Landráð.

Samkvæmt stjórnarskrá Íslands er bannað að skuldbinda ríkissjóð (þjóðina) án þess að tilgreina heildarupphæð skuldbindingarinnar.  Það er einnig bannað að skuldbinda ríkissjóð þannig að ljóst er að hann geti ekki risið undir áætluðum greiðslum því slíkt stefnir fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar í voða.

Heildarábyrgð þessa samkomulags er 650 milljarðar auk vaxta.  Að halda því fram að upphæðin sér minni er yfirlýsing um landráð því þá er heildarupphæð ábyrgðarinnar ekki tilgreind.

Ef upphæðin er 650 milljarðar þá er útum fjárhagslegt sjálfstæði þjóðarinnar því ljóst er að hún getur aldrei greitt þessa upphæð til baka.  Og tilraun til þess mun valda landsmönnum ómældum þjáningum.  Sem líka er landráð því Ísland skuldbatt sig aldrei samkvæmt EES samningnum að ábyrgjast lágmarksinnstæðutryggingu innlána.  Ísland skuldbatt sig eins og aðrar þjóðir sem eru aðilar að evrópska efnahagssvæðinu, að stofna Tryggingasjóð innlána sem átti að ábyrgjast þessar innstæður.  En innlánstryggingakerfið gerði ekki  ráð fyrir kerfishruni en það voru ekki íslensk stjórnvöld sem settu þau lög og reglugerðir sem farið var eftir.  Ef einhver er skaðabótaskyldur þá er það sjálft Evrópusambandið sem setti reglugerðirnar.

Að ábyrgjast greiðslur á einhverju sem landsmenn eru ekki skyldugir til eru landráð.  Aðeins bein erlend þvingun (eins og hernám eða loftárásir) geta réttlætt slíkan gjörning en hann er alltaf ólöglegur og uppsegjanlegur þegar þvingun lýkur.

Ekkert réttlætir það samkomulag sem Jóhanna Sigurðardóttir knýr VinstriGræna til að samþykkja.  Og VinstriGrænir hafa svikið þjóð sína og hugsjónir að slíta ekki stjórnarsamstarfi sínu við Quislinga Íslands.

Þeirra svik eru stærst því Samfylkingin hefur ekki afl eða lög til að knýja þessa hryðjuverkasamninga í gegnum Alþingi.  

Samfylkingin er minnihlutaflokkur.  Hví á hún að komast upp með þennan svikagjörning.

Kveðja að austan.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 344
  • Sl. sólarhring: 763
  • Sl. viku: 6075
  • Frá upphafi: 1399243

Annað

  • Innlit í dag: 292
  • Innlit sl. viku: 5147
  • Gestir í dag: 274
  • IP-tölur í dag: 272

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband