6.6.2009 | 08:49
Föðurlandssvik kynnt eins og um smámál er að ræða.
Ísland á ekki að greiða ICEsave því það hefur aldrei stofnað til þessa skuldbindinga. Það stjórnvald sem fer ekki með málið fyrir Evrópudómstólinn til að fá úr lögmæti fjárkrafna breta og Hollendinga skorið er að svíkja grundvallarrétt þjóðarinnar.
Bara þess vegna á ríkislögreglustjóri að gefa út handtökuskipun á hendur þessu fólki. Það hefur bara ekki brugðist í grundvallaratriðum, heldur neitar það þjóð sinni um rétt sem jafnvel hörðustu glæpamenn hafa, réttinn til að verja sig fyrir viðurkenndum dómi.
Og samþykkja skuldabréf uppá 650 milljarða með 5,5% vöxtum er glæpur. Að vísa í eitthvað óskilgreint eignasafn með orðum Jóns Ásgeirs að "eignir komi á móti skuldum" er fáráð tilraun til blekkingar.
Hvaða eignasafn er þetta? Fyrst þegar sagt var frá málinu þá áttu svo og svo miklar eignir að vera gulltryggðar en núna er aðeins talað um 300 milljóna punda inn á reikning í Englandsbanka. Það er allt og sumt.
Hverjar eru hinar eignirnar??? Hlutabréf í traustum fyrirtækjum? Til dæmis bandarískum bílasmiðjum, breskum verslunarkeðjum sem eru svo skuldsettar eftir græðgivæðinguna að þær þola ekki minnsta mótbyr? Eða í breskum bönkum sem eiga ekki fyrir skuldum og verða ríkisvæddir á þessu ári?
Hverjar eru þessar eignir???
Leynimakk með þær bendir aðeins til eitt og það er að þær þola ekki aðhlátur dagsljósins. En að leggja svona stórt mál fyrir Alþingi án þess að nákvæm útlistun á þeirri áhættu, sem er tekin, liggi fyrir, það er glæpur. Enn ein ástæða fyrir ríkislögreglustjóra að fjarlægja þetta fólk. Það er skaðlegt þjóðinni.
Aðeins eitt gæti gefið samningum um ICEsave einhverja réttlætingu og það er að útgefið skuldabréf íslenska ríkisins sé upp á þá upphæð sem er talin standa eftir. Þessa 45 milljarða sem Jóhann lætur Snata sína hrópa á netinu. Og þá á samt að fara með málið fyrir dómstóla. Það er grundvallaratriði.
Grundvallaratriði þess að við séum sjálfstæð þjóð.
Undir þessari frétt munu margir menn koma undir nafni og lýsa því yfir að þeir styðji föðurlandssvik. Telji það sjálfsagt að íslensk stjórnvöld stundi fjárhættuspil með fjöregg þjóðarinnar.
Skömm þeirra er mikil og mun ekki gleymast.
Kveðja að austan.
Frystingu eigna aflétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 10
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 2650
- Frá upphafi: 1412708
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 2314
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frágangur ríkisstjórnarinnar er svo grunhygginn að það vekur sérstakan hroll. Ég er ekki lengur í nokkrum vafa um að öllu þessu dæmi er stýrt í þá veru að íslendingar neyðist til að ganga í ESB til að losa sig undan margra áratuga skuldaklafa sem almenningur þessa lands stofnaði ekki til. Við getum ekki látið bjóða okkur að tapa fullveldi vegna fjárglæfra örfárra manna.
Nú er maður kominn á þá skoðun að afneita þessu IceSave dæmi með öllu. Afsegja lántökur hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og hefja nýja uppbyggingu sem felst bara í sjálfsþurftarbúskap og nýrri samfélagshugsun. Við erum líklegast best sett með yfirlýsingu um þjóðargjaldþrot (sovereign default) eins og gerðist í Perú 1996 og Argentínu 2001. Það er sitthvað að vera stoltur eða að vera stoltur og heimskur.
Við getum ekki tekið séns á því að sú spilling sem nú grasserar við að bjarga útvöldum og kvelja aðra til gjaldþrots sé þjóðhagslega hagkvæmt, hvað þá í anda einhvers náungakærleika og vonar um friðsamt og sanngjarnara samfélags hjá okkur.
Það skal engin misskilja að landráðaverknaðurinn núna við að koma okkur undir yfirráð ESB sé innganga í eitthvert kærleiksbandalag. Hvenær í sögunni hafa útnáranýlendur grætt á fjarlægri forsjá erlendra ríkja.
Mér þykir miður að hafa þá einu framtíðarsýn í augnablikinu, vegna hugleysis í stjórnun þessa lands, að eina fyrirsjáanlega þróunin sé að restin af hagkferfi þessa lands sé að hrynja á næstunni. Þá er hætt við meiri leiðindum en ég kæri mig um að svekkja lesendur á hér.
Haukur Nikulásson, 6.6.2009 kl. 09:28
Sama þótt síðurvitrir stjónmálamenn fyrri stjórnar hafi sagt Íslendinga borga fyrir Icesave svikamylluna, þá er það ekki bindandi. Það hafa hvorki verið gerðir samningar né dómsstólar dæmt Íslendinga ábyrga fyrir skuldum einkabankanna.
Þær ákvarðannir sem núverandi stjórnvöld taka er alfarið á þeirra ábyrgð. Ef þau skrifa undir samninga sem setja skuldir óreiðumanna á bak barnanna okkar þá eru þau VANHÆF. Ég mun aldrei sætta mig við slík svik og siðleysi!
Sjáumst í Byltingunni!
Jón Þór Ólafsson, 6.6.2009 kl. 13:58
Takk fyrir innlitið félagar.
Stefán. Efast ekki um sekt þessa fólks en núverandi stjórn er sú sem fremur glæpinn. Eitt er að lýsa yfir vilja til að nauðga þjóðinni en annað að nauðga henni.
En annars sjáumst í byltingunni.
Og áfram Ísland.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 6.6.2009 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.