Hvilíkt fréttamat!!!

Þegar þeir félagar Stefán Már Stefánsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Lárus Blöndal, hæstaréttarlögmaður, skrifuð grein í Morgunblaðið og spurðu "Í hvaða liði eru stjórnvöld", í tilefni þess að utanríkiráðherra, Össur Skarphéðinsson neitaði að láta utanríkisráðuneytið afhenda þeim "meint" lögfræðiálit sem studdu fjárkröfur breta og Hollendinga á hendur Íslensku almenningi, þá var eftirfylgni fréttastofu almennings engin.  Ruv þagði.

Jafnvel þó henni sé stýrt af þægum íhaldsmönnum, þá var undirlægjuháttur fréttamanna Ruv þeim til skammar.  Við erum að tala um að fá gögn sem varða ekki þjóðaröryggi heldur hagsmuni alls almennings í landinu.  Og þær upphæðir sem um er að tefla eru með vöxtum og vaxtavöxtum, hærri en þeir 170 milljarðar sem Jóhanna ætlar að skera niður að kröfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Það þarf sem sagt að skera niður um 170 milljarða og síðan þarf að útvega  aðra eins upphæð til að geta greitt bretum og Hollendingum vegna þess að þeir leyfðu Björgólfi og Björgólfi að féfletta almenning í viðkomandi löndum.

Í dag er hjúkrunarfólk beðið að vinna yfirvinnu án þess að fá greitt fyrir.  Og sjálfur niðurskurðurinn er ekki byrjaður.  Og aukin skattheimta til að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs er ekki byrjuð.  Halda ekki fréttamenn ríkisfjölmiðlanna að börn þeirra þurfi einhvern tíman á bráðalæknisaðstoð að halda?????  Eða halda þeir að hjúkrunarfólk vinni eftirleiðis alla sína yfirvinnu án þess að fá greitt fyrir hana auk skerðinga á dagvinnu?????   

Þú notar ekki sama peninginn tvisvar.  Það eitt er víst.

Í morgun var Össur Skarphéðinsson vakinn af værum blundi og beðinn af fréttamanni Ruv að tjá sig um????? Gögn ráðuneytisins um ICEsave landráðin????   Nei, sérfræðingurinn sjálfur og þungavigtarmaðurinn (hann er jú þungur) í alþjóðastjórnmálum var beðinn um álit á kjarnorkusprengju Norður Kóreu.  

Eins og nokkur maður hefði áhuga að fræðast um vanþekkingu hans á stöðu mála á Kóreu skaganum eða orðræðu hans um hugsanleg viðbrögð Íslands.  Hverjum er ekki sama????

En fólk vill fræðast um viðbrögð Obama eða Japana eða Kínverja.  Verður næsta sprengja sprengd til að drepa fólk eða er nýtt vígbúnaðarkapphlaup að hefjast í Austur Asíu????   Hvaða áhrif hefur það á heimsfriðinn???   Hvað er hægt að gera til að lægja öldurnar??   Hvað með Írani???

Og Össur kann ekki og mun ekki geta sagt neitt til um þær spurningar sem kvikna við þennan atburð.

Jafnvel Haukur Hauksson, Ekkifréttamaður, hefði ekki fundið út þennan flöt á grafalvarlegri frétt.  Sumt hefur maður ekki í flimtingum eins og hugsanlega kjarnorkustyrjöld.  Þetta er ekki einu sinni fyndið.

Og því miður fyrir almenning í landinu, sem borgar þessu fréttafólki laun með skatttekjum sínum, nær ekki orðið vanhæfi um starfsfólk fréttastofu Ruv.

Það er vanvirðing við vanhæft fólk að líkja því við svona vinnubrögð.  

Kveðja að austan. 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 9
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 455
  • Frá upphafi: 1412817

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 394
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband