5.6.2009 | 22:51
Aumir VinstriGrænir.
Ég var að hlusta á Kastljós kvöldsins og þar var Álfheiður Ingadóttir að reyna verja svik VinstriGrænna gegn kjósendum sínum og þjóðinni.
Af hverju skrifa VinstriGrænir þegjandi og hljóðalaust uppá landráðagjörning Samfylkingarinnar í ICEsavedeilunni?? Málið liggur kristaltært fyrir. Fólk þarf aðeins að kynna sér rökstuðning okkar færasta lagaprófessor í dag, Stefáns Más Stefánssonar og kynna sér þingræður og greinarskrif stjórnarandstöðuleiðtogans Steingríms J. Sigfússonar.
Stefán hefur hrakið lygar Samfylkingarinnar að Ísland hafi skuldbundið sig í EES samningnum að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs. Á það er hvergi minnst einu orði í lögum og reglum Evrópusambandsins enda beitti Evrópusambandið bæði fyrir sig fjármagnshryðjuverkum og síðan kúgun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til að íslensk stjórnvöld leituðu ekki réttar síns fyrir Evrópudómstólnum.
Steingrímur J. Sigfússon, stjórnarandstöðuleiðtogi, færði rök fyrir því að hinar íþyngjandi skuldbindingar ICEsave uppgjafarinnar myndu hindra viðreisn íslensks efnahagslífs næstu árin og valda auk þess verulegum erfiðleikum með fjármögnun lágmarks velferðar því ekki er hægt að nota sama peninginn tvisvar. Þeir tugir milljarðar sem fara í bara vaxtagreiðslur af ICEsave eru hærri upphæð sem boðaður niðurskurður ríkisútgjalda hljóðar uppá og þá á eftir að greiða ICEsave. Dæmi sem gengur aldrei upp.
En það er ögurstund þegar landráðasamningar ríkisstjórnarinnar koma til afgreiðslu þingsins sagði Steingrímur J. Sigfússon stjórnarandstöðuleiðtogi.
Og sú ögurstund rennur upp á morgun samkvæmt fréttum úr forsætisráðuneytinu.
Og aumingja Álfheiður var að reyna að verja svik VinstriGrænna í Kastljósinu. Og málstaður hennar er svo veikur að hún gat ekki farið rétt með eitt eða neitt grundvallaratriði. Kom kannski ekki að sök þar sem Sigmar var spyrill en samt er ástæða að benda á fáráð málflutningar Álfheiðar.
Hún hengdi sig eins og hundur á roði á tvær fjarstæður.
1. Hún fullyrti að það þýddi ekki að vefengja lögmæti ICEsave ábyrgðarinnar því íslensk stjórnvöld hefðu fallið á tíma 6. janúar með því að sleppa að lögsækja breta.
Hvurslags bull er þetta. Fresturinn sem rann út í janúar snéri að ákveðnum formsatriðum í breskum lögum út af hugsanlegri málsókn íslenska ríkisins útaf beitingu breta á hryðjuverkalögunum og áhrifum þeirra á íslensku bankanna, sérstaklega þá Kaupþingi. Þetta tengist hvorki beint eða óbeint lögmæti ICE ábyrgðar íslenska ríkisins. Þetta veit auðvitað Álfheiður en í nauðvörn sinni þá greip hún til þessarar blekkingar í trausti þess að Sigmar væri ekki starfi sínu vaxinn.
Það er ekkert sem bannar íslenskum stjórnvöldum að leita réttar síns fyrir Evrópudómstólnum nemar landráð Samfylkingarinnar og þau tóku ekki gildi í janúar. Hafa legið fyrir alveg frá því í haust.
2. Álfheiður fullyrti að fyrri ríkisstjórn hefði skuldbundið Ísland til að greiða ICEsave ábyrgðirnar með undanlátsemi sinni gagnvart Evrópubandalaginu. Og þá er manni spurn. Þekkir manneskjan ekkert til íslensks stjórnréttar og hvernig ábyrgð íslenska ríkisins skapast? Orð eða yfirlýsingar ríkisstjórna skuldbinda aldrei íslenska ríkið. Til þess þarf lög frá Alþingi og þau þurfa að standast stjórnarskrána, sem meðal annars bannar íþyngjandi skuldbindingar sem geta riðið sjálfstæði landsins að fullu og hún bannar líka ábyrgðaryfirlýsingu þar sem upphæð ábyrgðar er ekki tilgreind. Ef Álheiður þekkir ekki þessi grunnatriði okkar stjórnskipunar (sem er eins og hjá öðrum lýðræðisríkjum) þá er hún hvorki hæf til að gegna stöðu formanns Viðskiptanefndar eða hreinlega hæf til að sitja á Alþingi.
Svona málflutningur er ekki boðlegur.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 0
- Sl. sólarhring: 20
- Sl. viku: 2019
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1772
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.