Launum Pólverjum vinargreiðann

og sendum þeim til baka peningana sem þeir ætla að lána Íslendingum.

Við ætlum hvort sem er ekki að nota þá og til hvers  þá að greiða vexti af einhverju sem ekki nýtist þjóðinni?

Til að fella gengið og auka þar með verðbólguna?

Til að eiga minni pening í lyf og aðrar lífsnauðsynjar?

Til hvers er verið að rústa efnahagslífi landsmanna með drápsvöxtum þegar hinir svokölluðu "lífsnauðsynlegu" peningar eru sagðir liggja óhreyfðir inn á bankabók hjá JP Morgan?

Eða er kannski verið að falsa gengið og lífskjör með lánsfé sem aldrei verður hægt að greiða til baka?

Til þess að forðast þær freistingar er best að afþakka lánið upphaflega.  

Þar fara skoðanir Hriflunga saman við skoðanir frjálshyggjumanna enda hefur félagsskapur þeirra varað mjög við þeim óráðum að leysa skuldavanda með auknum lántökum.  

Meira að segja á þessu sviði er félagsskapur frjálshyggjumanna fremri ríkisstjórn félagshyggju og bræðralags.  

Ennþá hefur enginn fundist sem er aumari í anda og illviljaðri þjóð sinni en núverandi ríkisstjórnarflokkar.

Er þetta ekki bara allt samann "eitt allsherjar samsæri"?

Kveðja að austan.


mbl.is Pólverjar leita til AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Já, þetta er samsæri. Slæm að mjög fáir átta sig að því að heims kreppa og heims pólitik er stjörnað af örrfáum  mönnum.

Þetta kreppa er upphaf heims gjaldmiðill því spurning. Hvers vegna á að greiða skuldir? Ekki undir þessum hringumstæðum. 

Andrés.si, 15.4.2009 kl. 02:59

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Andrés.

Eitt er öruggt ef við festumst í eltingarleik við gerendur hrunsins þá sleppa þeir sem hafa hag af græðgikapítalismanum.

Hann er það eyðingarafl sem engum eirir og það er hann sem gerir kröfur um að verða sigurvegari þessa heimskreppu.  

Þá er heimsátök óumflýjanleg því í nafni græðgi og siðleysis getur Nýfrjálshyggjan ekki endalaust arðrænt 3/4 hluta mannkyns.  Á einhverjum tímapunkti snýr fátækt fólk til varnar.

Þess vegna er það svo mikilvægt að leggja óvininn í líki IFM að velli og taka upp nýja siði, sjálfbærni og virðingu fyrir öllum, líka fátækum og sjúkum, ekki bara þeim sem eiga peninga.

Þess vegna er það grundvallarsvik við framtíð barna okkar að kjósa þá flokka sem styðja veru Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi.  Enginn glæpur er stærri en sá.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 15.4.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ómar Geirsson

Höfundur

Ómar Geirsson
Ómar Geirsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot (49)
  • Screenshot (49)
  • ...img_0104a

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 450
  • Sl. sólarhring: 714
  • Sl. viku: 6034
  • Frá upphafi: 1399973

Annað

  • Innlit í dag: 406
  • Innlit sl. viku: 5170
  • Gestir í dag: 393
  • IP-tölur í dag: 388

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband