22.5.2009 | 20:32
Staða ríkissjóðs verður afleitari með hverri mínútunni
Sem Steingrímur Joð svíkur stefnu VinstriGrænna með samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Atvinnulífinu er að blæða út segja vinnuveitendur.
Það virðist allt vera stöðvast í efnahagslífinu segja margir stjórnendur fyrirtækja.
Ekkert atvinnulíf fær þrifist með þessum vöxtum. Það verður að lækka vexti.
En Steingrímur er kátur með að vera leppur erlendra ógnarafla. Þekktur skríbent sagði að þó hryðjuverkasamtök gerðu atlögu að Íslandi og íslensku efnahagslífi, þá gætu þau ekki gert meiri óskunda en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að gera á Íslandi í dag.
Steingrímur segir að hér sé ástandið að lagast og allt fari að snúa til betri vegar á haustmánuðum. Hann telur sem sagt að ástandið muni lagast við það að efnahagslífið stöðvist. Eða þá hann jarðfræðingurinn veit betur en þeir sem eru að reka fyrirtæki á Íslandi í dag.
Þjóðin trúir Steingrími og því nýtur þessi stjórn stuðnings meirihluta þjóðarinnar. Sérstaklega þeirra sem munu fara verst út úr hruni efnahagslífsins.
En peningastreymið í ríkissjóð fer eftir veltu og afkomu hagkerfisins. Ekki eftir óskhyggju eða orðaglamri veruleikafirrtra stjórnmálamanna.
Stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er stefna Auðnar og Örbirgðar.
Þess vegna verður gatið á ríkissjóði stærra með hverjum mánuðinum í gjöreyðingarstefnu okurvaxta.
Hver er í afneitun?????????
Kveðja að austan.
Framsóknarmenn í afneitun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:35 | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 126
- Sl. sólarhring: 699
- Sl. viku: 5665
- Frá upphafi: 1400422
Annað
- Innlit í dag: 109
- Innlit sl. viku: 4867
- Gestir í dag: 107
- IP-tölur í dag: 107
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.