Var Jóhanna kosin á fölskum forsendum?

Jóhanna Sigurðardóttir fullyrti í leiðtogaumræðum stjórnmálaforingjanna að greiðslur vegna ICEsave yrðu 71 milljarður, líklegast lægri tala bætti hún við.

Trúgjarnt fólk horfði á þennan þátt og trúði þessum staðhæfingum forsætisráðherrans.  Sama forsætisráðherra og Ástþór Magnússon fullyrti að enginn drægi heiðarleika hennar í efa.  

Því stendur það uppá Jóhönnu að koma með réttar tölur.

Sigmundur Davíð fullyrðir að  bara vaxtagreiðslur einar yrðu 50 milljarðar á ári.  Og ég endurtek á ári.  Þannig að ef Íslensk stjórnvöld þurfa að greiða skuldir Björgólfs og Björgólfs í meira en hálft annað ár, þá þurfa allar skuldbindingar Landsbankans hafa innheimst til að heildarupphæð skaðabóta Íslands fari ekki yfir 71 milljarð.  

Annars er Jóhanna Sigurðardóttir vísvitandi að blekkja þjóð sína til að ná betri kosningaúrslitum fyrir flokk sinn.  

Steingrímur Joð samþykkir ekki þessar tölur Sigmunds en í jafn stóru og alvarlegu máli þá er það aðeins orðagjálfur rökþrota manns því aðeins skjalfestar staðreyndir um önnur vaxtakjör geta breytt þessum fullyrðingum.

Steingrímur sagðist aðeins vonast til að niðurstaðan yrði önnur.  Með öðrum orðum staðfesti hann kröfur breta sem Ísland er ekki í neinni stöðu að neita vegna þumalskrúfna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.  Lánið frá sjóðnum verður ekki afgreitt fyrr en íslensk stjórnvöld samþykkja afarkosti breta.  Og Steingrímur þarf lánið til að geta haldið áfram að falsa gengið og þar með verðbólguna sem er undirliggjandi vegna yfirvofandi falls krónunnar.

Og hvernig verður krónan gagnvart Evru þegar Steingrímur þarf að reiða að hendi 50 milljarða í beinhörðum gjaldeyri?  Eða á kannski ekki að borga?   Kemur til dæmis langtíma leiga á orkuauðlyndum á móti?

Allavega eru þessir peningar ekki til á Íslandi.

Og fyrir þá sem trúa þeim lygaþvættingi Samfylkingarinnar að Ísland er skuldbindið að greiða hinar svokölluðu innlánstryggingar þá vil ég benda þeim á að lesa tilskipun  94/19/EB um innlánstryggingakerfi.  Þar stendur það skýrt hvernig Ísland þurfti uppfyllti sínar skyldur gagnvart innlánstryggingum og það gerðu íslensk stjórnvöld á sínum tíma.

Og við megum aldrei gleyma því að ekkert lagaálit um annað liggur fyrir hvorki hjá Evrópusambandinu né leiguliðum þess hjá íslenska utanríkisráðinu.  EKKERT.  Það er alltaf vísa  í einhver trúnaðargögn sem er annað orð yfir að það er ekki til.

Enda ef það stendur skýrt í lögum að þú skalt ekki keyra yfir á rauðu ljósi þá getur engin lögfræðingur breytt þeirri staðreynd.  Lögin eru skýr.

En þjóðin vildi blekkjast og ekkert við því að gera.  En eftir situr sú spurning hvernig Ögmundur getur farið um sjúkrastofnanir og sannfært félaga sína að vinna á lægri launum þegar stærsti hluti ríkisteknanna fer í vexti og afborganir af skuldum Björgólfs og Björgólfs.  Skuldir sem koma hvorki starfsmönnum eða sjúklingum við.  

En eru samt notaðar sem afsökun til að rústa velferðarkerfinu.  Hvernig getur Ögmundur farið að sofa á kvöldin eftir einn slíkan dag í sláturhúsi niðurskurðar?

Hef oft verið að spá í það.

Kveðja að austan.

 


mbl.is Vaxtaupplýsingar frá „fólki í utanríkisþjónustunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 526
  • Sl. sólarhring: 549
  • Sl. viku: 6065
  • Frá upphafi: 1400822

Annað

  • Innlit í dag: 463
  • Innlit sl. viku: 5221
  • Gestir í dag: 427
  • IP-tölur í dag: 415

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband