Hinn napri raunveruleiki.

Er sá að gengi krónunnar mun halda áfram að lækka þar til gengið er komið í jafnvægi.  Það er ekkert innstreymi af erlendu lánsfé til landsins enda getur þjóðin ekki greitt það til baka sem hún hefur þegar fengið. 

Útflutningstekjur okkar verða að duga fyrir innflutningi og greiðslum af erlendum lánum.  Því hærri sem stýrisvextirnir eru, því hærri eru vaxtagreiðslurnar af innlendum eigum erlendra aðila.  Og þá lækkar gengi krónunnar. 

Það eru öfugmæli að halda því fram að háir vextir styrki gengi krónunnar og stuðli að stöðugu verðlagi.  Þú slekkur ekki eld í húsi með því að dæla á það bensíni.  Svo einfalt er það.  

Þó allir hagfræðingar landsins bjóði sig fram í slökkviliðið sem sjálfboðaliðar, þá yrði aðstoð þeirra aldrei þegin af slökkviliðinu.   Menn sem greina ekki einföld orsakasamhengi, eru stórhættulegir á eldstað.

En það jafnvægi sem krónan leitar í, mun aftur bresta þegar svikin í ICEsave verða gerð kunnug.  Við borgum ekki bretum og Hollendingum með íslenskum krónum.  Og síðan er það lánið frá IFM.  Verði það notað mun ekkert getað bjargað krónunni frá algjöru hruni.  

Og gjaldþrota fyrirtæki í sjávarútvegi og ferðaþjónustu eru illa í stakk búinn til að hámarka sína tekjumöguleika.  Til dæmis er það hagur fiskvinnslu að gera sem minnst við fiskinn til að auka virðisauka hans.  Þau ráða ekki við vaxtakostnaðinn við að eiga fiskinn mínútu lengur en þörf er á.  

Og svo er neysla að dragast saman í Evrópu vegna þess að atvinnuleysið og samdrátturinn í efnahagslífinu er farinn að bíta.  Grænlendingar horfast í augu við þriðjung fækkun ferðamanna.  Tímaspursmál hvenær við upplifum sama ferli.  Og dýr hágæða fiskur selst illa í því árferði sem nú er.  Og það sér ekki fyrir endann á kreppunni í heiminum.

Full ástæða er til að hafa mikla áhyggjur af útfluntningsatvinnuvegum okkar.  Í dag lifir þjóðin á því sem þeir afla.  Því þarf að hlúa að þeim með lækkun vaxta eins og forsvarsmenn þeirra biðja um.

En stjórnvöld eru blind.  Þau styðja stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gegn þeim einstaklingum í peningamálanefnd Seðlabankans sem vilja tafarlausa vaxtarlækkun.  Og stjórnvöld semja viða breta og Hollendinga án þess að fara með ICEsave deiluna fyrst fyrir dómstóla Evrópusambandsins til að fá lagaágreining á hreint.  

Íslensk stjórnvöld ábyrgðust aldrei innlánstryggingasjóð frekar en önnur ríki Evrópusambandsins.  Þau áttu ekki að gera það samkvæmt lögum og reglum Evrópusambandsins.  Og það var óheimilt samkvæmt stjórnarskrá Íslands.  Varðar við landráðakafla stjórnarskráarinnar.

Samt vill Samfylkingin ganga að öllum kröfum bretanna.  Kosta öllu til að komast í Evrópusambandið.

Hinn napri raunveruleiki er sá að þá fellur gengi krónunnar ennþá meir.  Og heimilin blæða meðan helsta baráttumál félagshyggjunnar er að viðhalda verðtryggingunni.

Hvað heldur félagshyggjufólk VinstriGrænna að almenningur þoli þessa kúgun lengi.  Hvenær þrýtur hann örendið?

Er einhver von til þess að heiðarlegir vinstrimenn sjái ljósið og fari að vinna að því að brjóta græðiskapítalismann á bak aftur, í stað þess að vinna með honum að gjöreyðingu þjóðar okkar.

Það verður uppreisn.  Spurningin er bara sú í hvað liði fólk er.  Og það er of seint að iðrast þegar almenningur hefur fengið nóg af lyginn og óstjórninni.

Kveðja að austan.

  

 

 

 


mbl.is Gengi krónunnar skýrir hækkun vísitölunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Riddarinn

Í stuttu máli "we are in deep shit

Riddarinn , 26.5.2009 kl. 11:28

2 identicon

Bíddu, bíddu, átti ekki allt að lagast þegar Davíð og félagar færu úr Seðlabankanum?

Staðreyndin er hinsvegar sú, að eftir að Davíð og félagar voru hraktir burtu, hefur krónan ekki gert neitt annað en að falla í verði.  Þeir voru þó búnir að ná genginu niður á við t.d. Evru úr 187 kr. í nóv. niður í 143 í marsbyrjun. 

En hvar stendur Evran í dag, 177 kr.  og hún stefnir hraðbyri í 200 kr.  Því marki verður væntanlega náð fyrir miðjan júní ef fram heldur sem horfir.  Þetta er allt í boði Samfylkingarinnar og fótgönguliða hennar.

Hrafnkell K. Viðarsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:31

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hrafnkell.

Hin stóra Barbabrella Samfylkingarinnar var sú að allt myndi lagast þegar Davíð færi vegna þess að hann hafi verið gerandi í hruninu og það var hann sem stóð í veg fyrir öllum umbótum eða þannig.

Eini maðurinn sem réði ekki gang mála var krossfestur.

Og þegar rangir menn eru krossfestir, þá halda dólgarnir áfram með sína iðju.

Og dólgarnir heita IFM.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 26.5.2009 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 452
  • Sl. sólarhring: 728
  • Sl. viku: 6183
  • Frá upphafi: 1399351

Annað

  • Innlit í dag: 381
  • Innlit sl. viku: 5236
  • Gestir í dag: 350
  • IP-tölur í dag: 345

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband