25.5.2009 | 23:23
Öfugmæli.
Jóhanna fundar um stöðugleika. Hún þorir ekki að nota orðið þjóðarsátt. Hún veit sem er að skuldaþrælar verða aldrei sáttir. Og það hvarflar ekki að henni að hjálpa heimilum landsins til að komast út úr þessum erfiðleikum.
Hin svokallaða greiðsluaðlögun byggist á þeirri skynsemi að dauður þræll vinnur ekki fyrir matnum sínum og gjaldþrota heimili hætta að borga að lánum sínum. Þess vegna er fólk blekkt með orðagjálfri um greiðsluaðlögun.
Greiðsluaðlögun er leið fjármálakerfisins að fá fólk til að vinna og þræla fyrir skuldum sínum ævilangt. Hvert nýtt verðbólguskot mun taka af allan ávinning af þrældómi fólks. Það er óvíst að meðalskuldarinn eigi nokkuð þegar starfsþrekið er búið. Verðtryggingin og sú skekkja sem efnahagshamfarirnar í haust ollu á grunni skuldarinnar, sjá til þess að skuldahalinn lengjast út í hið óendanlega. En nota bene samkvæmt reiknilíkaninu, skuldarinn verður margfalt búinn að borga hina upprunalegu skuld til baka.
En þetta gæti verið verra. Í Pakistan er sama fjölskyldan ennþá í skuldaánauð yfir smáupphæð sem var tekin að láni vegna lækniskostnaður í byrjun aldarinnar, ekki þessarar aldar heldur hinnar síðustu. Kannski er Jóhanna að ræða við Gylfa hugmyndir um útfærslu á þessu velheppnaða skuldarkerfi Pakistana. Fjármálastofnanirnar verða jú að fá sitt.
Hún er allavega ekki að ræða leiðir til að hjálpa venjulegu fólki. Hún hefur marglýst því yfir að höfuðmarkmið ríkisstjórnar sinnar er að vinna i sátt við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að tryggja traust erlendra fjárfesta á íslensku efnahagslífi. Auðlindirnar hverfa ekki þó þjóðin gefst upp. Heimurinn er jú fullur af vinnufúsum höndum.
En af hverju þessi kuldi gagnvart heimilum landsins. Skýringin er mjög einföld.
Hverjir fjármögnuðu kosningabaráttu Samfylkingarinnar og einstakra frambjóðenda hennar? Heimili landsins? Nei, þau voru ekki aflögufær.
Auðmenn og fjármálafyrirtæki??? Já því miður fyrir almenning í landinu. Og þess vegna ganga hagsmunir þeirra fyrir.
En það sem ég skil ekki er eitt. Hvað var forsetinn að gera á þessum fundir??? Hann er jú forseti launþegasamtakanna og þannig séð hagsmunavörður heimila landsins.
Hvernig dettur honum í hug að ríkisstjórnin nái sátt við þjóð sína þegar hennar höfuðmarkmið er að tryggja skuldaþrældóm helmings þjóðarinnar um aldur og ævi.
Hvílík firra.
Kveðja að austan.
Fundað um stöðugleika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 540
- Sl. sólarhring: 649
- Sl. viku: 6271
- Frá upphafi: 1399439
Annað
- Innlit í dag: 459
- Innlit sl. viku: 5314
- Gestir í dag: 421
- IP-tölur í dag: 414
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.