8.4.2009 | 09:01
Ætli, ég segi ekki "Ja hérna" líka.
Þetta er manneskjan, sem bankarnir notuðu til að breiða yfir falsið, þegar þeir fölsuðu gengi hlutabréfa sinna eins og þær Sigrún Davíðsdóttir og Agnes Bragadóttir hafa sýnt svo greinlega fram á að ekki þarf um að deila. Þegar aðvörunarljósið blikkuðu og sírenur vældu þá fengu meðvirkir fjölmiðlamenn Eddu í settið til að fullvissa þjóðin að allt væri í lagi en hins vegar þyrfti að fara að huga að inngöngunni í ESB og upptöku Evru.
Eftir hrun var Edda notuð til að blása á allar tillögur til bjargar heimilum og fyrirtækjum. Hún sá öll vandkvæði við að auka Seðlaprentun eins og Bandaríkjamenn gerðu og hún brosti blíðlega þegar hún blés á hugmyndir um að Frysta verðtrygginguna.
Og fjölmiðlafólk trúði henni.
En núna segir á forsíðu DV.
Eignarupptaka
Ungt fólk missir trúna á samfélagið
Það hefði betur verið hlustað á hagfræðinga sem lögðu til að Íslensku þjóðinni yrði hjálpað.
Þegar baráttan um Ísland fór fram og hagsmunaraðilar hjá Vinnuveitendasambandinu og Alþýðusambandinu kröfðust hávexti og skuldaánauð þjóðarinnar með því að krefjast þess að Óbermum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yrði afhent öll stjórn landsins þá sagði Lilja Mósesdóttir hagfræðingur þetta um hvað myndi gerast:
"Lilja telur að aðferðafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé frekar á forsendum fjármagnseiganda en heimila og fyrirtækja." "Benti hún á að reynslan víða í heiminum sýndi að háir vextir dýpkuðu ef eitthvað væri fjármálakreppur með tilheyrandi fjöldagjaldþrotum fyrirtækja og gríðarlegu atvinnuleysi".
Edda Rós tók óbeint undir þennan málflutning þegar hún segir um okurvextina : "en skili markmið um eflingu krónunnar sér, hjálpi það fyrirtækjunum, svo framarlega sem þau haldi lífi."
Stóra spurningin var alltaf hvort eitthvað atvinnulíf yrði eftir þegar stefna sjóðsins um gengistöðugleika og "lækkun" vaxta kæmi til framkvæmda því þessari stefnu átti að ná með hæstu vöxtum í vestrænu hagkerfi. Meira að segja Edda Rós efaðist um að eitthvað héldi út hrossalækningar sjóðsins.
En það breytti því ekki að hún var í þeirri hjörð sem kvað Lilju og aðrar skynsemisraddir í kútinn. Þó var Lilja sérmenntuð á þessu sviði en hagfræðihjörðin ekki. Hjörðin var menntuð í Friedman sem sagði að hávextir væru allra meina bót ef ætti að gera almenning og fyrirtæki gjaldþrota.
Og núna hefur Edda Rós uppskorði tryggð sína við auðmenn og ógnaröfl.
Hún fær vellaunaða vinnu á meðan almenningur horfist í augu við hrun hagkerfisins. Fyrst vegna gjörða fólks eins og Eddu Rós og síðan vegna gjörða þeirra Óberma sem hún vinnur hjá.
Hvernig er samviskan hjá svona fólki?
Kveðja að austan.
Ráðin á skrifstofu fulltrúa IMF á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 13
- Sl. sólarhring: 22
- Sl. viku: 1237
- Frá upphafi: 1412791
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1087
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.