Herberts drápa Sveinbjörnssonar

átti að vera löng og vel ort drápa um ungann mann sem tók staf sinn og hatt og fór út í heim til að skora tröll og aðrar forynjur á hólm.

En svo hlutstaði ég á ræðu drengsins aftur og sá að ég gæti engu bætt við.

Herbert er formaður Borgarahreyfingarinnar og fyrsti maður á lista hreyfingarinnar í NorðAustur kjördæmi.  

Skýr valkostur fyrir þá sem vilja ekki verðlauna fjórflokkinn fyrir að setja þjóðina á hausinn og koma velferðarkerfi okkar á vonarvöl.  Eyðileggja í leiðinni æru landsins og stórskaða sjálfsvirðingu hennar.

Þó það væri ekki annað en til að öðlast aftur sjálfsvirðingu og æru, þá eigum við ekki að verðlauna skemmdarvargana og senda þá aftur á þing.  Til að selja landið erlendum og innlendum auðmönnum.  Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn mun aldrei geta leitt til neins annars en tortímingu þjóðarinnar.  Þú gefur ekki sjúklingi Arsenik við magakrampa og þú setur ekki hæstu stýrivexti heims á ofurskuldsetta þjóð.  

Hvorug tveggja er skottulækningar.  Líkn dauðans við þjáningum er ekki sú líkn sem sjúklingurinn ætlast af lækni sínum.

Fólk, sem telur að fjórflokkurinn ætti ekki að fara í skammarkrókinn vegna gjörða sinna, heldur fá nýtt tækifær, ætti að hafa það hugfast að fjórflokkurinn mun eyða allri byggð í landinu með samstarfi sínu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.  Þó lífskjörum sé haldið uppi núna með fölsun gengisins þá mun allt hrynja eftir kosningar.   Þvingaðar vaxtagreiðslur til útlendinga munu sjá til þess.  Og hávextirnir drepa alla sprota nýsköpunarinnar. 

Og fjórflokkurinn hefur einbeittan brotavilja í ICEsave-svikunum.  Peningar sem gætu runnið til að hlúa að sjúkum og öldruðum munu renna beint í breska ríkiskassann.  En peningar Björgúlfs fara í að kaupa upp fyrirtæki landsmenn fyrir slikk þegar drápsvextirnir hafa komið öllu á kné.

Það skiptir ekki máli þó fólkið sem býður sig fram fyrir fjórflokkinn sé mjög margt bæði velviljað og góðhjartað, það er stefna þess sem mun eyða þessari þjóð.  Engin þjóð mun rísa undir þeirri skuldabyrði auðmanna sem fjórflokkurinn er viljugur að gera að okkar, almennings í landinu sem vill bara eitt og það er að fá að lifa í friði fyrir þessum flottræfilsræflum og skuldum þeirra.

Evrópa er ekki ill og Evrópa mun ekki knýja þessa þjóð í örbirgð þó hún standi á rétti sínum og krefst þess að eftir lögum og reglum Evrópusambandsins sé farið.  Við megum aldrei gleyma því að sá sem hefur lögin með sér beitir ekki vinnubrögðum handrukkarans eins og Bresk stjórnvöld gerðu í ICEsave deilunni.  Og það þarf viljug stjórnvöld á Íslandi til að undan kúgun breta sé látið.  

Sá sem vill ekki að ánauð skulda og fátæktar verði hlutskipti barna hans, kýs ekki Samfylkinguna því hún hefur opinberlega lýst yfir stuðningi við ólöglegar kröfur breskra stjórnvalda á hendur Íslendingum.  Eins og stefna Samfylkingarinnar er i dag þá er hún aðeins boðleg barnlausum Masókistum.

En unga fólkið vill kjósa VinstriGRæna því þeir eru svo kúl.  En það er ekkert kúl við það að starfa með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Ef það var rétt að hrekja Sjálfstæðisflokkinn frá völdum, þá er það líka rétt að hrekja VinstriGræna frá völdum því stefna núverandi fjármálaráðherra og gjörðir eru þær sömu og hjá fyrrverandi.  

Það er ömurlegt til þess að vita að ungt hugsjónafólk þekki ekki muninn á réttu og röngu, því sem má gera og því sem má ekki gera.  Nýfrjálshyggja fer aldrei saman við hugsjónir og stefna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er harðasta birtingarmynd Nýfrjálshyggjunnar í heiminum í dag.  En í Bandaríkjunum var hún til dæmis hrakin frá völdum.

En við erum þvinguð til að starfa með sjóðnum.  Þá spyr ég á móti; hver beinir byssu að baki Steingríms Joð?  Í lýðræðisríki starfar þú með þeim sem þú kýst en ef illir stjórnarhættir ógna landsmönnum þá leitar hugsjónafólk til fjalla og tekur upp varnir.

Ekkert réttætir núverandi stjórnarstefnu.  Ekkert.

En hvað er þá til ráða spurði kona mig í fermingarveislu núna um daginn.  Þekkir þú þetta fólk sem er að bjóða sig fram fyrir Borgarahreyfinguna.  Nei, sagði ég en ég veit hvað hinir gerðu þjóð sinni.  Það er ekki hægt að verðlauna þjóðargjaldþrot með atkvæði sínu.

En ég þekki Herbert af ræðu sinni sem hann hélt á Borgarafundi þann 12.01.09.  Þessa ræðu er hægt að nálgast hjá LáruHönnu og líka á YouTube með því að slá inn nafni  Herberts..

Margar góðar ræður voru fluttar á þeim fundum og eins var margt gott sagt á Austurvelli.

En þessi ræða stendur uppúr að mínu mati.  Segir allt sem segja þarf um fólk sem vill vera menn en  ekki mýs.

Vilji menn framtíð barna sinna þá gefa þeir þessum unga manni tækifæri.  Hann á það skilið.

En fjórflokkurinn á ekki fyrirgefningu skilda fyrr en hann hefur endurnýjað sig og beðið þjóð sína afsökunar á því sem gerðist.  Og þá meina ég afsökun sem er borin fram af einlægni en ekki afsökun sem er hluti varnaræðu þar sem sökin er talin liggja hjá öðrum.

Aðeins batnandi fólki er treystandi fyrir landsstjórninni og góðu fólki sömuleiðis.  Ekki sökudólgum. 

Hlustið á ræðu Herberts og kveðið svo ykkar eigin drápu.  Það þarf svona fólk á þing.

Kveðja að austan.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 456
  • Frá upphafi: 1412818

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 395
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband