Núna reynir á hvort við séum Menn eða Mýs.

Munum hvað stjórnarandstöðuleiðtoginn Steingrímur J Sigfússon sagði fyrr í vetur.

 

Enn er hægt að afstýra stórslysi fyrir íslenska þjóð.

 

Megi guð gefa  barna okkar vegna að ennþá finnist í röðum VinstriGrænna félagshyggjufólk með stórt hjarta.  Slíkt fólk lætur frekar lífið en að leiða slíkan óskapnað yfir börn sín og samfélag sitt.  

Það var þetta fólk sem hrakti herforingjastjórnina í Grikklandi frá völdum.  Það var þetta fólk sem gerði fasistum ókleyft að stýra Spáni eftir fall Francos.  Það var þetta fólk sem mótmælti þjáningum milljóna í þeim glæp gegn mannkyninu sem Bandaríkjamenn frömdu í Víetnam.

Það er þetta fólk sem geymir samvisku þjóðanna í hjarta sínu og hefur um allan heim staðið gegn græðgi og mannhatri Nýfrjálshyggjunnar.

Það er þetta fólk sem knésetur ekki börnin sín.  

Og þetta fólk er félagsfólk VinstriGrænna, leitt af manninum með samviskuna, Ögmundi Jónassyni.

Treystum á það því enginn þrælasamningur verður gerður ef það snýst gegn Nýfrjálshyggjunni sem tekur auðmagn fram yfir mennskuna.

Á meðan til er félagshyggjufólk á Íslandi, þá lifir vonin í hjörtum þjóðarinnar.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 47
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 2066
  • Frá upphafi: 1412765

Annað

  • Innlit í dag: 47
  • Innlit sl. viku: 1819
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 37

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband