17.4.2009 | 07:13
Ein af birtingarmyndum græðginnar sem þarf að víkja.
Það þarf að rannsaka allar þessar sögur og ef um minnstan grun um níðingsskap gagnvart umhverfi og fólki, þá að draga þessa menn og þessi fyrirtæki til ábyrgðar. Sekta þau það háum sektum að þau þurfi að láta húsin að hendi. Enda ekki hæf til að eiga þau.
Næsta skref er rannsaka bókhald þessa fyrirtækja og sjá hverja þau hafa styrkt í prófkjörum og kosningum. Fá allar múturnar upp á yfirborðið. Menn komast ekki upp með að láta eins og svín nema vegna þess að einhverjum var borgað fyrir blinda augað.
Í þriðja lagi þá getur það verið yfirbót lífeyrissjóða sem eru með allt niður sig eftir samstarf sitt við auðfyrirtækin, að þeir stofni sjóða og í þennan sjóð sé hægt að sækja um styrki til að fjármagna uppbyggingu þessara húsa.
Góð lausn á vaxandi atvinnuleysi iðnaðarmann og margur maðurinn myndi öðlast hugarró og samvisku að fá að bæta á þann hátt fyrir gjörðir sínar. Sá maður eru þeir pólitíkusar sem leyfðu þessu drabbi að viðgangast og stjóri sjóðanna sem var alltaf í boðsferðum bankanna.
Og borgin mun blómstra á ný.
Kveðja að austan.
Miðborg í sárum góðæris | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 9
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1412817
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.