ef fólkið með stóra hjartað gengur til liðs við réttlætið og frelsiskröfu hins fátæka manns.  Skilji að nú er kominn tími á rauða loga, jafnvel á óþekktum leiðum kirkjugarðanna.  Skilji að uppvakningar hafi yfirtekið sálir forystumanna þeirra og þeim er haldið föngnum í ginnungargapi Nýfrjálshyggjunnar sem engu eirir.  Skilji að núna er ögurstund og að það þurfi ekki aðeins að berjast án sinnar gömlu forystu, fyrir jafnrétti, bræðralagi og frelsi, heldur einnig fyrir endurheimt sálna sinna gömlu forystumanna.  

Kannski er stærsti glæpur Nýfrjálshyggjunnar þessi sálnastuldur.  Þeir sem samkvæmt sínu eðli hafa alltaf haldið hlífarskyldi yfir réttlætinu, höggva núna sem óðir væru.  Aðeins gjörningar geta valdið slíkri umbreytingu.

Kveðum ICEsave svikin í kútinn.  Kveðum gjörningana í kútinn og endurheimtum aftur okkar besta fólk.  

Þjóðin þarfnast þess svo mjög.

Kveðja að austan.

 

 


mbl.is Margir skrá sig gegn Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Friðrik.

Takk  fyrir innlitið.  Sjaldan að maður lesi svona harða frjálshyggju.  Auðmenn hirði gróðann en almenningur borgi. 

En ekkert af þvi sem þú segir stenst ekki skoðun nema sú fullyrðing að breskur almenningur er líka fólk.  Og óska ég þeim alls velfarnaðar.  En hann veður að eiga sín mál við sín stjórnvöld.  Og hugsanlega ESB fyrir að setja tilskipanir sem virka ekki í reynd.  Það að láta fjármálastofnanir fjármagna innistæðutryggingar er kerfi sem virkar ekki við fjöldafall banka.  Kannski ekki annar möguleiki raunhæfur en þá var óþarfi að vekja þær væntingar að allar innistæður væru tryggðar að ákveðnu marki, til þess þurfti að vera fjármagn.

Þú ættir að lesa lögin um innistæðutryggingasjóð, hann er í fullu samræmi við þau lög og reglur sem ESB setti aðildarríkjum sínum að fara eftir.  Þú fellur í þá rökvillu að trúa eftir á skýringum, það að viðkomandi ríki séu í ábyrgð fyrir innistæðutryggingum ef tryggingasjóðir innlána verða gjaldþrota.  Til þess að það sé rétt, þurfti að setja það í lög og reglur fyrirfram.  Á  það er ekki minnst í íslenskum lögunum, og engar athugasemdir komu frá eftirlitskerfi ESB enda stendur hvergi í viðkomandi tilskipun að slík bakábyrgð sé til staðar.  Hvergi.

Hvernig færð þú það út að íslenska ríkið eigi að borga?  Það eru engin lagleg rök að segja að okkur sé sagt að gera það.

Ég fæ ekki skilið þennan meinta  aumingjaskap minn eða þjóðar minnar.  Kannski ertu hugsanlega að vitna í aðild okkar að EES en sá samningur gerði íslenskum fyrirtækjum kleyft að starfa í öðrum löndum EES eins og í heimalandi væri.  Hingað til var það talið óhætt því færu þau á hausinn, þá færu þau á hausinn.   Ef þú átt við að það hafi verið aumingjaskapur að láta Nýfrjálshyggjuna græðgisvæða þjóðfélagið þá má segja það okkur til betrunar að þetta var hinn viðtekni mórall um allan hinn vestræna heim.  Og að trúa blekkingum og áróðri er ekki bundið við íslenskan almenning.  Enda fáum við sem og aðrir að bíta úr þeirri trúgirni.

Og það er þannig að það þarf að fara eftir lögum og græðgivæðingin var lögleg samkvæmt þeim lögum sem hér giltu enda sérhæfði frjálshyggjan sig í að tryggja græðginni allt það svigrúm sem hún þurfti.

En harmur heimsins vegna ógnaráhrifa frjálshyggjunnar á allt mannlegt í samfélögum fólks er mikill og skaðinn sem alþjóðavæðing græðginnar hefur valdið fátækari íbúum jarðar er ómældur.  En þó viljinn sé mikill þá er geta okkar Íslendinga til að taka á okkur annarra manna tjón ákaflega takmörkuð, í raun engin.  Okkar skaði er nægur.

Og það er aumingjaskapur að standa ekki í lappirnar og segja "Ekki meir, ekki meir".  Jafnvel þó hver einasta króna ICEsave reikningana yrði dæmd á okkur þá eigum við ekki að semja um eitt eða neitt sem skaðar okkar samfélag.  Vissulega var það þekkt að menn voru dæmdir á galeiðurnar  vegna skulda en sá tími er liðinn.  Mennskan hefur náð það miklum árangri við að kveða niður mannvonsku hins gamla þjóðfélags og þjóðfélagsgerðar.   Það er kannski aftur þörf á Frönsku stjórnarbyltingunni en sú fyrri færði almenningi viss grunnréttindi.  Réttindi sem enginn stjórnmálamaður getur afsalað þjóð sinni með einhverjum alþjóðasamningum sem þjóðin var aldrei spurð að.  Og jafnvel þó þjóðir samþykki einhverja slíka samninga í bríaríi þá geta þeir aldrei bundið þær í ánauð.  Svo langt hefur þó mannsandinn komist áleyðis frá því á dögum Rómverja.  

Ef alþjóðasamningur knésetur þjóðir, þá þarf að semja upp á nýtt.  Semja þannig að báðir aðilar geti farið frá borði með reisn.  

Þeir sem skilja þetta ekki eru ekki vinstrimenn, hvað þá félagshyggjufólk.  Þeir ættu alvarlega að íhuga hvort þeir séu af ætt pata.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband