Sorgleg endalok sósíalistans Svavars Gestssonar.

Einu sinni var hann baráttumaður fyrir bættum kjörum alþýðu þessa lands. 

Núna sveik hann hana og er stoltur af.  

Viðurkennir að réttarstaðan er öll okkar megin.  Hefur ekki kjark til að krefjast hennar.  Segir að annars verðum við útskúfuð úr alþjóðasamfélaginu.

Hvað hefur hann fyrir sér í því?  Er glæpur okkar stærri en hjá ógnarstjórn kommúnista  í Norður Kóreu?  Vitnar hann í samþykktir alþjóðasamfélagsins?  

Hvað ályktun öryggisráðsins hefur svona gjörsamlega farið fram hjá mér?  Eða var það allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem leggur algjört samskiptabann á Ísland.  Vegna þess að Ísland vill standa við gerða alþjóðasamninga  á þann hátt að fara eftir þeim?

En Ísland viðurkennir að um réttarágreining sé að ræða og vill að um málið sé fjallað fyrir viðurkenndum dómstólum þess samnings sem um ræðir.

Er það orðinn sá glæpur að landið og þjóðin verðskuldi allsherjar útskúfun?

Hver trúir svona kjaftæði?  Hverjum er ekki sama um hvað fallnir stjórnmálamenn og skriffinnar Brussel hóta.  Þeirra tími er liðinn því þeir hafa leitt dýpstu kreppu í sögu sambandsins yfir þjóðir Evrópu.  Vegna þess að þeir trúðu á og veðjuðu á ráð græðgiskapatalismann.

Ég gæti skilið að Þorsteinn Pálsson eða annar slíkur frjálshyggjumaður hafi sagt þetta sem Svavar sagði.

En gamall sósíalisti!!!

Þetta eru sorgleg endalok á baráttu Sósíalistaflokks Íslands að síðasti erfðaprinsinn sveik sína eigin þjóð án þess að gera sér nokkra grein fyrir hvað hann braut af sér.

Siðblindan er algjör.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvort er mikilvægara réttlætti eða grjón í pottin

Pétur Þórarinnson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Pétur.

Til lengri tíma vill þetta haldast í hendur.  Ein grunnforsenda góðra lífskjara er siðað þjóðfélag þar sem meðal annars grundvallarréttlætis er gætt.  Skilningsskorturinn á þessu var til dæmis ein ástæða þess að kommúnisminn gekk ekki upp.  Þjóðfélag án réttlætis með það eina markmiði að skaffa grjón í pottinn er óskapnaður þar sem fleiri hlutir bresta, hlutir sem eru forsenda velferðar og góðs mannlífs.

En á stundum þarf að fórna grjónunum til að verja réttlætið.  Spyrðu gamla Norðmenn, Frakka, Rússa, allt þjóðir sem eiga nóg af gömlum mönnum og konum sem voru ekki í vafa um svarið við þessari spurningu.

Sá sem telur að dvöl í miðjum skítahaug sé þess virði því honum eru gefnar bruður, hann á bágt.  Og þyrfti að drífa sig í bað.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 1653
  • Frá upphafi: 1412767

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 1473
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband