16.4.2009 | 09:18
Þarft framtak hjá Birni Þorra
Þessi málsókn snýst ekki um hvort fólk fái samningum sínum hnekkt. Meiri líkur er að jörðin stöðvist ef þessi hópur þrýsti sameiginlega á hana til að stöðva snúning hennar en að verðtryggingarskrímslið verði lagt í fjötra.
Enda snýst málið um réttlæti og að fólk lýsi því yfir að það sé búið að fá nóg. Stjórnvöld rufu sáttmála sinn við þjóð sína um sanngjarna og réttláta stjórnarhætti og fólk lætur ekki bjóða sér það lengur að þau axli ekki ábyrgð sína og neiti að aðstoða fólk í erfiðleikum sínum.
Almenningur vill bara halda heimilum sínum, haft öruggt athvarf fyrir börn sín á meðan holskeflur kreppunnar skella á ströndum efnahagslífsins. Almenningur vill ekki stjórnvöld sem hafa það að eina áhugamáli að útbúa kerfi blóðmjólkunar og skuldaþrældóms.
Almenningur vill ekki þessa stjórnahætti Nýfrjálshyggjunnar en veit ekki hvernig á að bregðast við.
Það var snjall leikur hjá kerfisköllum Nasista á sínum tíma að fá hófsama leiðtoga gyðinga til að teyma fólk sitt inn í útrýmingarbúðirnar og það var snjall leikur hjá íslenskum auðmönnum að fá þau Jóhönnu og Ögmund til að dáleiða lýðinn meðan Nýfrjálshyggjan hirðir eigur hans á silfurfati.
Það mega Óbermin eiga að þau eru snjöll í myrkraverkum sínum.
Það er ennþá verið að hlæja í París að Texasbúanum sem lét svikahrapp pranga upp á sig Effelturninum og það er mikið hlegið í höfuðstöðvum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að íslensku barnafólki sem í umvörpum kýs Frjálshyggjustjórnina því hún gaf þeim dúsu upp á 2 milljarða í vaxtabætur.
Og á meðan spyr enginn um af hverju vextirnir eru svona háir (svar: svo að íslenskir og erlendir auðmenn sem eiga krónubréfin fái hæstu ávöxtun heims á blóðpeninga sína). Og fólk borgar og borgar, vexti og vaxtavexti, verðtryggingu og verðtryggingu ofan á hana. Og dugi það ekki til þá yfirgefur það heimili sín með bros á vor því það á von á svo miklum vaxtabótum frá góða fólkinu í Frjálshyggjustjórninni.
Skítt með börnin og skítt með það þá einhverjir auðmenn fái stærri gjafir frá þessari sömu stjórn, þá hver fyrir sig.
Með bros á vör mætir þetta unga barnafólk örlögum sínum því það er í svo mjúkum höndum góðs fólks.
Eins og áður sagði þá er snilld myrkraaflanna algjör.
En þá koma menn eins og Björn Þorri og segja hingað og ekki lengra.
Hver gleymdi eiginlega að dáleiða manninn?
Veit hann ekki að Félagshyggjan er við völd?
Kveðja að austan.
Lántakendur stefna og vilja lánum hnekkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 7
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1412815
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 392
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir með þér, þetta snýst um eina af grundvallarspurningunum sem við þurfum að einhverju leyti að svara, ætlum við að leyfa þeim sem hafa ráðið ferðinni í fjármálum hér á landi að halda áfram að hafa almenning að féþúfu ? Ég er einn af þeim sem er um það bil búinn að fá nóg af slíku rugli. Ennþá er samfélagið okkar þannig að við beitum piparúða á þá sem taka ónotuð hús en skríðum fyrir þeim sem tæma bankana. Sem betur fer riðar mikið af þessu gamla til falls þessa dagana.
Sigurður Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:29
Meira af þessu Björn Þorri .
TAKK .
Kristín (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 09:33
Takk fyrir innlitið Sigurður.
Kjarni þess sem fólk vill alltaf gleyma er sú einfalda staðreynda að við stjórnarskiptin í lok janúar var skipt um fólk en ekki stefnu.
Ef fólk taldi ástæðu til að lemja potta og pönnur í janúar, þá er sama ástæða núna.
Og gamla kerfið er ekki neitt betra þó það njóti blessun VinstriGrænna.
En munurinn núna og í janúar er sá að það eru kosningar eftir 10 daga. Og ef þetta fólk, helmingur heimila landsins, kýs yfir sig núverandi stjórnarflokka, þá á það ekki annað betra skilið en skuldaþrældóm. Það er ekki þannig að það hafi ekki verið varað við Óbermunum.
Það krefst nefnilega manndóms að vera maður. Sorglegt að fullt að fólki, sem á börn, skuli kjósa yfir sig gamla kerfið.
Nýfrjálshyggjan er ekki valkostur.
Kveðja að austan
Ómar Geirsson, 16.4.2009 kl. 09:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.