Því sjálfir eru þeir ekki læsir á samtal manna.
Hverjum manni sem las samtal þeirra Árna og Darlings, án fordóma, var ljóst að Árni sagði ekkert sem gat vakið þessi hörðum viðbrögð breta. Vissulega gat eitthvað misskilist eins og gerist þegar flókin mál eru rædd í stuttu samtali, en til að gera út um misskilning er notuð frekari samskipti og samtöl.
Ekki hryðjuverkalög.
Slíkt er óvinveitt aðgerð. Og ef í kjölfar hennar fylgir tilraun til að stöðva öll gjaldeyrisviðskipti við örsmá eyþjóð, þá er um stríðsaðgerð að ræða, gerð í þeim eina tilgangi að knésetja viðkomandi þjóð.
Þetta er öllum ljóst nema fólki sem hefur landráð að sérstökum áhugamáli, jafnvel atvinnu.
Það vitnar með andakt í þann illvilja sem Íslenska þjóðin mætti af hálfu breskra stjórnvalda. Það dreifir lygi þeirra út eins og um stóra sannleik væri að ræða.
Íslenskum almenningi er talið í trú um að Ísland hafi ekki farið að lögum og reglum Evrópusambandsins. Það hafi bara uppgötvast nokkrum árum eftir að okkar stjórnvöld settu viðkomandi lög og reglur. Samt eru þær í kjarnanum eins og lög og reglur annarra Evrópuþjóða.
Breskir skattgreiðendur munu aldrei nota sitt pund til að greiða sparifé Þjóðverja og Frakka. Aldrei því kerfið gerir ekki ráð fyrir því.
Íslenskum almenningi var einnig talið i trú um að neyðarlögin sem björguðu því sem bjargað var af íslensku efnahagslífi, að þau hafi mismunað fólki eftir þjóðerni.
Samt gat breskur maður gengið inn í Sparisjóð Hafnarfjarðar og tekið út sparifé sitt. Og pólsk kona inn í Sparisjóð Bolungarvíkur og tekið út sitt sparifé. Ekki var farið eftir mæli fólks eða útlit, heldur búsetu.
Íslenskur maður, búsettur í London, gat ekki gengið inn í útibú Landsbankans og beðið um sparifé sitt. Ekkert frekar en breskur. Íslensku neyðarlögin tryggðu sparifé allra á Íslandi, óháð þjóðerni, og sú baktrygging var skattfé íslenskra skattgreiðenda.
Íslenska ríkið hafði ekki styrk til að tryggja innlán fólks á öðrum markaðssvæðum Evrópska efnahagssvæðisins. Slíkt hafði ekkert með þjóðerni fólks, heldur getu og styrk Íslenskra skattgreiðenda.
Alveg eins og Franskir skattgreiðendur munu aðeins hjálpa frönskum bílasmiðjum. Frakkar höfðu ekki einu sinni fyrir því að ulla framan í embættismanninn í Brussel sem sagði þeim að þeir yrðu þá líka að hjálpa breskum og Þýskum bílasmiðjum.
Það hefur enginn efni á hálvitaskap eða bulli í kreppu. Þjóðir gera það sem gera þarf til að þær þrauki í gegnum samdráttinn. Ekkert reglugerðarkjaftæði kemur í veg fyrir það. Enda myndu bretar og Þjóðverjar seint senda her inn í Frakkland til að knýja þarlend stjórnvöld til að láta af stuðningi við þarlenda iðnaðarframleiðslu. Þau myndu nota sína takmörkuðu fjármuni til að hjálpa sínum fyrirtækjum.
Þessi einföldu sannindi er öllum ljóst nema áhugafólki um landráð á íslenskum fjölmiðlum. Því finnst ósvinna mikil að takmarkaðir fjármunir íslenska ríkisins séu notaðir til að hlúa að sjúkum og öldruðum. Þá á að nota til greiðslna á sparifé fólks í öðrum löndum. Þannig verður íslenska þjóðin fullgildur meðlimur í Evrópsku samfélagi er sagt. Eins og það samfélag byggist á kúgun og undirokun smáþjóða.
Okkur er sagt að þá verði Ísland eins og Norður Kórea. Sem sagt ef Íslensk stjórnvöld standi á rétti íslenskrar þjóðar, þá muni þau í kjölfarið banna öll samskipti við umheiminn og reisa gaddavírsgirðingu við strendur landsins. Krafan um lög og rétt er jöfn kommúnisku alræði segir þetta landráðafólk. Þjóðir Evrópu sem sögðu nei við ofríki Nasismans eða Kommúnismann, þær gerðu það vegna þess að þær vildu líkjast Norður Kóreu.
Þessi söguskýring glymur í íslenskum fjölmiðlum en finnst hvergi annars staðar á byggðu bóli. Því barátta fyrir lögum og rétti, frelsi og sjálfstæði hefur ekkert með kommúnisma Norður Kóreu eða Kúbu að gera. Þetta er eilífar barátta mannskynsins og hún er svo hörð meðal annars vegna þessa að Leppar og Skreppar helsins eru svo víða.
Líka á íslenskum fjölmiðlum. Hjá þeim er engin stórfrétt nema hún komi að utan og helst þarf hún að fjalla um meinta illgjörðir Íslendinga eða spillingu. Það er ekki frétt að íslenskur almenningur þjáist vegna gjörða græðigiskapítalista, nema þá einhver neðanmálfrétt eða númer 27 í fréttatíma sjónvarpsins.
Percy B Stefánsson skrifar mjög góða grein í Morgunblaðið síðasta miðvikudag. Hann spyr:
Hvar er 17.000 manna atvinnulausi hópurinn og börn þeirra? Hvað óeðlilega þögn ríkir í þessum málum? Hvar er öllum komið fyrir - spyr sá sem ekkert skilur eða sér.
Og Percy bendir á um hvað stjórnmál og öll opinber umræða á að snúast.
Það eru mannréttindi að eiga sér húsaskjól og mat fyrir sig og sína. Það er sameiginleg skylda okkar að tryggja slíkan raunveruleika fyrir alla.
Ekkert annað á að komast að í fjölmiðlum og leiðir sem þarf að fara til að tryggja þessi grunnmannréttindi allra.
Og vissulega er fjallað um þetta óbeint á ríkisfjölmiðlunum. Lausnin er að fólk hætti að borða og búa í gámum þar til alsnægtir ESB drjúpa yfir landsmenn.
Og það er guðlast að minnast á að fjármagnseigendur séu líka hluti þessarar þjóðar og þeir þurfi líka að taka á sig þá kjararýrnun sem þjóðin glímir við. Ef skerða á eitt hár á hala þeirra spretta fram forynjur og blaðurskjóður sem segja að Verðtryggingin sé hliðarplagg við boðorðin tíu og að rjúfa þann sáttmála milli guðs og þjóðar eru ávísun á plágurnar sjö og þrjár í viðbót í verðtryggingu.
Og síðan er skipt á umræðu um nauðsyn þess að hafa vexti háa svo hinu guðlega sambandi sé ekki ógnað. Og ef fréttir berast af einhverjum fjármunum sem ekki hafa lent í glatkistuna, þá býðst einhver fjölmiðlungurinn að skutla þeim uppí breska sendiráðið.
Þegar bylting fólksins varð í Austur Evrópu þá spurði almenningur sem horfðist í augun á byssukjöftum skriðdreka t.d í Litháen, hvað fjölmiðlafólki, samlöndum þess gengi til að styðja ógnaröflin. Og það svaraði ákalli landa sinna og þar með höfðu valdsmenn engin tök á að dreifa lygum og hálfsannleik.
Hvenær svara starfsmenn ríkisfjölmiðlanna ákalli þjóðarinnar og taka upp baráttu fyrir þeirri staðreynd að það eru
mannréttindi að eiga sér húsaskjól og mat fyrir sig og sína. Það er sameiginleg skylda okkar að tryggja slíkan raunveruleika fyrir alla.
Hvenær hætta þeir að tala við fólk sem hafði rangt fyrir sér í öllum atriðum í aðdraganda hrunsins og hafa í engu réttara fyrir sér í dag þegar þeir fordæma allt sem gæti stuðlað að réttlátu og betra samfélagi.
Því að á meðan það er gert þá er hið gamla spillta þjóðfélag hægt og rólega endurreist.
Og á meðan þjáist íslenska þjóðin.
Kveðja að austan.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Ómar Geirsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 435
- Sl. sólarhring: 715
- Sl. viku: 6019
- Frá upphafi: 1399958
Annað
- Innlit í dag: 392
- Innlit sl. viku: 5156
- Gestir í dag: 380
- IP-tölur í dag: 377
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.