26.5.2009 | 00:22
Hvaða skuldbindingar Jóhanna????
Ég reikna með að hún sé enn einu sinni að blekkja þjóð sína með þeirri staðhæfinu að ICE-save reikningarnir séu með bakábyrgð íslensku þjóðarinnar.
En það stendur skýrt í lögum og reglum ESB að svo sé ekki. Þess vegna þorir Evrópusambandið ekki að fara með deiluna fyrir Evrópudómstólinn. Það gilda jú lög í Evrópusambandinu. Og dómstólar dæma eftir lögum.
Viljir þú ekki fara eftir lögum, því þau eru þér andstæð, þá notar þú aðferð handrukkarans til að ná fram þínum kröfum. Beitir hótunum og kúgun til að knésetja andstæðing þinn ef þú telur þig komast upp með það.
Evrópusambandið telur sig komast upp með kúgun sína. Og það gera þeir meðan íslenskt félagshyggjufólk veitir bandamönnum ESB völd til að féfletta þjóð sína.
Samfylkingin gerir hvað sem er til að koma Íslandi inn í ESB, þar á meðal að láta almenning greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs.
En það er óþarfi að nota ræðustól Alþingis til að ljúga því að þjóðinni að þetta séu hennar skuldbindingar. Á meðan skýrt lagaálit liggur fyrir að íslenska ríkið uppfyllti skuldbindingar sínar með því að stofan Tryggingasjóð innlána eftir öllum þeim lagafyrirmælum sem tilskipun ESB hvað á um, þá er ljóst að staðhæfing um annað er röng.
Vafi um þetta getur aðeins ríkt ef annað, gagnstætt lagaálit liggur fyrir. En það er hvergi til. A.m.k. ekki í gögnum Alþingis eða ríkisstjórnar Íslands.
Þess vegna er það grafalvarlegt mál að forsætisráðherra landsins talar þvert gegn áliti virtasta lagaprófessor landsins án þess að sýna landsmönnum nein þau gögn sem styðja orð hennar.
Órökstuddar fullyrðingar þeirra sem fara með ólöglegar fjárkröfur á hendur íslensku þjóðinni, geta aldrei verið grundvöllur orða og fullyrðinga forsætisráðherra Íslands.
Slíkt er til dæmis bannað í stjórnarskrá landsins.
Hvaða heljartök hafa auðmenn og fjármálamenn og Leppar þeirra og Skreppar, á fjölmiðlum landsins, að forsætisráðherra landsins kemst upp með afvegleiða þjóð sína í jafn mikilvægu máli sem varðar kjör og líf þjóðarinnar næstu áratugi. Þó Herrarnir vilji komast undir pils ESB til að endurreisa sinn auð og ítök á íslensku þjóðlífi, þá starfar fólk á fjölmiðlum landsins.
Hverra hagsmuna hefur það að gæta. Var það ekki nóg að það brást þjóð sinni í aðdraganda hrunsins. Á líka að bregðast henni í sjálfum Hrunadansinum?
Af hverju biður enginn Jóhönnu að rökstyðja sitt mál. Vísa í lagaálit og lagatexta máli sínu til stuðnings?
Þetta þætti meira að segja léleg fréttamennska á Ítalíu. Það er leitun að lýðræðisríki þar sem svona vinnubrögð yrðu tekin góð og gild.
Það er skömm að þessu.
Kveðja að austan.
Fundað um stöðugleikasáttmála | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 8
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 454
- Frá upphafi: 1412816
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 393
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef heyrt að ISG hafi hnýtt hnúta varðandi Icesave til þess að halda andlitinu gagnvart ESB og notið fulltyngis Haardes við það. Landráð....ef rétt er.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.5.2009 kl. 01:13
Stóra spurningin er: Hverju var samfylkingunni lofað ef við förum inn í ESB við þessar aðstæður? Hvað er það sem í raun fær þann flokk til að leggja alla sína áherslu og krafta til þessa en ekki að bjarga almenningi?
Arinbjörn Kúld, 26.5.2009 kl. 02:47
Blessuð.
Ef ég á að vera fullkomlega sanngjarn (sem ég er ekki í svona pistlum því tilgangurinn er að vekja fólk til umhugsunar) þá tel ég Samfylkinguna trúa því heitt og innilega að aðild að ESB bjargi íslenskri þjóð í nútíð og framtíð. Þess vegna er öllu kostað til.
Ingibjörg hefur greinilega talið að lausn á ICEsave deilunni hafi verið nauðsynleg forsenda þess að aðildarumsókn Íslands yrði samþykkt. Og þess vegna keyrt á samþykki Geirs á pólitíska lausn í deilunni. Hversu viljugur eða óviljugur Geir var til þess verður hann að svara.
Gallinn við þessa lausn er eins og Jakobína bendir réttilega á, er sú að stjórnarskrá landsins heimilar ekki slíkan gjörning (þú hefur rakið það mjög vel í pistlum þínum Arinbjörn). Mér er til efs að íslensk stjórnvöld megi greiða krónu í ICE-save nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Spurningin er þá sú hvort þjóðin vilji greiða alla þessa milljarða vegna pólitísks þrýsting Evrópusambandsins og þá myndi fólk velja og hafna eftir því hvort það teldi pólitíska óvild núverandi skriffinna Evrópusambandsins vega þyngra en framtíð og hagur barna þess.
En að samþykkja svona gífurleg fjárútlát, sem munu hafa mjög íþyngjandi áhrif á þjóðlíf næstu áratuga er ekki heimilt samkvæmt stjórnarskrá. Það er á gráu svæði að samþykkja fasta upphæð upp að vissu marki en óútfylltur tékki er bannaður samkvæmt stjórnarskránni. Ef Alþingi samþykkir slíkt þá ber dómsvaldinu skylda til að sækja þá þingmenn til saka sem gera slíkt og eins mun hæstiréttur fella samþykkt Alþingis úr gildi.
Það er ef alvöru stjórnsýsla er til staðar á landinu en ekki amtörmennska klíkuþjóðfélagsins.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 26.5.2009 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.