Að verja kjör þeirra sem minnst eiga Í samfélaginu

hefur alltaf verið meginbaráttumál Jóhönnu Sigurðardóttir.  Um það geta allir verið sammála.  Og um vilja hennar til góðra verka hefur enginn efast.  Ekki einu sinni hennar hörðustu andstæðingar í íslenskum stjórnmálum.

Og núna er hún í stjórn með Ögmundi Jónassyni, manninum sem hefur félagshyggjuhjartað á réttum stað.  

Og það eina sem þessi stjórn gerir er að leggja atvinnulífið í rúst að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Þegar atvinnulífið hefur stöðvast, þá verða engin kjör til að verja.  

Þess vegna er núverandi vaxtastefna stjórnvalda með öllu óskiljanleg.  Það er ekki þannig að illmenni séu við stjórnartaumanna.  En jafnvel illmenni gætu ekki valdið þvílíkum skaða og núverandi stjórn.  Vegna þess að þjóðin myndi hrekja illmennin frá völdum en þeir, sem minnst hafa á milli handanna, styðja þau Ögmund og Jóhönnu.  

Þess vegna eru engir pottar barðir í dag.  En þjóðin siglir hraðbyri inn í langvarandi tímabil örbirgðar og vonleysis.

En þetta er ekki allt í leikhúsi fáránleikans.  Þeir litlu peningar, sem eftir eru til að hjálpa fólki, munu ekki renna til þeirra sem eru hjálparþurfi á Íslandi, þeir munu renna í breska ríkiskassann. Sjálfsagt til að borga upp skuldirnar vegna Íraksstríðsins. 

Það er gjaldið sem Samfylkingin rukkar þjóð sína fyrir Evrópudraum sinn.  

Þess vegna er það hámark fáránleikans að mæta á fund Öryrkjabandalagsins og segjast ætla að verja kjör þeirra sem minnst eiga í  samfélaginu.  Og það er hámark hræsninnar að skammast útí flokk fortíðar þegar þú hefur vald til að hjálpa í núinu og notar það vald til að greiða öðrum þjóðum stríðsskaðabætur vegna gjörða auðmanna okkar.  

Jafnvel töframenn geta ekki notað sama peninginn tvisvar.  Þú greiðir ekki aleigu þjóðarinnar í stríðsskaðabætur, á sama tíma og þú getur ekki haldið uppi lágmarks velferð. 

Það er ömurlegt til þess að hugsa að það þurfi að kosta blóðfórnir til að þjóðin skilji að núverandi stjórn er ekki stjórn félagshyggju og jafnréttis.  

Stefna hennar mun leiða til stóraukins misréttis og örbirgðar stórs hluta þjóðarinnar.  Aðeins auðmennirnir græða á núverandi stjórnarstefnu.  Slík stjórnarstefna hefur alltaf verið kölluð Nýfrjálshyggja og mikið verið skömmuð og gagnrýnd.  

Núna sættir þjóðin sig við stjórn sem metur hag heimila landsins á lægri upphæð en hag kvótaaðalsins sem gert var kleyft að eignast áhrifamesta dagblað landsins.

Heimilin eru metin á 2 milljarða en hinir nýju eigendur Árvakurs fengu rúma 2 milljarða í eftirgjöf á skuldum blaðsins

Svo eru það allir hinir auðmennirnir sem eiga eftir að fá sína hjálp.

Hvenær lýkur þessu leikhúsi fáránleikans?  Hvenær verður leiksýning Nýfrjálshyggjunnar púuð niður?  Hvenær tekur við alvöru leiksýning með alvöru félagshyggjufólki? 

Það mun ekki gerast meðan Andstaða græðgiafla trúir því að núverandi stjórn sé félagshyggjustjórn.  

Það er stefnan sem gefur stjórninni nafn.  Ekki orðagjálfur þeirra sem svíkja allt velsæmi fyrir völd sín.

Kveðja að austan.

 

 

 

 


mbl.is Vilja verja velferðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar hefur þú verið frá því október síðastliðnum?

Þú hefur greinilega misst af öllu sem hefur skeð í íslensku samfélagi síðan þá.

Bobbi (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Ómar ég var að koma af þessum fundi.

Fullt hús af öryrkjum og stjórnmálamenn með slæmar fréttir.

Sumir sögðu að menn ættu að vera jafnir en aðrir að þeir ættu af hafa jöfn tækifæri. Sá sem sagði að menn ættu að hafa jöfn tækifæri er hinn sami og hefur í rekið fyrirtæki sem er þekkt fyrir verðsamráð og óheiðarleika í viðskiptum.

Þ.e.a.s. olíufyrirtæki

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:02

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að Bobbi sé ekki að fatta stöðuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.4.2009 kl. 23:03

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Bobbi.

Þú vilt kannski upplýsa mig.

Orðið er laust.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 15.4.2009 kl. 23:10

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Sammála þér að svona fundir séu fróðlegir.  Og þegar forgjöfin er mismunandi þá er dálítið spúkí að hlusta á heimspeki jafnra tækifæra.

En eru slæmu fréttirnar svo slæmar ef okkur bæri gæfa til að henda Alþjóðagjaldeyrissjóðnum úr landi?  Og taka upp raunverulega félagshyggju til verndar heimilum og velferðarkerfisins.

Allavega var gamla kerfið siðferðislega gjaldþrota.  Og það má aldrei verða endurreist.

Aldrei.

Kveðja Ómar

Ómar Geirsson, 15.4.2009 kl. 23:19

6 identicon

Ég hef nú heyrt að VG vilji leita leiða til að losna undan AGS, þá hefur Ögmundur rætt um það. Það eru viss skilyrði sem AGS bannar stjórnvöldum að upplýsa (sem eru talin hafa áhrif á gengi krónunnar, sem hljómar eins og fyrirsláttur) þannig að það gæti sett strik í reikninginn varðandi möguleika VG til að tala opinskátt um þessi mál núna. En ég minni alla á það að það var helst FLokkurinn sem grátbað um AGS og Samtök atvinnulífsins (með öllum Flokksforkólfunum) og Árni dýralæknir á biðlaununum sem hann þiggur því ,,maður þiggur það sem manni er boðið" (eins og siðleysinginn orðaði það) og Davíð Oddsson sem sá um að blekkja landsmenn með því að styðja við krónuna þegar hún var á botninum og mbl birti oft jákvæðar fyrirsagnir í því samhengi.

 Ekki það að ég efi það að þú vitir sannleikann um Sjálfstæðisflokking og Framsókn. Ég er sammála þér með Samfylkinguna, en ég hef allavega trú á að VG reyni að koma okkur undan AGS. Í því sambandi væri óskandi að VG fengi betri kosningu en S, og að S gæti ekki myndað meirihluta með neinum öðrum, né heldur D eða B. Þá væri nokkuð ljóst hver hefði stjórnartaumana. 

Kveðja að sunnan

Jón (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 05:13

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Jón.

Jú ég veit allt um Sjálfstæðisflokkinn enda hefur það löngum verið áhugamál hjá mér að skamma þann ágæta flokk.  Veit fátt betra en að hitta góða og gegna íhaldsmenn og stríða þeim á flokknum

En við hröktum flokkinn frá völdum, ekki vegna þess að Árni Matt er rangeygður með hor í nös, heldur vegna þess að stefna flokksins var röng og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hættulegt, bæði sjálfstæði þjóðarinnar og lífskjörum almennings.

Á krepputímum þarf nefnilega að stjórna að viti, og það er ekkert vit eða skynsemi í mannfjandsamlegri stefnu Nýfrjálshyggjunnar.  Og stefna hennar er stefna núverandi ríkisstjórnar.

Vissulega gátu VinstriGrænir einir og sér ekki hrakið Óbermin úr landi en hreyfingin mátti aldrei ljá máls á öðru en þjóðstjórn og sú stjórn átti að vinna eftir tillögum aðila vinnumarkaðarins.  Vissulega byggja þær á samstarfi við IFM en ekkert annað var í stöðunni.

Og flokkurinn átti að taka upp opinbera andstöðu við Nýfrjálshyggjuna eins og allir systurflokkar hans um víða veröld því núna er lag að sækja að þessum djöflum og hrekja þá í undirdjúpin þar sem þeirra staður er hjá húsbónda sínum. 

En núna er öll andstaða VG ótrúverðug og flokkurinn er samábyrgur mestu helför íslensks almennings.  

Annaðhvort kýst þú Jón Nýfrjálshyggjuna eða ekki.  Flokkur hennar heitir Sjálfstæðisflokkurinn og heima uppí Valhöll.  Honum vantar peninga núna og allir nýir flokksmenn því velkomnir.

En það er ekki hægt að segja að núna kjósi ég frjálshyggjuna vegna þess að það hentar hagsmunum ráðamanna flokks míns í augnablikinu.  

Atkvæði til andskotans er alltaf atkvæði greitt andskotanum.  Það er engin millivegur til í þessu dæmi.

Spáðu í það.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.4.2009 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 609
  • Sl. sólarhring: 635
  • Sl. viku: 6340
  • Frá upphafi: 1399508

Annað

  • Innlit í dag: 522
  • Innlit sl. viku: 5377
  • Gestir í dag: 478
  • IP-tölur í dag: 472

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband