3.6.2009 | 22:03
Staðan er enn verri en áður var talið!!!!!!
Sagði Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi í gær.
Skrýtið.
Tók hún ekki eftir því þegar vitrir menn vöruðu hana við að fylgja Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins???
Jón Daníelsson og Lilja Mósesdóttir vöruðu hana við. Joseph Stiglitch skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann varar við reynslunni af Óráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Reynslan sýni að þau dýpki efnahagskreppur og valdi almenningi óþarfa þjáningum.
Jón Daníelsson margbenti öllum sem hlusta vildu að eina ráðið til að hindra stöðvun efnahagslífsins væri að auka peningamagn í umferð og lækka vexti. Nákvæmlega það sama og seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði í viðtali í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum þegar hann útskýrði gjörðir Seðlabanka Bandaríkjanna til að hindra óviðráðanlegan samdrátt í þarlendu efnahagslífi. Hann er sérmenntaður í "kreppustjórnun", alveg eins og Jón Daníelsson og Lilja Mósesdóttir.
En á þetta fólk er ekki hlustað. Líklegast vegna þess að það hefur þekkinguna.
Jóhanna Sigurðardóttir kaus að hlusta á lærisveina Friedmans, þá sem komu heimsbyggðinni í þessa stöðu.
En gallinn við heimskra manna ráð er sá að þegar þau eru á skjön við raunveruleikann þá hefur raunveruleikinn rétt fyrir sér. Þess vegna er staða íslensks efnahagslífs þannig að talsmenn þess tala um yfirvofandi stöðvun atvinnuveganna. Alveg eins og Jón Daníelsson hafði varað við.
En Jóhanna Sigurðardóttir telur sig ennþá vita betur. Staðan var bara verri!!!! en reiknað var með. Sér ekki samhengið milli rangra ákvarðana Samfylkingarinnar og þessarar vondu stöðu.
En ekkert orðagjálfur fær því breytt að staðan mun áfram halda að versna vegna hinna röngu ákvarðana. Það er enginn sá arður í atvinnulífinu sem stendur undir hávaxtastefnu Samfylkingarinnar. Og engin fjármálastofnun ræður yfir digrum sjóðum til að fjármagna áframhaldandi taprekstur atvinnulífsins. Það er engin lausn að afskrifa skuldir á kostnað gömlu bankanna ef taprekstur er viðvarandi vegna erfiðara rekstrarskilyrða.
Allar ákvarðanir ríkisstjórnarinnar miðast við að auka erfiðleika almennings og atvinnulífsins. Lánleysið er algjört.
En þjóðarskútan flýtur segir Jóhanna og það mun birta til.
Skipið mun fljóta sagði Gustav II Adolf þegar hann skipaði skipaverkfræðingum sínum að fjölga fallbyssum á þilfari Gustavs Vasa orrustuskipinu. Og það sökk en endaði reyndar á safni nokkrum öldum seinna.
Skipið er ósökkvandi sagði framkvæmdastjóri ákveðinnar útgerðar einn örlagadag 1912. Og hann skipaði skipstjóra skipsins að halda ferðinni þó keyrt væri í gegnum hafsvæði fullt af borgarísjökum. Og Titanic sökk en seinna meir var gerð fræg bíómynd um þau heimskuráð.
Ef ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir verður ekki fljótlega komið frá völdum með góðu eða illu, þá mun okkar þjóðarskúta sökkva og um þau örlög mun einhver seinna meir skrifa bók eða gera kvikmynd.
Heimskra manna ráð sem eru algjörlega á skjön við raunveruleikann og eru þess eðlis að þau valda mjög mörgum miklum þjáningum eða hörmungum, þeirra er alltaf minnst því mannsandinn lifir alltaf í þeirri von að einhvern lærdóm sé hægt af þeim að draga og vítin séu til að varast.
En hver skyldi leika Jóhönnu Sigurðardóttir þegar hún mælir þessu fleygu orð:
Staðan er enn verri en áður var talið!!!!!!
Og hvað munu margir seinna meir hrista hausinn í forundran og spyrja þeirra spurningar hvernig íslenska þjóðin hefði verið það grunnhyggin að treysta þessu fólki fyrir stjórn þjóðarskútunnar.
Fólkinu sem gaf fyrirmæli um fulla vaxtaferð í miðjum skerjagarði samdráttar og hafði ekki rænu að kasta líflínu til þeirra sem skolaði fyrir borð vegna brotsjóa skulda og atvinnuleysis.
Hvernig gat þetta gerst????????????
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.