Með bullinu skulum við blekkja þjóðina

Er kjarni málflutnings borgunarmanna í ICEsave deilunni.  Þó liggja allar staðreyndir málsins fyrir í ítarlegum greinum þeirra Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar Blöndals.  Og allar þeirra greinar er hægt að nálgast á MBL.is.

En það er ekki kjarni málsins hvort við eigum að borga eða ekki.  Um kjarna málsins skrifar Baldvin Jónsson mjög góða grein á bloggi sínu núna í kvöld.  Og andmæli sem hann fær á sig sína í hnotskurn málflutning rökþrota fólks.  Í blindri flokkstryggð þá er allt sagt til að reyna réttlæta glæpi flokksforystu Samfylkingarinnar og VinstriGrænna.  Skiptir engu máli þó það kosti framtíð barna okkar.  Og ef svo er þá er allt Sjálfstæðisflokknum að kenna.  Eins og hann stjórni Íslandi í dag. 

En ég skaut innslagi við greinina sem ég ætla að birta hér fyrir háttinn.  Og svo mætum við öll á Austurvöll klukkan 15.00 á morgun.

Blessaður Baldvin og takk fyrir skelegga grein.

Í grunninum skiptir það ekki máli, eins og þú bendir réttilega á, hvort Ísland sé skylt samkvæmt EES samningnum að greiða  þessar ábyrgðir.  Enginn alþjóðasamningur getur haft það að markmiði að knésetja sjálfstæði þjóðar.  Komi þær aðstæður upp þá hefur hingað til gilt þær reglur í samskiptum lýðræðisríkja, að þær semji um slík mál þannig að báðir aðilar geti við unað.  Og ef ágreiningurinn er um túlkun eða framkvæmd samnings eins og EES, þá eru sérstækir dómstólar (EFTA dómur og Evrópudómur) til að leysa úr þessum ágreiningi. 

En kjarni alþjóðlegs réttar er sá að ekkert stjórnvald geti gert bindandi íþyngjandi samning án þess að þjóð geti gripið til neyðarréttar ef sjálfstæði hennar er í húfi.  Um þetta þarf ekki að deila.

En hér að framan koma fram órökstuddar fullyrðingar um að þetta séu skuldbindingar Íslands eða íslenskra stjórnvalda.  Og XX klikkir út einni draugasögunni að hugsanlega geti við verum dæmd til að greiða 1600 milljarða.  Sem sagt að einkabankar, óháðir íslensku þjóðinni geti skuldbundið hana um rúmlega þjóðarframleiðslu án þess að um slíkt hafi nokkurs staðar verið samið eða slík ábyrgð veitt.  Að sjálfsögðu rökstyður XX ekki þessa fullyrðingu sína og vitnar ekki í neina lagatexta eða lögfræðiálit máli sínu til stuðnings.  Svona bull er sett fram í trausti þess að fólk hafi ekki kynnt sér málið eða lesið þá lagatexta sem um ræðir.  

En það hefur lagaprófessorinn Stefán Már Stefánsson gert og hann hefur afsannað svona fullyrðingar sem bábiljur að ætt þjóðsagna.  Ekkert af því sem XX setur hér fram stenst neina skoðun.  

Tryggingasjóður innlána er sjálfseignarstofnun ( eins og XX getur lesið sér til um ef hann nennti að lesa viðkomandi lög ) með sjálfstæðan fjárhagEf íslenska ríkið væri í ábyrgð þá kæmi það fram í viðkomandi lögum.  Og að sjálfsögðu kæmi það fram í tilskipun Evrópusambandsins.  En á það er hvergi minnst.

Varðandi ruglið um að íslensku neyðarlögin valdi einhverri mismunun milli íslenskra og erlendra sparifjáreiganda þá er hvergi sagt í lögum og reglum Evrópusambandsins að þjóðir megi ekki setja í lög réttindi umfram það sem að lágmarki skal tryggja samkvæmt tilskipun sambandsins.  Telji þjóð sig vera nauðbeygða (eins og Írar og Íslendingar) að ábyrgjast innlán innan sinna landamæra, þá er það þeim fullkomlega heimilt án þess að þurfa í leiðinni að ábyrgjast innlán allra hinna þjóða EES.  Eins er það með félagsleg réttindi eins og atvinnuleysistryggingar, sjúkrabætur eða félagslega aðstoð.  Sjálfstæðum þjóðum EES er fullkomlega heimilt að ráðstafa sínum skattpeningum eins og þeim hentar.  Þetta vita allir og fáránlegt að halda öðrum fram.

Allar þær bábiljur sem stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar halda fram í þessu máli eru án rökstuðnings og byggjast undantekningalítið á þjóðsögum um eitthvað sem stenst enga skoðun.  En hver ein og einasta fullyrðing Stefáns Más Stefánssonar er rökstudd með tilvísun í lög, reglur og reglugerðir og réttarvenju og hefðir.  Aðeins gagnrök með tilvísun í aðra texta eða önnur fordæmi geta hnekkt rökstuddum skoðunum hans.  Það hlýtur að segja öllu hugsandi fólki að þegar Stefán Már Stefánsson setti fram sitt lagaálit þá urðu hin meintu gagnstæðu lagaálit utanríkisráðuneytisins að trúnaðarmáli og ekki séð dagsins ljós síðan.

Rétt skal vera rétt þó það sé ekki aðalmálið í þessu sambandi.  Þjóðin ræður ekki við þessar kröfur.  Það er aðalatriði málsins.

Kveðja að austan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, þessi setning þín "Enginn alþjóðasamningur getur haft það að markmiði að knésetja sjálfstæði þjóðar" er ein sú albesta sem ég hef séð í þessari deilu allri og lýsir málinu einstaklega vel.

Þakka þér svo fyrir analýsu þína á pólitískum skoðunum mínum. Hafði gaman að henni.

Helga (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Ég vona að þú sért ekki að gera grín að mér.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 7.6.2009 kl. 23:43

3 identicon

Ég er ekki að gera grín. Mér er alvara með að setningin þín er einstaklega góð og lýsandi (lilja af þeirri gerð sem ég vildi kveðið hafa).

Með analýsuna! Ég hafði gaman að henni og kannski er eitthvað til í henni.

Helga (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 23:48

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Helga.

Mín er þá ánægjan.  Pistill minn hjá Baldvin var settur saman í fljótheitum en ég treysti Stefáni.

En þetta með analýsuna var bara grin gagnvart Valsól sem er alltaf að tala við Sjálfstæðismenn.  Hún er gamall kunningi frá Silfrinu.  Í spjalli mínu við hana er ég alltaf hóflega alvarlegur.

En takk fyrir baráttuna í dag.

Kveðja,  Ómar.

Ómar Geirsson, 8.6.2009 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 30
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 2049
  • Frá upphafi: 1412748

Annað

  • Innlit í dag: 30
  • Innlit sl. viku: 1802
  • Gestir í dag: 30
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband