26.4.2009 | 23:05
Þjóðin er sátt við Hrunið og Kreppuna.
Niðurstaða kosninganna er ótvíræð. Flokkarnir, sem stjórnuðu landinu frá kosningunum 2007 og báru fulla ábyrgð á því að ekkert var aðhafst til að hindra útþenslu bankanna og bremsa þjóðarbúið af í aðdraganda hrunsins, og bera því fulla ábyrgð á hvernig komið er fyrir þjóðinni.
Þeir héldu meirihluta sínum. Eru með 35 þingmenn samanlagt. Gætu því myndað stjórn aftur ef þeir kærðu sig um. Hin nýja forysta Sjálfstæðisflokksins þorði ekki að tjá hug sinn til Evrópusambandsins vegna ótta á klofningi í flokknum, hún hefur núna hreint borð til nýrrar stefnumótunar þar sem sú gamla fékk háðulega útreið í kosningunum.
Bjarni Ben þarf aðeins að senda Jóhönnu e-mail í kvöld og tjá henni samúð sína með þrjósku og yfirgang Steingríms Joð og síðan að benda henni á að Sjálfstæðisflokkurinn telji það henta best langtímahagsmunum Íslands að ganga í Evrópusambandið, þá er grunnur af nýju samstarfi kominn.
Og meirihlutinn tryggur.
Og þjóðin getur ekki möglað því þeir flokkar, sem síðustu 80 daga hafa framfylgt ýtrustu frjálshyggjustefnu Sjálfstæðisflokksins, af stakri trúmennsku við auðmenn og fjármagnseigendur, þeir fengu líka meirihluta, þannig að ekki virðist þjóðin vera ósátt við Nýfrjálshyggjuna og þær afleiðingar sem hún hefur haft á efnahagslíf þjóðarinnar.
Eina sem virkilega stendur í þjóðinni er að Sjálfstæðismenn þiggi mútur af Fl.Group og Baugi. Mútuþægni Samfylkingarinnar virðist ekki hafa skaðað hana. En þar sem bæði þessi fyrirtæki eru fallít þá ætti mútugreiðslur þeirra í framtíðinni ekki vera vandamál fyrir frjálshyggjusinnaðar Evrópustjórnir.
Og eru ekki allir þá sáttir? Þjóðin er ánægð með sína Samfylkingu. VinstriGrænir komast aftur í stjórnarandstöðu þar sem þeirra staður er. Og Sjálfstæðisflokkurinn fær nýtt tækifæri.
Og þjóðin Evrópuaðild og Icesave.
Til hvers er verið að flækja hlutina?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.