Bjarni hefði betur verið formaður í Haust.

Þetta er rétt hjá Bjarna.  Ef stjórnvöld  á annað borð skrifa upp á samning í ICEsave deilunni, þá verður sá samningur vera þannig úr garð gerður að hann stefni ekki framtíð þjóðarinnar í voða.

Þessi samningur gerir það því öll óvissa er okkar megin.  Og það er oft þannig að það sem getur farið úrskeiðis, vill oft gera það ef það kemur illa við þann sem fyrir verður.  Og það skrifar enginn uppá neitt ef hann telur sig ekki geta ráðið við verstu niðurstöðu.

Og það getur Ísland ekki.  Þetta er endalok sjálfstæðis þjóðarinnar ef allt fer á versta veg.  Og það er engin trygging gegn þeim möguleika.

Áhættan er öll okkar.

Og þó sá sem bendir á þessa staðreynd sé formaður Sjálfstæðisflokksins, þá er þetta jafn rétt fyrir því.  Og það er það sem skiptir máli.  Ekki hver gerði hvað einhvertímann á árum áður.  Á neyðartímum er það aðeins fíflið sem hugsar þannig.

Ég sé þegar ég les blogg margra við þessa frétt að Samfylkingin virðist vera óvenjulega vel skipuð fólki úr þeirri ágætu stétt.

Þetta fólk skynjar ekki alvöru málsins en notar hvert tækifæri til að skíta út þá sem vara við ósköpunum.  Og ef hægt er að ná fýlubombu á Sjálfstæðisflokkinn, þá er það gert.  Eins og það sé Sjálfstæðisflokkurinn sem setur öll viðmið í íslenskri pólitík.  "Fyrst að þið gerðuð þetta þá gerum við það líka en þið berið ábyrgðina því þið byrjuðu".   Allur sóðaskapur er réttlætanlegur því það var íhaldið sem byrjaði og ber mestu ábyrgðina.

Þeir sem tala svona gleyma einu.  Þjóðin er búin að senda Sjálfstæðisflokkinn í sturtu.  Hann stjórnar ekki lengur.  Og vilji hans og fyrri gjörðir eru ekki lög í þessu landi.

Þess vegna var félagshyggjan kosin til valda.  Til að byggja upp Ísland.  Ekki leggja það í áratuga skuldaánauð.
Kveðja að austan.

 


mbl.is Öll óvissa á kostnað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 39
  • Sl. sólarhring: 623
  • Sl. viku: 5623
  • Frá upphafi: 1399562

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 4796
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband