Bubbi er kominn heim.

Bubbi er búinn að átta sig á stefnu núverandi ríkisstjórnar.  Hann segist vera sleginn yfir því að yfirvöld ætli að láta almenning blæða meðan kraftar ríkisstjórnarinnar fer í að bjarga auðmönnum og fyrirtækjum þeirra.

Þetta er Félagshyggjan hin nýrri.  

Helgi Hjörvar sagði frá heilstæðri stefnu ríkisstjórnar Íslands í málefnum heimilanna á borgarfundi í Reykjavíkur Norður í gær.  Þessi leið felst í greiðsluaðlögun handa fólki sem á ekki fyrir skuldum sínum.  Og til að gæta fyllsta réttlætis þá á að setja 2 milljarða í vaxtabætur handa þessu sama fólki.

Aðeins auðmennirnir sem eiga Morgunblaðið fengu meira en 2 milljarða í meðgjöf frá ríkisbönkunum svo þeir gætu haldið áfram að styðja landsöluna sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skipulagt á auðlyndum þjóðarinnar.

Auðmennirnir vita eins og er að Kreppa er tækifæri.  Þeir sem eiga, munu eignast eigur almennings fyrir slikk.  Nema auðvitað stóru bitana eins og orkuna sem er eyrnamerkt útlendingum.

En það er nóg samt eftir handa innlendum auðmönnum, rúmur helmingur landsmanna er í hengingaról greiðsluaðlögunar.

En hvorki ég eða Bubbi vissum að grímulaus Nýfrjálshyggja héti Félagshyggja.

Steingrímur Joð Sigfússon vissi það ekki heldur fyrir 26. janúar.  Þá bauðst honum ráðherrastóll fyrir 30 silfurpeninga og fannst það góður bissness.  

En þjóðinni blæðir og félagshyggjan sjálf er á vergangi vegna svika gæslumanna sinna.

Vonandi getur Bubbi sungið von í hjörtu landsmanna.  

Og ríkisstjórnina burt.

Kveðja að austan.


mbl.is Bubbi er sleginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Sigurbjörg.

Já hann fór að snæða með auðmönnum og fannst maturinn góður.

Núna er hann kominn aftur í þann uppruna sem skóp Bubba Mortens á sínum tíma.

Tilvalið að slátra sauðum.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 15.4.2009 kl. 15:34

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Sammála ykkur.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 15.4.2009 kl. 18:19

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held að kjáninn hafi aldrei farið neitt. Hann bara hringlar þar sem honum hentar og mest kemur inn. Eðlilega kannski.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 16.4.2009 kl. 08:55

4 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Hafsteinn.

Um hvatir Bubba skal ég ekki segja en það sem hann sagði var rétt.

Það á ekki að líðast að á Íslandi í dag er stjórn sem gerir allt sem í hennar mætti stendur til að aðstoða auðmenn og fyrirtæki þeirra en á sama tíma er brauðmolum hent í almenning.

Og Bubbi fór út að borða með auðmönnum og keypti sér jeppa í leiðinni.

En hann er kominn heim.

Kveðja að austan

Ómar Geirsson, 16.4.2009 kl. 09:23

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Blessaður Ómar.

Mér hefur bara alla tíð fundist hann Bubbi óþolandi, nema við að syngja. Þar er hann virkilega góður, en ég gef ekki baun fyrir hann sem stjórnmálamann og ef satt skal segja, er hann með allra óáheyrilegustu mönnum sem ég heyri í, við að koma einhverju frá sér sem hann ekki getur sungið. Mér er fyrirmunað að skilja t.d. hverjum datt í hug að setja kjánann fyrir framan mikrafón í útvarpi. Það eru nánast einu stundirnar sem ég skrúfa fyrir rás 2. Hann á auðvitað góða punkta, eins og allir, en maður nennir bara aldrei að bíða eftir að þeir komi frá honum. 

Kveðja úr Troms í Norge.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 17.4.2009 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 356
  • Sl. sólarhring: 705
  • Sl. viku: 5940
  • Frá upphafi: 1399879

Annað

  • Innlit í dag: 318
  • Innlit sl. viku: 5082
  • Gestir í dag: 310
  • IP-tölur í dag: 308

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband